Síða 1 af 3
Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Fös 09. Nóv 2018 15:02
af GuðjónR
Datt niður á þessa frétt:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018 ... _afnumdar/
Í frumvarpinu er tekið sérstaklega á vanda sem Íslandspóstur hefur að undanförnu nefnt sem ástæðu versnandi rekstrarstöðu sinnar. Fyrirtækið hefur í reynd þurft að niðurgreiða sívaxandi póstsendingar með ýmiss konar varningi frá Kína sem neytendur kaupa á netinu. Vegna samnings innan vébanda Alþjóðapóstssambandsins, sem Ísland er aðili að, ber íslenskum stjórnvöldum að niðurgreiða póstsendingar sem berast frá þróunarlöndum. Greint hefur verið frá því að tap Íslandspósts vegna þessa nemi um 475 milljónum króna á ári. Í frumvarpinu segir að gjaldskrár fyrir alþjónustu, þar á meðal gjaldskrár vegna pakkasendinga til landsins, skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Þannig mun alþjónustuveitanda vera heimilt að leggja gjald á hvern pakka innan 20 kg sem kemur til landsins. Neytandinn mun þá greiða gjaldið en ekki íslenska ríkið.
Leggja gjöld á pakkasendingar til landsins að viðbættum "hæfilegum hagnaði"?
Hvað þykir hæfilegur hagnaður?
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Fös 09. Nóv 2018 15:10
af ellertj
Það sem rekstaraðilinn ákveður hverju sinni
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Fös 09. Nóv 2018 15:18
af Minuz1
" sem Ísland er aðili að, ber íslenskum stjórnvöldum að niðurgreiða póstsendingar sem berast frá þróunarlöndum."
Hvernig kemur það niður á íslandspósti að íslensk stjórnvöld þurfi að niðurgreiða póstsendingar?
Er eitthvað sem íslandspóstur tekur að sér fyrir hönd íslenska ríkissins?
*edit*
Er það þá ekki það sem þarf að breytast?
Ódýrari póstsendingar eru hvetjandi fyrir neytendur, ef neytendur þurfa að borga fyrir ódýrari póstsendingar þá er þetta kerfi fallið um sjálft sig.
Hitt er svo annað, hvenær er kína hætt að vera þróunarland?
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Fös 09. Nóv 2018 16:58
af ElGorilla
Samkæmt erlendri útskýringu sem ég las ekki fyrir löngu þá ber móttökuland mestan kostnaðinn og hefur þetta verið þannig lengi. Það er allt ákvarðað af einhverju alþjóða póstráði.
Hlutfall sendinga út hefur verið meira hingað til en nú er það að breytast og þess vegna lendir meiri kostnaður á Íslandi.
Það er öfugsnúið að kalla landið með annað stærsta hagkerfi í heimi þróunarland.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Fös 09. Nóv 2018 17:35
af russi
Það er nú kastað 595kr umsýslugjaldi á allar sendingar í dag og svo VSK/Tollur þegar það á við.
Má þá ekki segja að þetta sé bara afgreitt? Efa að 595kr sé raunkostnaður við að sjá hvað er í pakkanum og reikna og rukka svo skatt ofan á það.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Fös 09. Nóv 2018 18:21
af Sporður
ElGorilla skrifaði:Samkæmt erlendri útskýringu sem ég las ekki fyrir löngu þá ber móttökuland mestan kostnaðinn og hefur þetta verið þannig lengi. Það er allt ákvarðað af einhverju alþjóða póstráði.
Hlutfall sendinga út hefur verið meira hingað til en nú er það að breytast og þess vegna lendir meiri kostnaður á Íslandi.
Það er öfugsnúið að kalla landið með annað stærsta hagkerfi í heimi þróunarland.
Hittir naglann beint á höfuðið.
Er þetta ekki bara sanngjarnt mál. Fríi sendingarkostnaðurinn frá Kína er ekki frír heldur greiddur af póstþjónustu móttökulandsins og í okkar tilfelli eru það skattgreiðendur sem borga brúsann.
