Síða 1 af 1

Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Lau 12. Jan 2019 17:29
af DoofuZ
Ég á gamlan síma, Samsung Galaxy S III, þar sem tengið fyrir hleðsusnúruna er eitthvað búið að skekkjast og því hætt að virka og ég vildi bara komast aðeins inná símann til að ná myndum og þess háttar af honum svo ég gúglaði hvernig ég gæti hlaðið batterýið utan símans og fann þessar frábæru leiðbeiningar og þetta virkar, en ég hef samt ekki komist hærra en uppí 11% í hleðslu þrátt fyrir að reyna þetta í marga klukkutíma :-k

Hér er mynd af þessu há mér:
20190112_144216.jpg
20190112_144216.jpg (55.93 KiB) Skoðað 1971 sinnum
Einhver hér sem hefur prófað þetta? Er eitthvað sem ég get gert til að ná meiri hleðslu? Allar ábendingar um aðrar hleðsluaðferðir vel þegnar svo lengi sem það felur ekki í sér að kaupa eitthvað eða lóða eitthvað 8-[

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Lau 12. Jan 2019 19:18
af kubbur
ég sé ekki hvað stendur á batteríinu, geturðu sent inn betri mynd af samsung batteríinu

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Lau 12. Jan 2019 19:31
af Sporður
Passar þessi rafhlaða í annan síma? Hlaða það þar kannski ?

Ef þú kemst yfir hleðslubanka sem er orðinn lúinn þá geturðu kannski rifið hann í sundur og notað stýringuna úr honum til að hlaða rafhlöðuna. Frekar einfalt, ættir að sleppa með að vefja vírunum en gætir þurft að lóða en það er MJÖG létt lóðun ... eða bara teipað eins og mér sýnist þú hafa gert á myndinni.

Held að stýringin sé að gefa frá sér 4.2 volt. Ég veit ekki betur en að rafhlöður/geymar séu yfirleitt hlaðnir á hærri spennu en uppgefinni.

Vandamálið við þessi 1.5 volta rafhlöður er að þú byrjar í 1.5 voltum og svo fellur spennan. Þannig að þegar að þú fellur niður fyrir 3.7 þá grunar mig að straumurinn fari að leita í hina áttina. Gætir reynt að nota 4 hleðslurafhlöður, þá ertu reyndar kominn í 4.8 volt. Veit ekki hvað það gerir fyrir rafhlöðuna en hleðslurafhlöður eiga að halda spennunni betur en óhlaðanlegar.

Ég er ekki rafmenntaður þannig að taktu þessu með þeim fyrirvara :)

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Lau 12. Jan 2019 20:25
af DoofuZ
kubbur skrifaði:ég sé ekki hvað stendur á batteríinu, geturðu sent inn betri mynd af samsung batteríinu
Já, hér er betri mynd af því:
20190112_144216 battery.jpg
20190112_144216 battery.jpg (61.03 KiB) Skoðað 1904 sinnum
Sporður skrifaði:Passar þessi rafhlaða í annan síma? Hlaða það þar kannski ?
Hún passar kannski í einhverja aðra síma en ekki neinn sem ég á, annars hefði ég farið þá leið.
Sporður skrifaði:Ef þú kemst yfir hleðslubanka sem er orðinn lúinn þá geturðu kannski rifið hann í sundur og notað stýringuna úr honum til að hlaða rafhlöðuna. Frekar einfalt, ættir að sleppa með að vefja vírunum en gætir þurft að lóða en það er MJÖG létt lóðun ... eða bara teipað eins og mér sýnist þú hafa gert á myndinni.

Held að stýringin sé að gefa frá sér 4.2 volt. Ég veit ekki betur en að rafhlöður/geymar séu yfirleitt hlaðnir á hærri spennu en uppgefinni.
Ég á hleðslubanka, en hann er ekki orðinn lúinn, hef að vísu lítið sem ekkert notað hann svo ég gæti alveg prófað að gera þetta en bara ef ég finn enga betri lausn. Samt ólíklegt að ég gangi svo langt bara til að hlaða þetta batterí. Fyrir utan það þá á ég ekki lóðbolta 8-[
Sporður skrifaði:Vandamálið við þessi 1.5 volta rafhlöður er að þú byrjar í 1.5 voltum og svo fellur spennan. Þannig að þegar að þú fellur niður fyrir 3.7 þá grunar mig að straumurinn fari að leita í hina áttina. Gætir reynt að nota 4 hleðslurafhlöður, þá ertu reyndar kominn í 4.8 volt. Veit ekki hvað það gerir fyrir rafhlöðuna en hleðslurafhlöður eiga að halda spennunni betur en óhlaðanlegar.

