Síða 1 af 1
Sonos og Rúv appið (sarpurinn)
Sent: Fim 20. Des 2018 21:03
af Rjupan
Hæ
Fékk mér nýlega Sonos Play 3 og bið ekki um neitt annað en fleiri Sonosa í jólagjöf á heimilið. Einn galli er samt að ég virðist ekki geta spilað gamla þætti í rúv appinu. Mér hlýtur að vera yfirsjást eitthvað eða er þetta raunverulega bara svona?
Re: Sonos og Rúv appið (sarpurinn)
Sent: Fim 20. Des 2018 23:36
af russi
Hvernig ertu að reyna að spila þetta?
Allt sem þú spilar í Sonos fer í gegnum Sonos appið, stöku öpp hafa möguleika á að tengjast því eins og Spotify Connect. Annars eru til leiðir til að redda sér í einhverjum tilfellum.
Ef þú ert að reyna senda hljóð úr öðrum öppum í Sonos, líkt og gert er með Bluetooth eða Airplay þá er það ekki að fara ganga, nema þá með einhverjum reddingum
Re: Sonos og Rúv appið (sarpurinn)
Sent: Fim 20. Des 2018 23:48
af Rjupan
Einmitt. Geri mér grein fyrir þessu. Var að vona að mér væri að yfirsjást eitthvað í Sonos appinu. Hvimleitt að geta ekki hlustað á “Í ljósi sögunnar” á kvöldin í góðu tómi.
Re: Sonos og Rúv appið (sarpurinn)
Sent: Fös 21. Des 2018 00:22
af russi
True, það er til sideloop á þessu ef þú ert að spá í Podcast. Ef þú ert með iOS þá geturu notað Apple Podcast appið í þetta. Örugglega svipað með Android og native podcast appið þar
Ég er nota reyndar Overcast fyrir Podcast og ég kem því yfir á Sonos með smá trikki sem má sjá hér ->
https://github.com/josh/overcast-sonos
Virðist flókið en er einfalt og þarf bara að gera þetta einu sinni, þarft að hafa overcast aðgang sem er frír.
Ef þú ert með Plex þá geturu virkjað það fyrir Sonos og spilað Podcöst þaðan.
Flestir þættir á RÚV enda sem Podcöst(Hlaðvarp), hlusta oft á í Ljósi Sögurnar þannig.
Auðvitað mesti gallinn á Sonos er að hafa ekki Podcast option
Re: Sonos og Rúv appið (sarpurinn)
Sent: Fös 21. Des 2018 09:01
af Vaski
Getur t.d. notað Pocket Casts beint á Sonos (
https://www.pocketcasts.com/ ). Ég notast við það t.d. til að hlusta á Í ljósi Sögunar.
Re: Sonos og Rúv appið (sarpurinn)
Sent: Fös 21. Des 2018 09:31
af russi
Vaski skrifaði:Getur t.d. notað Pocket Casts beint á Sonos (
https://www.pocketcasts.com/ ). Ég notast við það t.d. til að hlusta á Í ljósi Sögunar.
Virðist meira að segja vera frekar smooth og einfalt í setup
Re: Sonos og Rúv appið (sarpurinn)
Sent: Fös 21. Des 2018 10:14
af pegasus
russi skrifaði:Ef þú ert að reyna senda hljóð úr öðrum öppum í Sonos, líkt og gert er með Bluetooth eða Airplay þá er það ekki að fara ganga, nema þá með einhverjum reddingum
Nú er ég sjálfur í Sonos hugleiðingum. Ertu að segja að það gangi ekki að spila t.d. úr Apple Podcast appinu á símanum í Sonos græjunum yfir AirPlay eða Bluetooth? Er ég að misskilja eitthvað? Þá er ég ekki að hugsa um eitthvað eins og að kveikja á hlaðvarpi með raddstýringu heldur einfaldlega að setja það af stað í símanum og "henda" yfir á Sonos.
Re: Sonos og Rúv appið (sarpurinn)
Sent: Fös 21. Des 2018 11:46
af russi
Apple Podcast forritið sem er native á símanum virkar beint.
Ef þú ert með nýrri týpur af Sonos-búnaði (Sonos One, Sonos Beam, Sonos Playbar, Sonos Play:5 Sec Generation) þá geturu notað AirPlay 2.
Sonos nýtir ekki Bluetooth, hefur þó möguleika að koma því að með Bluetooth reciver ef þú ert með Play:5 því það er input á þeirri einingu og líka á Connect og Connect:Amp
Re: Sonos og Rúv appið (sarpurinn)
Sent: Fös 21. Des 2018 17:47
af pegasus
Ahh, svo þið voruð að tala um að láta Sonos hátalarann sjálfan sækja strauminn beint út á netið? Þ.e.a.s. spila RÚV/hlaðvörp án þess að þurfa að vera með síma sem "heila" og streyma af símanum yfir á hátalarann?
Ég fékk smá skelk því það er einmitt aðallega þannig sem ég ætlaði mér að nota Sonos hátalarann (plús Spotify Connect)
Gott að vita að það virki vel!