Síða 1 af 2

Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Lau 15. Des 2018 16:54
af Alfur
Sælir.

Rakst á þetta núna rétt áðan. Er þetta ekki besta tilboð sem hefur komið so far á Fallout 76? :-k :-k :-k :-k
Hendið á mig skilaboð ef ykkur vantar spilafélaga.
https://www.g2a.com/r/fallout76-europe-sale

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Lau 15. Des 2018 22:40
af ChopTheDoggie
Still not getting it, at least you tried Bethesda..

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Sun 16. Des 2018 20:54
af jonsig
Er hann jafn hörmulegur og maður les?

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Sun 16. Des 2018 22:43
af FuriousJoe
Fékk amk titilinn versti leikur ársins 2018 hjá IGN :O

En það er bara flott, ömurlegt að sjá þessa stóru leikjaframleiðendur gefa út svona sora og endurvinna alla leiki 10 sinnum.
Maður er að sjá það sama hjá Ubisoft samt, t.d Farcry 4 og Farcry Primal, sama mapp reskinned og lítil vinna á bakvið Primal, en samt alveg skemmtilegur leikur. Svo FarCry 5 og FarCry New Dawn, sama mapp reskinned. The Division 1 - The Division 2, spurning hvort það séi verið að pulla Destiny 2 á þetta.

Í gamladaga þá var maður að fá einn risatitil frá fyrirtæki á ca 5-7 ára fresti og spilaði hann sirka 5 sinnum ef hann var góður, núna er maður að kaupa sama ruslið á hverju ári.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Mán 17. Des 2018 04:21
af Manager1
Eg spilaði ca. 100klst af Fallout76 og fannst hann mjög skemmtilegur.
Ég held að hluti af gagnrýninni sé hjarðhegðun internetsins að kenna. Það var/er í tísku að mislíka leikinn og Bethesda þannig að auðvitað taka allir þátt í því.

Mér fannst mjög auðvelt að leiða hjá mér gallana í leiknum, ég lenti alveg í því að vera fastur í Power armor, þurfa að restarta leiknum því ég var fastur á loading screen ofl. sem svo margir kvörtuðu yfir en ég lét þetta ekki fara í taugarnar á mér og hélt áfram að hafa gaman að leiknum.

Helsta umkvörtunarefnið mitt varðandi leikinn er að PVP í leiknum er djók og það vantar meira til að gera, um leið og karakterinn minn var orðinn eins og ég vildi hafa hann, ég var með þau vopn sem ég vildi og ég var búinn að gera allt sem hægt var í leiknum þá hætti ég. Það var ekki gaman til lengdar að varpa kjarnorkusprengju aftur og aftur á sama staðinn.

Ég kem klárlega til með að spila aftur þegar nýju efni verður bætt við.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Mán 17. Des 2018 10:56
af ZiRiuS
Manager1 skrifaði:Eg spilaði ca. 100klst af Fallout76 og fannst hann mjög skemmtilegur.
Ég held að hluti af gagnrýninni sé hjarðhegðun internetsins að kenna. Það var/er í tísku að mislíka leikinn og Bethesda þannig að auðvitað taka allir þátt í því.

Mér fannst mjög auðvelt að leiða hjá mér gallana í leiknum, ég lenti alveg í því að vera fastur í Power armor, þurfa að restarta leiknum því ég var fastur á loading screen ofl. sem svo margir kvörtuðu yfir en ég lét þetta ekki fara í taugarnar á mér og hélt áfram að hafa gaman að leiknum.

Helsta umkvörtunarefnið mitt varðandi leikinn er að PVP í leiknum er djók og það vantar meira til að gera, um leið og karakterinn minn var orðinn eins og ég vildi hafa hann, ég var með þau vopn sem ég vildi og ég var búinn að gera allt sem hægt var í leiknum þá hætti ég. Það var ekki gaman til lengdar að varpa kjarnorkusprengju aftur og aftur á sama staðinn.

Ég kem klárlega til með að spila aftur þegar nýju efni verður bætt við.
Ég hef kannski ekki alveg spilað hann í 100 tíma en er búinn að spila hann alveg slatta. Alveg sammála að leikurinn sé mjög skemmtilegur, sérstaklega með liði. En leikurinn er langt frá því að vera tilbúinn og mér finnst algjör ósvífni að rukka mann fullt verð (ekki eins og leikurinn sé eitthvað ódýr) fyrir hann. Ég allavega mun aldrei kaupa leik frá Bethesda svona snemma aftur...

