Síða 1 af 1
Sjónvarp/Plex tölva
Sent: Mið 23. Jan 2019 00:58
af Geir26
Sælir vaktarar.
Nú er komið komið að því að fjárfesta í tölvu sem verður tengd við sjónvarpið sem er í stofunni. Að auki verður tölvan notuð til að hosta Plex server fyrir 1 direct play og max 2 utanaðkomandi.
Ég lagði hausinn í bleyti þar sem ég hef ekki sett saman tölvu seinastliðin 10 ár. En tölvan þarf að vera stílhrein og hljóðlát.
Móðurborð : ASRock H310M-ITX/ac mini-ITX LGA1151 móðurborð Kísildalur : 14.500 kr.
Örgjörvi : Intel Core I5-8500 Hexa Core örgjörvi Gen8, Retail (Coffee Lake) . Ódýrið : 28.900 kr.
LC-Power LC-CC-65 örgjörvakæling. Kísildalur : 2500 kr.
Vinnsluminni : DDR4 Crucial 16GB 2400MHz . Computer.is : 18.392 kr.
Aflgjafi : BeQuiet System Power 9 600W Bulk. Kísildalur : 11.500
SSD : 120GB Apacer AS2280P2 M.2 Ultra SSD. Kísildalur : 7.500 kr.
SATA : Seagate IronWolf 4TB diskur. ATT.is : 20.750
Tölvukassi : Xigmatek Nebula mini-ITX turnkassi. Kísildalur : 16.500 kr.
Heildarverð : 120.542 kr.
Ég er mjög þakklátur fyrir þá sem skoða þráðinn og gefa mér ráð varðandi uppfærsluna
Re: Sjónvarp/Plex tölva
Sent: Mið 23. Jan 2019 10:39
af Klemmi
Þetta lítur mjög vel út hjá þér
Miðað við kröfurnar hjá þér, þá er ekki must að breyta neinu, en ég myndi skoða eftirfarandi hluti:
-
i3-8100 í stað i5-8500 - Þar sem þú ert ekki að fara í neina þunga vinnslu og leggur upp með að hafa tölvuna hljóðláta, þá er i3-8100 mikið meira en nóg, um 10þús kalli ódýrari og hitnar minna. Ódýrari og hljóðlátari, en ættir ekki að finna fyrir neinum mun á afköstum í svona vél.
https://tolvutaekni.is/products/intel-c ... -6mb-cache
- Treysti betur Crucial heldur en Apacer þegar kemur að SSD diskum. Tek áreiðanleika framyfir leshraða, hann er aðeins dýrari en rúmlega tvöfalt stærri:
https://www.computer.is/is/product/ssd- ... cial-mx500
- Það er lítil viftan á þessari LC kælingu, en litlar viftur mynda almennt meiri og leiðinlegri hávaða, myndi skoða þessar í staðin ef þær passa í kassann:
http://kisildalur.is/?p=2&id=2667
https://www.computer.is/is/product/vift ... 1-low-prof
- Besta nýtnin er í aflgjöfum á um 50% álagi. Þar sem þú ert með mjög basic vél sem dregur í loadi kannski ~100-200W, þá er algjör óþarfi að fara í 600W aflgjafa og það gæti jafn vel heyrst aðeins meira í honum heldur en sambærilegum 350W. Myndi því ráðfæra mig við Kísildalsmenn um hvort 350W útgáfan af þessum BeQuiet aflgjafa sé jafn vönduð og hljóðlát og stærri týpan:
http://kisildalur.is/?p=2&id=3778
Eins og ég segi, þetta eru bara uppástungur og engin þörf á að breyta, en held að þessar breytingar myndu þó almennt bæta vélina fyrir þá notkun sem þú ert að hugsa þetta í
Bætt við:
Svo ef þú ert að hugsa um þetta on a budget, þá er 8GB af vinnsluminni líka yfirdrifið nóg, en auðvitað ekkert verra að hafa 16GB
Re: Sjónvarp/Plex tölva
Sent: Mið 23. Jan 2019 10:57
af ZiRiuS
Þarf maður svona "monster" fyrir Plex server? (Alls ekkert diss, bara forvitinn þar sem ég þekki þetta ekki)
Re: Sjónvarp/Plex tölva
Sent: Mið 23. Jan 2019 11:03
af Cascade
Ef notendur á plex server ráða við "direct play" á efninu sem þú hefur, þá getur plex serverinn verið léleg 10 ára gömul tölva.
