Síða 1 af 1

Hvað segiði um svona leikjatölvu ?

Sent: Sun 27. Mar 2005 02:15
af capteinninn
Kassi og móðurborð : Shuttle XPC SN95G5
Minni : 2x512 Kingston DDR 400MHz (ég veit að BT sökkar en ég trúi því að þetta sé alveg ágætt) Búinn að kaupa
Harður diskur : Seagate Barracuda 200gb Búinn að kaupa
Örgjörvi : AMD Athlon 64 3500+

Nú veit ég ekki með skjákortið, held að það virki bara AGP skjákort í Shuttle kassann og ef svo er þá ætla ég mér að fá mér GeForce 6600GT 128mb en ef ekki þá fæ ég mér líklega ATI Radeon x700 eða eitthvað.

Með hvaða skjákorti mæliði með við þennan pakka ef að 6600GT er ekki mjög gott (Hef grennslast fyrir um kortið og það er sagt allgott í leikina) er að hugsa um milli 20-25 þúsund kr

Sent: Sun 27. Mar 2005 11:52
af goldfinger
Í fyrsta lagi, þá verslar maður ekki íhluti við BT
Í öðru lagi kaupir maður ekki Kingston minni (hef reynslu, hehe)

Sent: Sun 27. Mar 2005 12:15
af arnarj
þú ert að spá í high performance vél með CL3 minni, í guðanna bænum seldu minnið og keyptu betra minni þó það kosti nokkra þúsundkalla í viðbót. Kingston er fínt merki en þetta er líklega hægasta 400mhz minni sem hægt er að kaupa

Sent: Sun 27. Mar 2005 12:19
af END
Ef þú ert ekkert byrjaður að nota minnið hlýturðu að hafa rétt á að skila því, það er kannski auðveldara að selja innlegsnótu í BT en þetta minni :wink:

Sent: Sun 27. Mar 2005 12:53
af hahallur
goldfinger skrifaði:Í fyrsta lagi, þá verslar maður ekki íhluti við BT
Í öðru lagi kaupir maður ekki Kingston minni (hef reynslu, hehe)
Hvað er að Kingston minnum :roll:

Sent: Sun 27. Mar 2005 13:15
af kristjanm
Já segi það, hvað er að Kingston minnum?

Sent: Sun 27. Mar 2005 14:26
af emmi
Ég get ekki mælt með SN95G5 af 2 ástæðum.

1. Ef þú ætlar að nota innbyggða hljóðkortið þá máttu búast við allskonar óhljóðum og skruðningum, sérstaklega þegar þú færir músar bendilinn yfir veflinka og annað. Þetta er þekkt vandamál með þessar vélar.

2. Mjög pirrandi hátíðnihljóð frá vélinni á tímum, einnig á aflgjafinn það til að gefa frá sér furðulegt hljóð þegar t.d. þú ert að færa til mikið af gögnum á FTP eða milli véla.

Þetta er mín persónulega reynsla af SN95G5, ég er reyndar með v1.0 en mér skilst að Tölvuvirkni sé komnir með v2.0. Ég leyfi mér að áætla að það sé sama vandamálið með þær þar sem ég hef átt nokkrar svona XPC vélar og allar hafa þær átt við einhverskonar vandamál.

Að lokum mæli ég með að þú skoðir þennan spjallþráð en hann inniheldur fullt af reynslusögum af þessum vélum frá Shuttle.

Þó að þessar vélar séu mjög nettar og flottar í alla staði, þá hafa þessi vandræði átt mikinn þátt í að ég hef hugsað mér að fá mér turn vél aftur.

Sent: Sun 27. Mar 2005 15:18
af capteinninn
ef að Kingston minnið er svona lélegt í leikjatölvu... hvaða minni mæliði þá með eillega ??

ég vill ekki eyða meira en sona 14-15 þúsund í 1024 mb minni.

Sá eitt í hugveri á 6999 en það er DIMM, DDR, 512Mb, 400MHz (PC3200), Kingston 2,5 CL minni og þá myndi ég skila hinu minninu og kaupa þetta í staðinn... hvað segið þið ??