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Þri 18. Des 2018 04:33
af Manager1
ZiRiuS skrifaði:Ég hef kannski ekki alveg spilað hann í 100 tíma en er búinn að spila hann alveg slatta. Alveg sammála að leikurinn sé mjög skemmtilegur, sérstaklega með liði. En leikurinn er langt frá því að vera tilbúinn og mér finnst algjör ósvífni að rukka mann fullt verð (ekki eins og leikurinn sé eitthvað ódýr) fyrir hann. Ég allavega mun aldrei kaupa leik frá Bethesda svona snemma aftur...
Ég er sáttur ef ég fæ a.m.k. 1klst per 1$ í leikjum sem ég kaupi. Ég er kominn yfir 100klst í Fallout76 og borgaði 60$ þannig að ég kvarta ekki.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Þri 18. Des 2018 12:08
af ZiRiuS
Manager1 skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Ég hef kannski ekki alveg spilað hann í 100 tíma en er búinn að spila hann alveg slatta. Alveg sammála að leikurinn sé mjög skemmtilegur, sérstaklega með liði. En leikurinn er langt frá því að vera tilbúinn og mér finnst algjör ósvífni að rukka mann fullt verð (ekki eins og leikurinn sé eitthvað ódýr) fyrir hann. Ég allavega mun aldrei kaupa leik frá Bethesda svona snemma aftur...
Ég er sáttur ef ég fæ a.m.k. 1klst per 1$ í leikjum sem ég kaupi. Ég er kominn yfir 100klst í Fallout76 og borgaði 60$ þannig að ég kvarta ekki.
Mér finnst þetta vera svona eins og að kaupa íbúð sem á að vera tilbúin en svo á eftir að mála og parketið ónýtt.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Mið 26. Des 2018 04:57
af Alfur

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Mið 26. Des 2018 16:34
af jonsig
Það er ljótt hvað þeir hafa refsað okkur pre-order aðdáendunum, held ég hafi keypt hann á uþb 70-80 euro í forsölu.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 09:07
af worghal
jonsig skrifaði:...okkur pre-order aðdáendunum...
Þú!
Þú ert partur af vandamálinu!

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 09:50
af ZiRiuS
worghal skrifaði:
jonsig skrifaði:...okkur pre-order aðdáendunum...
Þú!
Þú ert partur af vandamálinu!
Að kalla kúnna hluta af vandamáli vöru er það alvitlausasta sem ég hef heyrt. Meðvirknin alveg að drepa fólk...

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 10:05
af worghal
ZiRiuS skrifaði:
worghal skrifaði:
jonsig skrifaði:...okkur pre-order aðdáendunum...
Þú!
Þú ert partur af vandamálinu!
Að kalla kúnna hluta af vandamáli vöru er það alvitlausasta sem ég hef heyrt. Meðvirknin alveg að drepa fólk...
þessi aðferð að selja per-orders og gefa svo út óklárað efni fyrir fullt verð.
bara sorry en pre-orders er drasl.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 10:49
af psteinn
Worghal hefur gjörsamlega rétt fyrir sér. ZiRiuS það að hafa þessa skoðun sem þú hefur, sýnir fram á hversu ótengdur þú ert tölvuleikjaheiminum.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 11:34
af Jón Ragnar
Preorder er það heimskulegasta. Held að ég viti ekki um leik sem var 100% á release day

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 13:21
af Hnykill
Litla systir mín er að spila þennan leik.. henni finnst hann bara mjög flottur og vel gerður. er með góða tölvu og allt á ultra. þetta er ekkert Fallout 3 eða 4.. bara svona multiplayer fallout 4 nánast.. það er fín grafík í þessum leik og gaman að ráfa um.. auðvitað er smá bug hér og þar.. en Bethsta eru alveg með fína leiki svosem... eina sem vantar er bara ný vél, og Fallout 5 !

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 13:47
af ZiRiuS
Finnst ykkur í alvöru pre-order heimskulegt ef það hjálpar framleiðandanum að gefa út leikinn? Þið semsagt hafið aldrei keypt neitt í gegnum Kickstarter eða Karolina Fund? Það að kenna kúnnanum um það að framleiðandinn sé að drulla upp á bak finnst mér heimskulegt. Auðvitað eiga þessi fyrirtæki ekki að rukka 60-70 dollara pre-order verð ef leikurinn er í ruglinu við release, það segir sér alveg sjálft. En að það sé notandanum að kenna útaf hann pre-orderar leikinn er heimska...