Ég er ekki rafmenntaður þannig að taktu þessu með þeim fyrirvara :)
Þessar rafhlöður sem ég er að nota eru 1.5 volta keyptar í IKEA og samkvæmt wikiHow síðunni sem ég fór eftir þá ættu 3 stykki að vera nóg þar sem 1.5 x 3 = 4.5 volt og símabatteríið er 3.8 volt, væru 4 batterí, 6 volt, þá ekki of mikið?

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Lau 12. Jan 2019 22:24
af Sporður
Það er eitt sem mér datt skyndilega í hug. Ef rafhlaðan er búin að sitja lengi uppi í hillu þá er mögulegt að það hafi hreinlega bara verið dautt. Þ.e. spennan á því var ekki 3.8 volt (sem er væntanlega 0 punktur) heldur 0 Volt (eða eitthvað nálægt því). Þannig að orkan frá rafhlöðunum þurfti fyrst að hlaða rafhlöðuna frá 0 V (eða hvað sem spennan var) upp í 3.8 volt, áður en það getur farið að hlaða rafhlöðuna úr 0% upp í 100%.

Þannig að þú ættir kannski að skipta um rafhlöður og sjá hvort talan hækkar ekki yfir nótt (eða þangað til þú ferð að sofa og halda svo áfram í fyrramálið, svo símarafhlaðan endi ekki á því að byrja að hlaða AA rafhlöðurnar.)

4 rafhlöður sem eru 1.5 volt eru líklegast of mikið, þar sem 6 volt gætu mögulega valdið skemmdum. Hinsvegar eru þessar Alkaline 1.5 rafhlöður þannig að þær missa spennu yfir notkunartímann og þegar spennan er komin í 1.2-1.3 volt er samanlögð spenna 3.6-3.9 volt og á þeirri spennu nærðu líklegast ekki að hlaða svona lithium rafhlöðu.

Hinsvegar ef þú ert með NiMh AA rafhlöður (hleðslu) þá er spennan á þeim 1.2 volt. 3 rafhlöður væru og lítið en 4 væru 4.8 volt sem gæti mögulega verið OF mikið eða mögulega verið í lagi. En kosturinn við NiMh rafhlöðurnar er sá að þær missa ekki spennu eins og alkaline rafhlöður.

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Sun 13. Jan 2019 18:58
af playman
Þegar að þú hleður rafhlöðu með rafhlöðu þá hættir hleðslan þegar að spennan verður jafn há á rafhlöðunni sem að þú ert að hlaða up, eina leiðin til þess
að halda áfram að hlaða símann þinn er að endurtaka leikin með nýum rafhlöðum, og endur taka leikinn þangað til að þú hefur ná ásættanlegri hleðslu.

Vona að þessi mynd útskíri þetta betur
Hledsla.jpg
Hledsla.jpg (52.82 KiB) Skoðað 1757 sinnum

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Sun 13. Jan 2019 21:07
af raggos
ég á til hleðslutæki sem getur hlaðið svona rafhlöður. Keypti á ebay á e-ð klink á sínum tíma.
Svipað og þetta https://www.ebay.com/itm/Mobile-Univers ... :rk:7:pf:0

Þú gætir komist í það ef þú hefur áhuga

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Mán 14. Jan 2019 15:28
af Snorrmund
Þarftu ekki bara að hliðtengja fleiri batteríi við ? Gera þrjár svona seriur eins og þú ert með, og hliðtengja þær saman ?

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Þri 15. Jan 2019 15:32
af DoofuZ
playman skrifaði:Þegar að þú hleður rafhlöðu með rafhlöðu þá hættir hleðslan þegar að spennan verður jafn há á rafhlöðunni sem að þú ert að hlaða up, eina leiðin til þess
að halda áfram að hlaða símann þinn er að endurtaka leikin með nýum rafhlöðum, og endur taka leikinn þangað til að þú hefur ná ásættanlegri hleðslu.
Mig grunaði þetta einmitt, að hleðslan væri að fara svoldið í hringi. Nenni ekki að standa í því að skipta um rafhlöður, það tæki svo langan tíma að finna út réttan tíma fyrir hverja hleðslu.
raggos skrifaði:ég á til hleðslutæki sem getur hlaðið svona rafhlöður. Keypti á ebay á e-ð klink á sínum tíma.
Svipað og þetta https://www.ebay.com/itm/Mobile-Univers ... :rk:7:pf:0

Þú gætir komist í það ef þú hefur áhuga
Þakka gott boð, skoða það ef ekkert annað gengur, vil helst reyna að finna útúr þessu sjálfur með því sem ég á til heima. Þetta er svona smá DIY verkefni :)
Snorrmund skrifaði:Þarftu ekki bara að hliðtengja fleiri batteríi við ? Gera þrjár svona seriur eins og þú ert með, og hliðtengja þær saman ?
Myndi það virka eitthvað betur? :-k

Svo var ég að spá í einu, gæti ég notað eitthvað annað en batterí til að hlaða? Gæti ég t.d. tengt víra inní 5 volta molex tengi úr aflgjafa og látið þá snerta plús og mínus pólana á lithium batteríinu?

