Síða 1 af 1
Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Lau 17. Nóv 2018 23:17
af gudsgis
Er með allt of hægan hraða innan heimilisins (milli tölvu og synology server ds916+). Undir network settings sé ég að network speed er bara 100Mbps. Þegar ég breyti því í 1Gbps í "Speed & Duplex" stillingunum dett ég af netinu og tölvan finnur ekki lengur routerinn. Er með fínan Amplifi router og næ >200Mbps hraða á í down/uploads en þegar ég færi gögn milli borðtölvu og synology servers fer ég ekki yfir 12mb/sek. Er lan-tengdur beint í routerinn.
(það er annar router inn á kerfinu líka -
https://www.zyxelguard.com/WAP-3205.asp) en sé ekki að það ætti að skipta máli.
Er einhver með lausn á því hvernig ég bæti hraðan ? thx!
Re: Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Lau 17. Nóv 2018 23:40
af hagur
Prófaðu annan netkapal, verður að vera CAT5e að lágmarki og allir 8 vírar tengdir til að ná meira en 100mbit.
Ef þú ert með kapal sem er bara með 2 pör tengd (eða eitthvað sambandsleysi í honum) þá tengjast tölvan og routerinn bara á 100mbit hraða.
Re: Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Sun 18. Nóv 2018 09:25
af gudsgis
Gæti þá mögulega verið betra fyrir borðtölvuna að tengjast routernum beint (sem tengist servernum svo beint með CAT5e capli) ?
Re: Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Sun 18. Nóv 2018 10:50
af pepsico
Ef ég er að skilja þetta allt saman rétt þá eru yfirgnæfandi líkur á því að þig vanti bara Cat5e snúru í góðu standi á milli serversins og routersins. Ef vandamálið væri tengingin milli borðtölvunnar og routersins ættirðu ekki að fá tvöfalt meiri hraða út á internetið í borðtölvunni en milli tækjanna tveggja í gegnum routerinn. Ef nýjasta spurningin varðar það hvort það væri betra að hafa þetta allt saman snúrutengt frekar en þráðlaust ef borðtölvan er þráðlaust tengd eins og er þá er svarið við því já.
Re: Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Sun 18. Nóv 2018 10:53
af gudsgis
ég er með snúru á milli routersins og serversins sem fylgdi með Synology boxinu og ekki annað hægt en að þeir útvegi að lagmarki CAT5e.
En væri mögulega betra að tengjast bara þráðlaust frá borðtölvu að router (ef signal er gott) þar sem ég næ yfir 200mb/sek hraða í þráðlausum mælingum á snjalltækjun t.d.
Re: Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Sun 18. Nóv 2018 11:53
af pepsico
Voru þessar 200 Mbps mælingar ekkert tengdar borðtölvunni? Þá gæti tengingin milli borðtölvunnar og routersins verið vandamálið, og þar eru líklegustu sökudólgarnir léleg snúra og/eða vitlaus/enginn netkorts driver. Það er engin leið til að vita hvort að snúrurnar þínar eru Cat5e eða ekki án þess að skoða þær, og engin leið til að vita hvort þær eru skemmdar án þess að prófa þær. Til að svara lokaspurningunni þá er snúrutenging alltaf ákjósanlegri ef hún er í boði.
Re: Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Mán 19. Nóv 2018 23:12
af gudsgis
Það gæti verið málið að borðtölvan er að fara í gegnum router sem er ekki gigabit (supports 300mb/sek). Er ekki best að fá þá bara gigabit switch til að brúa þetta. Þetta eru allt cat5e snúrur nýlagðar í húsið.
Hvar eru bestu kaupin í gigabit switch litlum ?
Re: Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Þri 20. Nóv 2018 10:53
af gnarr
ZyXEL WAP3205 v3 er bara með 100Mbps portum. Þannig að hann lækkar allann hraða niðurfyrir 100Mbps á því sem að fer í gegnum hann.
Re: Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Þri 20. Nóv 2018 15:37
af gudsgis
Hvar eru bestu kaupin í litlum gigabit switchum?
Re: Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Þri 20. Nóv 2018 15:40
af hagur
gudsgis skrifaði:Hvar eru bestu kaupin í litlum gigabit switchum?
https://www.computer.is/is/products/10-100-1000%20Mbps
Frá 4500 kalli, gerist ekki mikið ódýrara. TP-Link er fínt budget merki.
Re: Amplifi router en bara 100Mbps
Sent: Þri 20. Nóv 2018 18:55
af gudsgis
snilld, takk fyrir þetta - ætla að prófa þetta