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 14:22
af worghal
ZiRiuS skrifaði:Finnst ykkur í alvöru pre-order heimskulegt ef það hjálpar framleiðandanum að gefa út leikinn? Þið semsagt hafið aldrei keypt neitt í gegnum Kickstarter eða Karolina Fund? Það að kenna kúnnanum um það að framleiðandinn sé að drulla upp á bak finnst mér heimskulegt. Auðvitað eiga þessi fyrirtæki ekki að rukka 60-70 dollara pre-order verð ef leikurinn er í ruglinu við release, það segir sér alveg sjálft. En að það sé notandanum að kenna útaf hann pre-orderar leikinn er heimska...
að segja að bethesda og allir þeir AAA gaurar þurfi á fjármagni frá pre-order sölum til að geta skilað af sér vöru, sem er svo ekki einusinni tilbúin, er kjaftæði.
það er annað mál þegar það er eitthvað lítið indie studio og manni finnst kanski maður vera að stiðja við bakið á litla gæjanum, en ekki reyna að segja að AAA fyrirtæki þurfi á þessu að halda.
þetta business model er eingöngu til að hafa sem mestann pening eins hratt og hægt er án þess að setja of mikkla vinnu í það.
ef þú færð fólk til að kaupa vöruna þín án þess að það viti eittvhað um leikin, séð reviews eða prufað, þá ertu bara að græða.
Þetta er bara til að koma í veg fyrir það tap sem þeir verða fyrir þegar allt ruglið kemur í ljós.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 16:01
af braudrist
Wikipedia skrifaði:Bethesda came under fire in 2018 following the release of Fallout 76, which was met with generally mixed reviews for its numerous bugs and glitches, gameplay design, and absence of non-player characters (NPCs).Additionally, the game's special edition received criticism from buyers for being advertised as featuring a canvas duffel bag, but which ultimately had been substituted for a nylon bag. In response, Bethesda stated that the bag had been altered "due to unavailability of materials" and compensated customers by offering free in-game currency equating to $5.00. Bethesda's actions provoked negative reactions from buyers from the publisher having failed to notify them beforehand, and additionally contested the amount of compensation offered. Critics also noted that Bethesda's official website had only changed the description of the bag from "canvas" to "nylon" following customer complaints, while the promotional image of the special edition continued to label the bag as "canvas".Fans were only angered further when it was revealed that a different canvas bag had been given by Bethesda to online influencers.

On December 3, 2018, Bethesda revealed that they would produce canvas bags for owners of the Power Armor edition.On December 5, 2018, customers who had submitted support tickets in order to receive the canvas bag had their personal information revealed owing to a data breach in Bethesda's support system, exposing ticket details to viewing and editing by other users.Bethesda announced that the breach occurred as a result of "an error with our customer support website" and they would investigate the incident. The publisher also explained that the only details leaked would have been those that the support site had requested, rather than any credit card numbers or passwords..
Þeir skitu einfaldlega upp á bak þetta árið.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 17:25
af ZiRiuS
worghal skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Finnst ykkur í alvöru pre-order heimskulegt ef það hjálpar framleiðandanum að gefa út leikinn? Þið semsagt hafið aldrei keypt neitt í gegnum Kickstarter eða Karolina Fund? Það að kenna kúnnanum um það að framleiðandinn sé að drulla upp á bak finnst mér heimskulegt. Auðvitað eiga þessi fyrirtæki ekki að rukka 60-70 dollara pre-order verð ef leikurinn er í ruglinu við release, það segir sér alveg sjálft. En að það sé notandanum að kenna útaf hann pre-orderar leikinn er heimska...
að segja að bethesda og allir þeir AAA gaurar þurfi á fjármagni frá pre-order sölum til að geta skilað af sér vöru, sem er svo ekki einusinni tilbúin, er kjaftæði.
það er annað mál þegar það er eitthvað lítið indie studio og manni finnst kanski maður vera að stiðja við bakið á litla gæjanum, en ekki reyna að segja að AAA fyrirtæki þurfi á þessu að halda.
þetta business model er eingöngu til að hafa sem mestann pening eins hratt og hægt er án þess að setja of mikkla vinnu í það.
ef þú færð fólk til að kaupa vöruna þín án þess að það viti eittvhað um leikin, séð reviews eða prufað, þá ertu bara að græða.
Þetta er bara til að koma í veg fyrir það tap sem þeir verða fyrir þegar allt ruglið kemur í ljós.
Af hverju er verið að leggja mér orð í munn, kunni þið ekki að lesa? Ég sagði aldrei að Bethesda þyrfti á þessu að halda, ég sagði að fjármagnið myndi hjálpa. Þótt þetta sé AAAAAAAAAA fyrirtæki að þá hlýtur það að gefa augaleið að auka fjármagn ætti að gera eitthvað betra en ekki verra...

