Síða 1 af 1

Vantar hnit póstnúmera til að nota á Google Maps

Sent: Fim 13. Des 2018 01:33
af DoofuZ
Ég er að fikta við að gera smá kortavef og langar að geta merkt öll póstnúmerasvæðin inná kortið. Ég fann kort inná heimasíðu Póstsins sem virðist vera með þær upplýsingar og þeir vísa í einhverjar SHP skrár (Shapefile) sem maður má nota sjálfur, ég sótti þann pakka og reyndi að lesa úr því, aðallega með PHP en prófaði líka að reyna að fá upplýsingar úr skránum frá síðum á netinu sem geta lesið þær, en ég er ekki að sjá nein hnit í því sem er lesið úr þessum skrám :|

Er ég að gera eitthvað vitlaust eða eru engin hnit í þessum skrám? Hvar get ég nálgast upplýsingar um hnit póstnúmerasvæða? :-k

Re: Vantar hnit póstnúmera til að nota á Google Maps

Sent: Fim 13. Des 2018 08:56
af jericho
Sorry ef þetta svar er útlenska fyrir þér, en ég treysti því að þú getir þá googlað aðeins og fundið út úr þessu, en svona myndi ég sækja hnitin úr shp skránni:

opnaðu shp skránna í QGIS (frítt og open source) og þar ættir þú að geta fundið hnitin (t.d. með því að opna attribute table eða álíka). Ef þau eru ekki í þeirri töflu, þá getur þú bætt við dálkum í töfluna með "Field calculator" og þar búið til new field með decimal nákvæmni og skrifað út annars vegar $x og hins vegar $y. Þú getur t.d. googlað "QGIS add columns to table" eða "QGIS add point coordinates with field calculator".

Gangi þér vel!

Re: Vantar hnit póstnúmera til að nota á Google Maps

Sent: Lau 12. Jan 2019 17:00
af DoofuZ
jericho skrifaði:opnaðu shp skránna í QGIS (frítt og open source) og þar ættir þú að geta fundið hnitin (t.d. með því að opna attribute table eða álíka). Ef þau eru ekki í þeirri töflu, þá getur þú bætt við dálkum í töfluna með "Field calculator" og þar búið til new field með decimal nákvæmni og skrifað út annars vegar $x og hins vegar $y. Þú getur t.d. googlað "QGIS add columns to table" eða "QGIS add point coordinates with field calculator".
Ég var reyndar búinn að prófa þetta QGIS forrit en fann ekkert útúr því svo ég fjarlægði það en svo setti ég það aftur inn eftir að ég sá svarið þitt og gerði þetta en það kemur bara NULL í dálkana sem ég bý til fyrir $x og $y. Prófaði að fara eftir þessu en það hjálpaði ekkert.

Mér tókst að vísu um daginn að exporta einhverri GeoJSON skrá úr DB Manager, þar eru endalausar tölur sem líta út eins og hnit en það er ekkert hægt að lesa í það og skráin er líka heil 24 MB :|

Ég er algjörlega týndur í þessu forriti, hvernig get ég fengið auðlesanleg hnit úr þessu sem ég get notað með Google Maps til að sýna póstnúmerasvæði á :?

Re: Vantar hnit póstnúmera til að nota á Google Maps

Sent: Lau 12. Jan 2019 17:17
af JohnnyX
Strætó er búinn að sýnar kortaupplýsingar á rafrænt form. Þar sem þeir eru að reikna verð miða meðað við hvað þú ferð í gegnum mörg svæði gætu þessi gögn legið hjá þeim. Sakar ekki að senda á þá línu.

Re: Vantar hnit póstnúmera til að nota á Google Maps

Sent: Mán 14. Jan 2019 10:42
af Hauxon
Þú ættir að geta notað þessa shp skrá frá Póstinum. Þú vilt s.s. birta polygona ofan á Google Maps? Þarft örugglega að nota eitthvað tól (td QGIS) til að exporta gögnunum í eitthvað form sem Google skilur, líklega KML. Ég var að skoða gögnin frá póstinum og hnitakerfið á þeim er WGS84/EPSG:4326 (s.s. ekki ISNET93/EPSG:3057 ísland) sem gerir þér lífið auðveldara því þá þarftu líkega ekki að varpa þessu. Bara export í KML og finna út hvernig þú birtir þetta ofan á Google maps í gegnum apann.

Líklga hér:
https://developers.google.com/maps/docu ... lay-simple

Re: Vantar hnit póstnúmera til að nota á Google Maps

Sent: Mán 18. Feb 2019 16:25
af DoofuZ
JohnnyX skrifaði:Strætó er búinn að sýnar kortaupplýsingar á rafrænt form. Þar sem þeir eru að reikna verð miða meðað við hvað þú ferð í gegnum mörg svæði gætu þessi gögn legið hjá þeim. Sakar ekki að senda á þá línu.
Ég efast um að þeir séu með nákvæm hnit fyrir póstnúmer, finnst líka best ef ég get bara notað það sem pósturinn er að nota til að aðgreina póstnúmerin. Ef það hins vegar tekst ekki þá kannski athuga ég hvað þeir hjá Strætó eru með.

Ég er annars bara engan veginn að finna útúr þessu :popeyed Sama hvað ég hef reynt mikið að læra á þetta QGIS forrit og sama hvað ég hef reynt að fara eftir leiðbeiningum á netinu til að fá hnitin þá hefur það bara engan veginn tekist.

Hefur einhver ykkar prófað að ná í þessa skrá og tekist að lesa hnitin? :-k

Re: Vantar hnit póstnúmera til að nota á Google Maps

Sent: Mán 18. Feb 2019 21:09
af DoofuZ
Fiktaði aðeins meira og er búinn að finna út hvernig ég geri export í QGIS yfir í KML skrá og það virkar, þegar ég opna þá skrá í Google Earth þá koma línurnar fyrir póstnúmerasvæðin og ég get líka séð ítarlegar upplýsingar um hvert svæði fyrir sig =D> Takk allir fyrir góðar ábendingar og góð svör :)

Næsta skref er svo bara að skoða það hvernig ég nota KML skránna með Google Maps en ég ætla að bíða aðeins með það. Núna veit ég allavega hvernig ég næ þessum upplýsingum úr SHP skránni :8)

Re: Vantar hnit póstnúmera til að nota á Google Maps

Sent: Mán 18. Feb 2019 21:09
af DoofuZ
Fiktaði aðeins meira og er búinn að finna út hvernig ég geri export í QGIS yfir í KML skrá og það virkar, þegar ég opna þá skrá í Google Earth þá koma línurnar fyrir póstnúmerasvæðin og ég get líka séð ítarlegar upplýsingar um hvert svæði fyrir sig =D> Takk allir fyrir góðar ábendingar og góð svör :)

Næsta skref er svo bara að skoða það hvernig ég nota KML skránna með Google Maps en ég ætla að bíða aðeins með það. Núna veit ég allavega hvernig ég næ þessum upplýsingum úr SHP skránni :8)