Er ekki bara sanngjarnt mál að það séu þeir sem panta vörurnar sem greiða kostnaðinn af sendingunni?
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Fös 09. Nóv 2018 21:22
af ZiRiuS
ElGorilla skrifaði:Samkæmt erlendri útskýringu sem ég las ekki fyrir löngu þá ber móttökuland mestan kostnaðinn og hefur þetta verið þannig lengi. Það er allt ákvarðað af einhverju alþjóða póstráði.
Hlutfall sendinga út hefur verið meira hingað til en nú er það að breytast og þess vegna lendir meiri kostnaður á Íslandi.
Það er öfugsnúið að kalla landið með annað stærsta hagkerfi í heimi þróunarland.
Þó það virki öfugsnúið að þá er Kína samt þróunarland samkvæmt IMF.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Fös 09. Nóv 2018 21:50
af urban
ZiRiuS skrifaði:ElGorilla skrifaði:Samkæmt erlendri útskýringu sem ég las ekki fyrir löngu þá ber móttökuland mestan kostnaðinn og hefur þetta verið þannig lengi. Það er allt ákvarðað af einhverju alþjóða póstráði.
Hlutfall sendinga út hefur verið meira hingað til en nú er það að breytast og þess vegna lendir meiri kostnaður á Íslandi.
Það er öfugsnúið að kalla landið með annað stærsta hagkerfi í heimi þróunarland.
Þó það virki öfugsnúið að þá er Kína samt þróunarland samkvæmt IMF.
Það er jafnvel reiknað með því að það breytist innan 5 ára og þá snarhækkar sendingarkostnaður frá kína, þar að leiðandi getur komið mikið högg á hagkerfið, vöxtur þess kemur til með að taka mikið högg.
framleiðendur þar á sinn hátt farnir að undirbúa sig undir það og kínverjar almennt, með því að styrkja innviði og koma verskmiðjum fyrir í töluvert mörgum fátækari löndum.
Sjálfsagt verður næsti "Ali frændi" frá t.d. banghladesh en ekki kína.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Lau 10. Nóv 2018 11:20
af Sallarólegur
Íslendingar eru með fjórum sinnum meiri þjóðarframleiðsu per íbúa en Kína þar sem 68% íbúa eru með lágar tekjur og 2% undir fátæktarmörkum svo það er alveg hægt að skilgreina það sem þróunarland.
En þá eru samt 420 milljón manns í landinu frá “low middle class” upp í hátekjuhópa.
Ætli það fari ekki langmest af þessum niðurgreiðslum póstsendinga til þeirra sem hafa það best?
Þetta er auðvitað algjör tímaskekkja og skekkir alla samkeppni fyrir innlenda verslun að ríkið niðurgreiði sendingar.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Lau 10. Nóv 2018 15:22
af pegasus
Þessu tengt, þá er hér áhugavert podcast um Kína og sendingargjöld:
https://www.npr.org/sections/money/2018 ... illuminati
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Lau 10. Nóv 2018 21:18
af appel
Afhverju á ég í gegnum skatta að niðurgreiða vöruflutninga frá kína til íslands? borgiði bara það sjálfir!
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 11. Nóv 2018 08:17
af brain
russi skrifaði:Það er nú kastað 595kr umsýslugjaldi á allar sendingar í dag og svo VSK/Tollur þegar það á við.
Má þá ekki segja að þetta sé bara afgreitt? Efa að 595kr sé raunkostnaður við að sjá hvað er í pakkanum og reikna og rukka svo skatt ofan á það.
Það er ekki Íslandspóstur sem leggur það á, heldur Tollpóststofa sem er rekin af Ríkisskattstjóra.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 11. Nóv 2018 09:44
af GuðjónR
Þetta er allt svo öfugsnúið, af hverju er ekki hægt að hafa þetta þannig að sá sem sendir borgar?