Sent: Sun 27. Mar 2005 15:25
af arnarj
Þú ert að fara að kaupa úber vél, mundi bæta við 5 þúsund og vera ánægður

http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... YPER512400

ódýrasta 400mhz CL2 minni sem fæst á landinu. tæplega 19.000 saman

Sent: Sun 27. Mar 2005 15:45
af capteinninn
er þetta ódýrasti sölustaðurinn á þetta minni ??

ég kaupi þetta örugglega í staðinn ef þetta er hardcore dæmi

Sent: Mán 28. Mar 2005 14:57
af vldimir
Ég er með svona kassa og átti í eitthverjum vandræðum með hljóðið, en ég ætlaði hvort sem er að fá mér nýtt hljóðkort, sem ég er búinn að gera þannig þetta var ekkert vesen.

Þetta er algjör snilld og myndi ekki hika við að fá mér svona kassa.

Sent: Mán 28. Mar 2005 19:09
af Pandemic
All heil CORSAIR

Corsair all the way :)

Sent: Mán 28. Mar 2005 20:27
af Mr.Jinx
Nei OCZ Mæli með 1024MB PC-3200 EL Gold VX Dual Channel Kit ,BTW, þetta er sick ram fyrir A64.

Sent: Mán 28. Mar 2005 20:30
af hahallur
Hefuru reynslu af því hvað er betra ? :roll:

Sent: Mán 28. Mar 2005 20:34
af kristjanm
Það eina sem ég hef reynslu af er Corsair og Kingston, en held að OCZ sé samt besta merkið.

Sent: Mán 28. Mar 2005 20:37
af Mr.Jinx
Jepp hef reynslu af þvi,Og ég get ekkert annað sagt en vá og mælt 100% með þvi.Annars Corsair er örugglega Sick lika hef ekki prufað þannig minni en.Corsair eru búna vera lengi til lika og hafa altaf gert Hágæða minni. :D

Sent: Þri 29. Mar 2005 13:18
af Yank
emmi skrifaði:Ég get ekki mælt með SN95G5 af 2 ástæðum.

1. Ef þú ætlar að nota innbyggða hljóðkortið þá máttu búast við allskonar óhljóðum og skruðningum, sérstaklega þegar þú færir músar bendilinn yfir veflinka og annað. Þetta er þekkt vandamál með þessar vélar.

2. Mjög pirrandi hátíðnihljóð frá vélinni á tímum, einnig á aflgjafinn það til að gefa frá sér furðulegt hljóð þegar t.d. þú ert að færa til mikið af gögnum á FTP eða milli véla.

Þetta er mín persónulega reynsla af SN95G5, ég er reyndar með v1.0 en mér skilst að Tölvuvirkni sé komnir með v2.0. Ég leyfi mér að áætla að það sé sama vandamálið með þær þar sem ég hef átt nokkrar svona XPC vélar og allar hafa þær átt við einhverskonar vandamál.

Að lokum mæli ég með að þú skoðir þennan spjallþráð en hann inniheldur fullt af reynslusögum af þessum vélum frá Shuttle.

Þó að þessar vélar séu mjög nettar og flottar í alla staði, þá hafa þessi vandræði átt mikinn þátt í að ég hef hugsað mér að fá mér turn vél aftur.
Ertu að grínast ?
Langar bara að vita það fyrir víst áður en ég kommenta t.d. á 2. einnig á aflgjafinn það til að gefa frá sér furðulegt hljóð þegar t.d. þú ert að færa til mikið af gögnum á FTP eða milli véla. :?

Sent: Þri 29. Mar 2005 13:54
af gnarr
það kemur einstakasinnum smá suð í minni. mjög lágt, og varla hægt að taka eftir því. en ég held að það komi annars úr skjákortinu, það kemur nefnilega bara þegar ég keyrir ati tool. annars gæti það verið aflgjafinn, þar sem að það reynir auðvitað meira á hann þegar skjákortið er í fullri notkun.