Ég er hjartanlega sammála að það sé FÁRÁNLEGT að þeir séu að selja rándýra forsöluleiki sem koma svo út í henglum og ég mun persónulega aldrei gera það aftur. En það að kenna kúnnanum um það er heimskulegt, en fyrirtækin eru örugglega himinlifandi yfir því að það sé hraunað yfir viðskiptavinina en ekki þá sjálfa. Mér finnst allt í lagi að vekja athygli á þessu og segja að þetta endi oft svona en ég ætla aldrei að fara að kenna kúnnanum um eitthvað sem á augljóslega að vera á ábyrgð fyrirtækisins.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 19:27
af worghal
ZiRiuS skrifaði:
worghal skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Finnst ykkur í alvöru pre-order heimskulegt ef það hjálpar framleiðandanum að gefa út leikinn? Þið semsagt hafið aldrei keypt neitt í gegnum Kickstarter eða Karolina Fund? Það að kenna kúnnanum um það að framleiðandinn sé að drulla upp á bak finnst mér heimskulegt. Auðvitað eiga þessi fyrirtæki ekki að rukka 60-70 dollara pre-order verð ef leikurinn er í ruglinu við release, það segir sér alveg sjálft. En að það sé notandanum að kenna útaf hann pre-orderar leikinn er heimska...
að segja að bethesda og allir þeir AAA gaurar þurfi á fjármagni frá pre-order sölum til að geta skilað af sér vöru, sem er svo ekki einusinni tilbúin, er kjaftæði.
það er annað mál þegar það er eitthvað lítið indie studio og manni finnst kanski maður vera að stiðja við bakið á litla gæjanum, en ekki reyna að segja að AAA fyrirtæki þurfi á þessu að halda.
þetta business model er eingöngu til að hafa sem mestann pening eins hratt og hægt er án þess að setja of mikkla vinnu í það.
ef þú færð fólk til að kaupa vöruna þín án þess að það viti eittvhað um leikin, séð reviews eða prufað, þá ertu bara að græða.
Þetta er bara til að koma í veg fyrir það tap sem þeir verða fyrir þegar allt ruglið kemur í ljós.
Af hverju er verið að leggja mér orð í munn, kunni þið ekki að lesa? Ég sagði aldrei að Bethesda þyrfti á þessu að halda, ég sagði að fjármagnið myndi hjálpa. Þótt þetta sé AAAAAAAAAA fyrirtæki að þá hlýtur það að gefa augaleið að auka fjármagn ætti að gera eitthvað betra en ekki verra...

Ég er hjartanlega sammála að það sé FÁRÁNLEGT að þeir séu að selja rándýra forsöluleiki sem koma svo út í henglum og ég mun persónulega aldrei gera það aftur. En það að kenna kúnnanum um það er heimskulegt, en fyrirtækin eru örugglega himinlifandi yfir því að það sé hraunað yfir viðskiptavinina en ekki þá sjálfa. Mér finnst allt í lagi að vekja athygli á þessu og segja að þetta endi oft svona en ég ætla aldrei að fara að kenna kúnnanum um eitthvað sem á augljóslega að vera á ábyrgð fyrirtækisins.
það er kúninn sem mun leifa þetta, og eins lengi og kúninn mun borga, þá heldur þetta áfram. Punktur.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 27. Des 2018 21:00
af jonsig
Þetta er rétt hjá ykkur báðum, bara eins og menn séu að reyna misskilja hvorn annan. ZiRiuS er að pæla útfrá siðferðislegu sjónarhorni, ekki endilega hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í raunheiminum sem er annar vinkill.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fim 13. Feb 2020 22:12
af netkaffi
Preorder er heimskulegt ef það eru gaurar sem eru syndandi í peningum eins og EA og Blizzard, og að preordera leikina þeirra hefur bara gefið þeim bál undir að gera verri leiki.

En ef það er minna fyrirtæki, eða fyrirtæki sem er að gera fyrsta leikinn sinn þá er það a.m.m. svoldið annað mál. T.d. er leikur sem bara var að koma út, Wolcen, sick flottur og frá litlu fyrirtæki. Um að gera preordera þannig. Eitt exception sem ég geri, það er Cyberpunk 2077, maður bara veit að sá leikur verður góður eftir að hafa fylgst með leikjum í 30 ár (síðan 1990).