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Þri 15. Jan 2019 16:55
af Squinchy
Getur tekið 5V spennir, tengt við hann stilliviðnám sem þú notar til að dempa voltin niður í 3.8V og tengir beint við símann, sleppir rafhlöðunni

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Þri 15. Jan 2019 19:26
af Snorrmund
DoofuZ skrifaði:
Snorrmund skrifaði:Þarftu ekki bara að hliðtengja fleiri batteríi við ? Gera þrjár svona seriur eins og þú ert með, og hliðtengja þær saman ?
Myndi það virka eitthvað betur? :-k


Já þá ættir þú að ná meiri hleðslu inn á hitt batteriið áður en spennan fellur of langt niður. Ef þú raðtengir þá hækkar þú spennuna eins og þú gerðir með þessi þrjú, ef þú hliðtengir þá eykur þú rýmdina(amperstundir, Ah oft milliamper stundir á minni rafhlöðum mAh)
En best i svona að nota bara spennugjafa samt myndi ég halda.

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Þri 15. Jan 2019 20:07
af kubbur
Gætir líka notað 18650 batterí til að keyra símann

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Þri 15. Jan 2019 22:16
af jonsig
það munar bara hálfu volti á 20% hlöðnu li-on og full hlöðnu, Einnig fellur spennan á alkaline batteríunum línulega frá 1.5v niður í 1.1v þegar þau eru tóm. 4.8V frá STRAUMSTÝRÐUM (innstilltur straumur) spennugjafa er æskilegast, ef þú vilt ekki sprengja eitthvað.

200mA æskilegt,

það er engin straumstilling á AA alkaline rafhlöðum sem líklega hitna hratt við að hlaða þetta batterí og spennan á þeim fellur fljótt.

Ath , spenna lækkar á rafhlöðunum við Álag!

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Þri 15. Jan 2019 22:30
af russi
DoofuZ skrifaði: Ég á hleðslubanka, en hann er ekki orðinn lúinn, hef að vísu lítið sem ekkert notað hann svo ég gæti alveg prófað að gera þetta en bara ef ég finn enga betri lausn. Samt ólíklegt að ég gangi svo langt bara til að hlaða þetta batterí. Fyrir utan það þá á ég ekki lóðbolta 8-[
Ef þú átt USB snúru sem má skemma og 5V hleðslutæki eða hleðslubanka þá geturu gert þetta.

Klippir af endan af snúrunni, finnur út plús og mínus á þeim vírum sem standa út, yfirleit eru þeir litakóðaðir, google hjálpar þar, Myndi samt mæla þá.
Kemur plús vírnum á rétt skaut á rafhlöðu og sama með mínus vír

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Mið 16. Jan 2019 14:42
af geiri42
Spurning hvort það væri ekki einfaldast að útvega bara annan eins síma og nota hann til að hlaða þína rafhlöðu... :-k

Svona Samsung Galaxy S III (S3) símar hljóta að leynast í mörgum skúffum á landinu og ekki ólíklegt að einhver þeirra séu falur fyrir rétt (lágt) verð.

Líklega væri best að komast yfir síma með rafhlöðu sem vitað er að sé í lagi - svona ef að ske kynni að rafhlaðan í þínum sé hreinlega kapútt... 8-[

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Mið 16. Jan 2019 22:43
af jonsig
Amk að hlaða svona rafhlöðu án straum takmörkunnar endar bara með reyk í andlitið.

Re: Hlaða símabatterý með AA/AAA batterýum virkar ekki nógu vel

Sent: Mán 18. Feb 2019 16:14
af DoofuZ
Jæja, mér tókst loksins að hlaða batteríið uppí 100% núna um daginn og ég gerði það ekki með neinu svona DIY hakki, ég prófaði að tengja símann með annari usb snúru við tölvu og þá virkaði að hlaða batteríið :) Vandamálið lá greinilega bara í hleðslusnúrunni sem ég var upphaflega að reyna að nota, en það skrítna við hana er að hún virkar með öðrum símum og þess vegna var ég ekki búinn að fatta það :shock:

Allavega þá er ég búinn að leysa þetta vandamál og vil bara nota tækifærið og þakka öllum hérna sem komu með góð ráð, ábendingar og fróðleik :happy