Síða 1 af 1
delidding 7700k er það worth it?
Sent: Mán 18. Feb 2019 10:26
af sigurgeir5
Er með i7 7700k overclockaður 4,9 á stock voltage, hann fer uppí sikra 85 c°max. Annað, get ég náð hærra overclock með því að hækka voltage. Er með 2400mhz ram 8gb er það að halda mér einhvað niðri?
Er með corsair h100i v2 kælingu
Re: delidding 7700k er það worth it?
Sent: Mán 18. Feb 2019 11:12
af pepsico
Mér fannst það vel þess virði. Er að keyra minn á 4.8 GHz og get samt haft alveg hljóðlátar viftustillingar þ.e. örgjörva og kassavifturnar fara ekkert yfir lágmörkin sín og örgjörvinn er í ~75°C við vinnslu þrátt fyrir það. Get keyrt 5.0 GHz núna á <70°C ef ég set örgjörvaviftuna í botn--og auðvitað hærra hitastigi við eðlilegri stillingu. Almennt er reynsla fólks að það lækkar um um og yfir 20°C. Það besta við að delidda 7700K er að það er ekkert fyrir manni á chippinu og þeir því kjörnir í það að nota bara rakvélarblað við þetta.
(Hávær tónlist)
https://www.youtube.com/watch?v=BeHpibT-yHY getur séð hérna hvernig þetta er gert og hversu auðvelt þetta er. Ég mæli sterklega með því að teypa rakvélarblaðið (verður að vera þunnt blað) með eftirfarandi mynstri í mörgum lögum
https://i.imgur.com/EtsvbJ9.png til að lágmarka líkurnar á því að þér takist að ýta blaðinu óvart alla leiðina inn að örgjörvanum sjálfum, teipið myndi þá klessa á IHSinn og blaðið ekki komast nógu langt inn til að snerta chippið. Svo er sniðugt að horfa á mörg myndbönd af fólki að beita málmkremi áður en þú lætur þannig á. Ef þú ert ekki að skipta yfir í málmkrem þá mæli ég alls ekki með þessu ferli því hitatölurnar lækka víst bara um nokkrar gráður þó maður láti allra bestu hefðbundnu hitaleiðandi kremin á.
Það er erfitt að spá fyrir um það nákvæmlega hvað er hægt með hverjum einasta örgjörva því þeir eru allir öðruvísi úr framleiðsluferlinu, en yfirleitt ættirðu að geta keyrt örgjörva sem nær 4.9 GHz í stock voltage á 5.0-5.2 GHz á hærra voltagei ef það eru engin hitavandamál.
Re: delidding 7700k er það worth it?
Sent: Mán 18. Feb 2019 18:38
af ZoRzEr
Ég segi já.
Keypti einn 7700k af Silicon Lottery 2017 og gæti ekki verið ánægðari. Hann var delided og confirmed að keyra 5.1Ghz af þeim. Er með open loop vatnskælingu og hef keyrt hann undervolted núna frá síðasta sumri. Er með hann 1.15v @ 4,7Ghz. Hann verður aldrei heitari en 58°c (hottest core) í leikjum og ég get keyrt allar viftur á 550 - 750 rpm (Noctua). Vélin er svo gott sem hljóðlaus fyrir utan D5 dæluna fyrir vatnið.
Ég var með annan 7700k sem ekki var delidded á undan þessum og það var svakalegur munur á milli kjarna. Hitamunurinn gat verið allt frá 20°c á milli core 0 og core 3 sem dæmi. Eftir að ég fékk þennan er sjaldnast nema 2-4 °c munur á milli kjarna.
Screenshot af CPUID HWmonitor, var að spila Anthem í nokkra tíma í dag:
Re: delidding 7700k er það worth it?
Sent: Mán 18. Feb 2019 19:01
af pepsico
Bara svo það sé alveg á hreinu: Þegar fólk segir delid er það svo til alltaf að tala um að skipta út hitaleiðandi kreminu fyrir liquid metal, það er lykilatriðið í þessu. Það er alls ekki þess virði að fara í gegnum þetta ferli bara til að endurnýja/skipta út með öðru hitaleiðandi kremi sem er ekki fljótandi málmur. Ágóðinn fæst af því að þetta örlitla lykilsvæði beint ofan á chippinu verður ekki lengur flöskuhálsað af "lélegu" kremi sem stendur á milli örgjörvans og "risastóru" IHS plötunnar ofan á honum sem örgjörvakælingarnar kæla.
Re: delidding 7700k er það worth it?
Sent: Mán 18. Feb 2019 23:38
af andriki
á til delid tool og liquid metal ef þú vilt ekki nota rakvélarblaðs aðferðina, og já myndi líka 100% mæla með þessu er með 8700k sjálfur lækaði hita tolurnar um á milli 15-20°c þrátt fyrir að vera með custom vatnkælingu, og er búin að delidda um 10 missmunandi cpu svipaðar niðurstöður á þeim öllum,(4770k-4790k-6700k-7700k-8700k) búin að prófa alla vegna alla þessa
Re: delidding 7700k er það worth it?
Sent: Þri 19. Feb 2019 07:13
af Hnykill
Já þetta er vel þess virði til að lækka hitann töluvert.. gerðu þetta bara vel og vandaðu þig. delid tool væri best ef þú tímir að splæsa í það. en þú átt eftir að sjá mikla hitalækkun. ég er alltaf jafn hissa á Intel með allann sinn pening og gróða að nota svona sloppy aðferð á örgjörvana sína.. þetta er til skammar hjá þeim.. eru líklegast að spara eitthvað með því að nota þessa aðferð í staðinn fyrir soldered tim. það er margsinnis búið að reyna fá þá til að gera þetta betur en það virðist ekert komast inní hausinn á þeim. því miður :/
Re: delidding 7700k er það worth it?
Sent: Þri 19. Feb 2019 16:18
af pepsico
TIM á nýju 9th gen örgjörvunum (9xxx) er soldered.
Re: delidding 7700k er það worth it?
Sent: Þri 19. Feb 2019 21:48
af andriki
pepsico skrifaði:TIM á nýju 9th gen örgjörvunum (9xxx) er soldered.
bara á 9900k ekkk hinum
Re: delidding 7700k er það worth it?
Sent: Þri 19. Feb 2019 23:48
af pepsico
Það er soldered TIM á öllum nýju 9th gen örgjörvunum sem ég veit af. i9-9900K, i7-9700K, og i5-9600K eru allir með soldered TIM. Ef það koma fleiri þá veit ég ekki neitt um það.