Að vita hvenær þú átt að preordera er líka bara taka eftir karmanu, eftir mojoinu sem fyrirtækið hefur. Ef þeir eru alltof góðir með sig eins og Blizzard er og allir gömlu góðu creators farnir þá náttla er þetta ekkert sama fyrirtækið lengur. Fyrir mér dó Blizzard eftir WarCraft 3. Ég keypti Diablo 2 á miðnætursölu í BT og það er enn ein besta leikjaupplifun lífs míns. Svo var WarCraft 3 einn sá besti líka. En leið og skjáskot komu úr leikjum eftir það tók ég eftir að þeir væru búnir að missa það (að mínu mati) og datt ekki í hug að setja peninga í þá nema að grandskoða tilbúna vöruna fyrst og skoða reviews.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fös 14. Feb 2020 01:52
af Manager1
Fyrst við erum að kommenta á þennann gamla þráð þá er kannski rétt að benda á að Wastelanders uppfærslan á Fallout 76 kemur út í byrjun apríl, þá verða loksins lifandi NPC's í og alls konar skemmtilegt í kringum það, fullt af nýjum verkefnum, stöðum ofl.

Þess má síðan geta að Fallout 76 kostar 39$ á bethesda.net og 15$ á g2a.com.

Re: Fallout 76 (PC) á 17€ á g2a.com

Sent: Fös 14. Feb 2020 07:02
af netkaffi
tók eftir með Oblivion að Bethesda voru farnir að missa það aðeins. Oblivion er samt einn uppáhalds leikurinn minn, hann er bara svo mikið dræmari en Morrowind. svo þegar þeir fóru að gera Fallout leiki þá var þetta orðið eitthvað svo icky, en samt alveg flottir leikir. butcheruðu samt original conceptinu.


Farcry 4 og Farcry Primal, sama mapp reskinned og lítil vinna á bakvið Primal, en samt alveg skemmtilegur leikur. Svo FarCry 5 og FarCry New Dawn
þetta böggar mig ekki, mér finnst þetta reyndar gott. Far Craft 5 var og er enn geggjað flottur og ég veit ekki af hverju mér finnst eins og hann hafi fengið dræmar viðtökur. Far Cry 4 er með talsvert öðruvísi grafík (annað engine sýnist mér, samt gæða grafík), og mikið öðruvísi þema og umhverfi. að gera New Dawn ofan á FC5 mappið var bara eins og að fá aukapakka fyrir FC5 sem breytir flestu eitthvað smá. New Dawn er það mikið öðruvísi að mér finnst alveg mjög gott að skipta á milli þeirra. ég borgaði bara 20$ ca fyrir New Dawn og það var þegar hann var eiginelga nýkominn. það var ekki eitthvað sem ég sé eftir.

anyway, fyrst menn eru að tala um buggy launches og eitthvað. ég spilaði Anthem betuna og hún var ekkert eitthvað mega buggy fyrir mig, ekki neitt eiginlega. svo spilaði ég leikinn sjálfann í gegnum EA Origin og lenti aldrei í bugs nema server or alt-tab issues. ég er gaur sem lendi eiginlega aldrei í bugs í leikjum af einhverjum ástæðum. en ég endaði með að fíla Anthem svo mikið að mig langaði að kaupa hann, sérstaklega ef ég fengi gott verð. fékk hann á 11 evrur á jólaútsölunni hjá EA Origin. þetta er alveg í top 5 varðandi bestu grafík á markaðnum í dag, mögulega 1 sæti. þegar þú ert að gera open world hluta leiksins þá er þetta eins og að vera inni í listaverki, þú varla trúir því hvað þetta er flott. öll vopn og hæfileikar eru líka súper polished. AI í óvinum er með því besta sem ég hef séð. óvinir leita þig uppi ef þeir sjá þig og mikið af gamaninu hjá mér er að flýja undan þeim þar sem þeir veiða í hópum og eru með tankers, snipers, og attack squad. aldrei séð eins lifandi AI í neinum leik svo að ég muni. alveg skömmustulegt hvað margir leikir eru með lame dumb AI sem er auðvelt að fela sig fyrir. en Anthem minnir á fyrsta Half-life sem var með revolutionary AI. dettur helst í hug Halo leikirnir til samanburðar. það sem er að þessum leik er að það er ekki nógu mikið fjölbreytt content, en ég mun alltaf kíkja aftur í hann. en hvet alla til að prófa hann, ekki trúa hypinu.