Síða 1 af 1
Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Sun 23. Des 2018 16:56
af GuðjónR
Ef maður er með PS4 og ætlar að skrá sig á playstation store, hvort er betra að nota US eða UK slóðina?
https://store.playstation.com/en-us/home/games
vs
https://store.playstation.com/en-uk/home/games
Re: Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Sun 23. Des 2018 17:15
af svensven
Ég nota UK með minni og aldrei lent í veseni.
Re: Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Sun 23. Des 2018 17:26
af Hjaltiatla
Hérna er gamall þráður sem er verið að ræða þetta
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=71282
Re: Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Sun 23. Des 2018 17:42
af GuðjónR
Takk, flestir segja UK, það sé öruggara upp á DLC eða in-game purchase en US er almennt með ódýari leiki.
Þá er kannski málið að vera með accounts á báðum stöðum eins og sumir gera.
Re: Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Sun 23. Des 2018 17:44
af Danni V8
Ég endaði á að skrá sem UK account og það var bara mjög fínt. Fékk samt cc-ið mitt aldrei til að virka þannig ég kaupi bara 50 punda inneign á G2A.com og nota hana til að kaupa leiki og annað.
Re: Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Sun 23. Des 2018 19:03
af chaplin
Ég var að standa í þessu - mæli með að stofna íslenskan aðgang. Ekkert vesen með kredit kort, þarf ekki að kaupa inneign í gegnum þriðja aðila og þú getur keypt leiki á mjög góðum útsölu eins og á öðrum verslunum.
Leikirnir eru víst pínu lítið dýrari en mér finnst það alveg þess virði til að losna við allt vesen.
Re: Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Sun 23. Des 2018 19:42
af GuðjónR
chaplin skrifaði:Ég var að standa í þessu - mæli með að stofna íslenskan aðgang. Ekkert vesen með kredit kort, þarf ekki að kaupa inneign í gegnum þriðja aðila og þú getur keypt leiki á mjög góðum útsölu eins og á öðrum verslunum.
Leikirnir eru víst pínu lítið dýrari en mér finnst það alveg þess virði til að losna við allt vesen.
Og virkar alveg að vera með íslenskan aðgang ef þú vilt kaupa plús áskrift?
Re: Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Sun 23. Des 2018 20:19
af ChopTheDoggie
Ég er skráður með UK áður en það var hægt að borga með isl korti á PSN Store (Var alltaf að kaupa inneign frá Elko)
Debit kortið mitt virkar með engu vesen og næ alltaf að borga með því
Re: Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Sun 23. Des 2018 20:22
af worghal
chaplin skrifaði:Ég var að standa í þessu - mæli með að stofna íslenskan aðgang. Ekkert vesen með kredit kort, þarf ekki að kaupa inneign í gegnum þriðja aðila og þú getur keypt leiki á mjög góðum útsölu eins og á öðrum verslunum.
Leikirnir eru víst pínu lítið dýrari en mér finnst það alveg þess virði til að losna við allt vesen.
líka gott að nefna að íslenskir aðgangar borga í evrum og að ps4 búðin er oftast með 1:1 conversion á evrum vs pund og því ódýrara að vera í evrum
Re: Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Sun 23. Des 2018 21:31
af chaplin
GuðjónR skrifaði:chaplin skrifaði:Ég var að standa í þessu - mæli með að stofna íslenskan aðgang. Ekkert vesen með kredit kort, þarf ekki að kaupa inneign í gegnum þriðja aðila og þú getur keypt leiki á mjög góðum útsölu eins og á öðrum verslunum.
Leikirnir eru víst pínu lítið dýrari en mér finnst það alveg þess virði til að losna við allt vesen.
Og virkar alveg að vera með íslenskan aðgang ef þú vilt kaupa plús áskrift?
Já ég keypti á Black Friday plus áskrift, no problem.
Re: Hvort er betra að skrá PS4 í UK eða US?
Sent: Mán 24. Des 2018 09:05
af blitz
Ég er með 2 aðganga. Einn IS/EU og svo annan US. US er stilltur sem primary og ég versla alla leiki í gegnum hann (US PSN / Amazon) og spila þá svo á IS/EU aðgang.
Hef ekki lent í neinu veseni með þetta setup.