Síða 1 af 1
OC á minni :)
Sent: Sun 03. Apr 2005 17:57
af swinger
Ég er að spá að oc minnið mitt vantar smá hjálp (enn dettur minnið úr ábyrgð ef maður oc það?)
móðurborð:9 PJL3
Minni: 2x256DDR OCZ Value Series 400MHz
Hitastigið á tölvunni minni fer mest upp í 56-58C*
Sent: Sun 03. Apr 2005 18:52
af sveik
tölvan hjá þér alveg þokkalega heit ... myndi ekki vera að O.C. mikið. Minnin detta úr ábyrgð ef þau eru keyr á of mörgum Voltum... (correct me if i'm wrong)
Sent: Sun 03. Apr 2005 18:56
af kristjanm
Þegar þú overclockar minnið fer örgjörvinn með.
Hitinn undir 60°C er mjög góður og þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur, ég er með P4 3.2C overclockaðan í 3.5GHz og hann fer alveg yfir 70°C í prime95.
Ekkert samt vera að búast við því að minnið né móðurborðið bjóði upp á mikið overclock.
Sent: Mán 04. Apr 2005 08:44
af Stutturdreki
Það eru tvær leiðir til að yfirklukka minnið, lækka Memory Timings og hækka FSB. Og það virkar oft ekkert sérstaklega vel saman. T.d. til að geta hækkað FSB upp úr öllu valdi þarf hugsanlega að stilla á lélegari Memory Timings til að fá ekki villur eða svo tölvan ræsi sig yfir höfuð.
Síðan er yfirleitt hægt að hækka voltage á minninu svo að það sé hægt að yfirklukka það meira. Það hinsvegar fellur ekki undir ábyrgð, þó t.d. sum OCZ minni eru gefin upp fyrir hærri volt t.d. OCZ Gold á að þola upp í 3,2 volt, í ábyrgð (samkvæmt heimasíðu framleiðanda).