Síða 1 af 1

Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 08:32
af B0b4F3tt
Sælir Vaktarar

Mig langar að fara að kynna mér þessa snjallvæðingu á heimili og er búinn að ákveða að kaupa Samsung Smartthings. Ég er bara í vafa með hvernig ég á að nálgast eitt svoleiðis kvikindi.

Amazon í Bretlandi vill ekki senda mér eintak af þessu en að það er í góðu lagi frá Amazon US. En þá veit ég ekki hvort að power supplyið virki á Íslandi. Hvaðan hafið þið verið að kaupa ST?

Mig langar semsagt í nýjustu útgáfuna(2018).

Kv. Elvar

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 08:51
af blitz
Þarft að hafa í huga að það er mismunandi tíðni á z-wave milli landssvæða.

Myndi reyna að taka þetta frá UK/EU.

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 09:53
af ZiRiuS
Ég keypti mér Smartthings á þessari síðu ásamt öðrum snjalltækjum á góðu verði:

https://www.vesternet.com/samsung-smartthings-hub

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 10:07
af B0b4F3tt
ZiRiuS skrifaði:Ég keypti mér Smartthings á þessari síðu ásamt öðrum snjalltækjum á góðu verði:

https://www.vesternet.com/samsung-smartthings-hub
Já var búinn að sjá þetta. Þetta er bara eldri týpan og er líka "out of stock" :)

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 10:10
af svensven
B0b4F3tt skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Ég keypti mér Smartthings á þessari síðu ásamt öðrum snjalltækjum á góðu verði:

https://www.vesternet.com/samsung-smartthings-hub
Já var búinn að sjá þetta. Þetta er bara eldri týpan og er líka "out of stock" :)
Vesternet segir að version 3 ætti að vera komið á lager eftir c.a viku, ég ætlaði einmitt að panta af Amazon en lenti í því sama og þú :(

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 10:59
af hagur
Ég pantaði af Curry's PC world og lét senda hingað í gegnum forward2me þjónustu í UK. Gekk smooooth. Ég myndi ekki endilega vera að eltast við V3 af ST hubbinum, hann er reyndar með WIFI, en er töluvert lakara hardware að öðru leyti. Ekki að það skipti endilega máli samt, en engin ástæða til að forðast V2 hubbinn.

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 11:38
af svensven
hagur skrifaði:Ég pantaði af Curry's PC world og lét senda hingað í gegnum forward2me þjónustu í UK. Gekk smooooth. Ég myndi ekki endilega vera að eltast við V3 af ST hubbinum, hann er reyndar með WIFI, en er töluvert lakara hardware að öðru leyti. Ekki að það skipti endilega máli samt, en engin ástæða til að forðast V2 hubbinn.
Manstu hvað þú varst að borga fyrir forward2me ?

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 13:56
af Sallarólegur
Má ég spyrja afhverju að fá sér SmartThings ef þetta er svona mikið vesen? Flytja inn einhverja region blocked græju?

Er ekki hægt að fá einhvern fínan höbb hérna heima?

Sorry ég bara veit ekkert um þetta, er alveg grænn í þessu, en er farinn að huga að þessu :crying

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 14:19
af hagur
svensven skrifaði:
hagur skrifaði:Ég pantaði af Curry's PC world og lét senda hingað í gegnum forward2me þjónustu í UK. Gekk smooooth. Ég myndi ekki endilega vera að eltast við V3 af ST hubbinum, hann er reyndar með WIFI, en er töluvert lakara hardware að öðru leyti. Ekki að það skipti endilega máli samt, en engin ástæða til að forðast V2 hubbinn.
Manstu hvað þú varst að borga fyrir forward2me ?
Það var bara svipað og ef Curry's hefði sent beint til Íslands. 20-30 pund ef ég man rétt með DHL/Fedex upp að dyrum. Ég fékk free shipping innan UK, þ.e frá Curry's til forward2me, þannig að þetta í raun kostaði mig ekkert aukalega.

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 14:21
af hagur
Sallarólegur skrifaði:Má ég spyrja afhverju að fá sér SmartThings ef þetta er svona mikið vesen? Flytja inn einhverja region blocked græju?

Er ekki hægt að fá einhvern fínan höbb hérna heima?

Sorry ég bara veit ekkert um þetta, er alveg grænn í þessu, en er farinn að huga að þessu :crying
ST hubbinn er ekki region blocked, vandamálið er bara að bandaríkin nota aðra Z-Wave tíðni heldur en Evrópa og því er betra að vera með evrópuútgáfuna ef maður ætlar sér að geta keypt Z-Wave tæki hérlendis eða í evrópu. Zigbee staðallinn (sem ST hubbinn styður líka) er eins allstaðar. Annars er Smartthings bara svo universal og vel stutt. Líka mjög customizable fyrir fiktara. Skemmtilegt eco system bara.

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 14:28
af Sallarólegur
Ok skil þetta betur eftir smá YouTube gláp.

Er ekki Ebay.UK málið þá?

https://www.ebay.co.uk/itm/Samsung-Smar ... :rk:5:pf:0

Úff hvað Z-wave er til í mörgum útgáfum:

https://en.wikipedia.org/wiki/Z-Wave#Radio_frequencies

Kóði: Velja allt

Frequency in MHz	Used in
921.4 ; 919.8	Australia, New Zealand, Malaysia
921.4	Brazil
868.40 ; 868.42 ; 869.85	CEPT Countries (Europe and other countries in region), French Guiana
919.8 ; 921.4	Chile, El Salvador, Peru
868.4	China, Singapore, South Africa
919.8	Hong Kong
865.2	India
869	Russia
915 - 917	Israel
920 - 925	Taiwan
922 - 926	Japan
919 - 923	South Korea
908.4 ; 908.42 ; 916	USA, Canada, Argentina, Guatemala, The Bahamas, Jamaica, Barbados, Mexico, Bermuda, Nicaragua, Bolivia, Panama, British Virgin Islands, Suriname, Cayman Islands, Trinidad & Tobago, Colombia, Turks & Caicos, Ecuador, Uruguay

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 19:31
af B0b4F3tt
Ætli maður panti þá ekki frá Amazon.co.uk og láti senda á forward2me.

Re: Kaupa Samsung Smartthings

Sent: Mán 26. Nóv 2018 20:54
af kjartanbj
ég notaði forward2me lika, gekk eins og í sögu, mæli með því að taka Uk hubbin útaf euro zwave tíðnum