Þegar þú þarft hinsvegar að transkóða þá tekur það mikið CPU
Ástæður fyrir transkóðun
Afspilunartæki skilur ekki codec sem mynd er í og þá þarf serverinn að transkóða
Sparar líka bandvídd. Ef þú ert með mynd sem er 10-20mbit/s þá ráða ekki allar tengingar við það og þá transkóðar serverinn og straumurinn verður minni
Þumalputta regla er að 1080p transcode þarfnist 2000 stig í passmark.
8100 örgjörfinn er með 8000 í passmark og gæti þá höndlað 4 samtímis 1080p transkóðanir (kannski tæpt)
Svo ef viðkomandi vill 4+ 1080p transkóðanir þá er 8100 örrinne kki nóg. Ef hann vill 1-2 samtíma transkóðanir þá er það nóg.
Svo er hægt að fá nvidia quadro p2000 skjákort, en það styður nánast ótakmarkaðan fjölda transkóðana, en það kostar um $400 í USA
(geforce kortin hafa software limit á 2 samtímis)
Re: Sjónvarp/Plex tölva
Sent: Mið 23. Jan 2019 11:22
af hagur
Spurning, þarftu endilega heila tölvu í þetta? Ef þetta er bara fyrir mediaplayback og Plex server? Ég var einu sinni með svona "HTPC" tölvu en ég henti henni að lokum og keypti mér Nvidia Shield TV. Það er frábært fyrir media-playback og það getur keyrt Plex server. Hægt að tengja external disk við það fyrir storage.
Food for thought ....
Re: Sjónvarp/Plex tölva
Sent: Mið 23. Jan 2019 13:54
af Geir26
Sælir. Takk kærlega fyrir allar ábendingarnar , það er einmitt spurning um að færa sig yfir í i3 og 8 gb minni og jafnvel fá sér stærri hd.
Málið er þannig með vexti að gamla borðtölvan mín er líklega síðan 2012 , svo þetta er einnig hugsað sem mögulegt leiktæki ef maður myndi grípa aftur í músina gömlu
Re: Sjónvarp/Plex tölva
Sent: Mið 23. Jan 2019 20:55
af Oak
hagur skrifaði:Spurning, þarftu endilega heila tölvu í þetta? Ef þetta er bara fyrir mediaplayback og Plex server? Ég var einu sinni með svona "HTPC" tölvu en ég henti henni að lokum og keypti mér Nvidia Shield TV. Það er frábært fyrir media-playback og það getur keyrt Plex server. Hægt að tengja external disk við það fyrir storage.
Food for thought ....
Enn geturðu verið með utanaðkomandi notendur á þannig plex server?
Re: Sjónvarp/Plex tölva
Sent: Mið 23. Jan 2019 21:33
af hagur
Oak skrifaði:hagur skrifaði:Spurning, þarftu endilega heila tölvu í þetta? Ef þetta er bara fyrir mediaplayback og Plex server? Ég var einu sinni með svona "HTPC" tölvu en ég henti henni að lokum og keypti mér Nvidia Shield TV. Það er frábært fyrir media-playback og það getur keyrt Plex server. Hægt að tengja external disk við það fyrir storage.
Food for thought ....
Enn geturðu verið með utanaðkomandi notendur á þannig plex server?
Já, sé ekki afhverju það ætti ekki að vera hægt. Þetta keyrir fully-fledged plex server eftir því sem ég best veit.
Re: Sjónvarp/Plex tölva
Sent: Lau 26. Jan 2019 23:43
af Oak
hagur skrifaði:Oak skrifaði:hagur skrifaði:Spurning, þarftu endilega heila tölvu í þetta? Ef þetta er bara fyrir mediaplayback og Plex server? Ég var einu sinni með svona "HTPC" tölvu en ég henti henni að lokum og keypti mér Nvidia Shield TV. Það er frábært fyrir media-playback og það getur keyrt Plex server. Hægt að tengja external disk við það fyrir storage.
Food for thought ....
Enn geturðu verið með utanaðkomandi notendur á þannig plex server?
Já, sé ekki afhverju það ætti ekki að vera hægt. Þetta keyrir fully-fledged plex server eftir því sem ég best veit.
Transcode og allan pakkann?
Re: Sjónvarp/Plex tölva
Sent: Mið 11. Des 2019 04:31
af Gassi