Síða 1 af 1

Hugmyndir af skítsæmó turn í eldri leiki

Sent: Þri 12. Feb 2019 15:36
af ZonnicSo
Daginn!

nú eru góð ráð dýr, hef ekki sett mig inn í tölvumál sl. 5 ár og langar til þess að skella mér á einhvern miðlungs tölvuturn sem ræður við 2-3 ára tölvuleiki í ágætum gæðum. Vandinn er að ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að snúa mér í þessu og hef ekkert fylgst með því sem er að gerast í örgjörva heiminum síðustu ár.

Hvað þarf maður til þessað geta spilað hobby spilað t.d. Witcher 3, LoL og SWTOR í þokkalegum gæðum og varpað myndum í sjónvarp? Einhver sem er til í að henda í mig nokkrum pointers og/eða hugmyndum um góða lendingu sem kosta svona um 100kall. Þar sem ég er aðalega í hobbý spilun og eldri leikjum þarf þetta líkast til ekki að vera neitt skrímsli en ég verð svosem jafn gráhærður og næsti maður þegar ég lendi í hökti og frame dropi.

Allar ábendingar vel þegnar!

Re: Hugmyndir af skítsæmó turn í eldri leiki

Sent: Lau 16. Mar 2019 10:37
af Dropi
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=78816 þessi er á 90k og myndi fara leikandi með þetta allt saman

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=78735 þessi er 70k og með töluvert betri örgjörva en slakara skjákorti, myndi samt spila Witcher 3 í 1080p mjög vel

Ideal spekkar fyrir mig í því sem þig vantar er 1060/1070/RX580 skjákort, 1600X örgjörvi með stock kælingu, B350/B450 móðurborð og 2x8GB RAM uþb 3000MHz.

Báðar tölvurnar sem ég linkaði eru bara 8GB ram, myndi stækka það. Einnig eru kassarnir ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þó mæli ég frekar með þessari með 1070 kortinu.

Edit: Vá, gamall þráður. Afsakið mig.