Þú pantar og þá er ekkert "free shipping", þú borgar bara shipping strax. Og sá aðili á svo að sjá um að allur leggurinn fái sinn skerf
Það er líka pirrandi að panta hraðsendingu frá USA og greiða kannski fyrir það 70-80$ sem er 12k m. vsk. þurfa svo að greiða hátt í 2000kr. þjóustugjald við móttöku. En þetta þjónustugjald virðist vera happa og glappa eftir því hvaða fyrirtæki er notað. Til dæmis hef ég sloppið við það ef ég nota DHL en þarf að borga ef ég nota FeDex eða UPS. Minnir að þeir hafi kallað þetta tollkrít eða eitthvað álíka, sem er skrítið þar sem tollurinn lánar í 2 mánuði en þú borgar þessi gjöld á staðnum með posta. Eða í tilfelli DHL færð reikning í heimabankann 2 mánuðum síðar.
Það er markt skrítið í póstheiminum.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 11. Nóv 2018 20:25
af C2H5OH
"Póstmafían" er orðin helvíti kræf, finnst helvíti hart að panta lítinn pakka frá kína sem kostar 3.33$ með flutningsgjöldum eða 405 kr á því gengi.
Þetta kemur í litlu bréfaumslagi sem passar auðveldlega í hvaða póstkassa sem er, en samt er maður neiddur niður á pósthús til að borga 56 kr í aðflutningsgjöld og 595 kr í umsýslugjald sem gerir það að verkum að maður borgar 651 kr í aðflutningsgjöld eða 246 kr meira en varan kostaði upprunalega.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 11. Nóv 2018 23:02
af elri99
Þeir komast upp með þetta vegna þess að hér er allur póstinnflutningur skattskyldur. Í evrópulöndunum er undanþága upp í vissa upphæð, oftast um 22 evrur:
https://ec.europa.eu/taxation_customs/s ... online.pdf
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Mán 26. Nóv 2018 21:54
af appel
Á sama tíma og fjöldi sendibréfa minnkar hefur vefverslun og sendingar á stærri pökkum margfaldast. Ingimundur segir það kerfi ekki heldur standa undir sér, enda komi mikill hluti sendinga á vörum sem fólk verslar í vefverslunum frá Kína. Kína er skilgreint sem þróunarríki, þrátt fyrir að vera eitt stærsta hagkerfi heims, og þess vegna nemur póstburðargjaldið sem Íslandspóstur innheimtir ekki nema þriðjungi kostnaðarins sem verður til við dreifingu þessara sendinga.
http://www.ruv.is/frett/storpolitiskt-m ... i-postsins
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Lau 06. Apr 2019 22:54
af GuðjónR
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 07. Apr 2019 09:49
af Revenant
Til samanburðar þá rukkar
PostNord (sænski pósturinn) 75 SEK (~1000 ISK) + VSK frá fyrstu (sænsku) krónu fyrir pakka sem koma utan EU.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 07. Apr 2019 09:53
af GuðjónR
Revenant skrifaði:Til samanburðar þá rukkar
PostNord (sænski pósturinn) 75 SEK (~1000 ISK) + VSK frá fyrstu (sænsku) krónu fyrir pakka sem koma utan EU.
Reyndar þá er VSK innifalinn, við rukkum þetta í dag líka en okkar gjald er 595 isk. Og við rukkum þetta af öllum sendingum, ekki bara sendingum utan EU.
The value of the consignment is less than SEK 1,600, the fee is SEK 75. If the value is SEK 1,600 or more, the fee is SEK 125 and also includes the customs declaration that has to be made. All administrative fees include VAT.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 07. Apr 2019 10:02
af Revenant
GuðjónR skrifaði:Revenant skrifaði:Til samanburðar þá rukkar
PostNord (sænski pósturinn) 75 SEK (~1000 ISK) + VSK frá fyrstu (sænsku) krónu fyrir pakka sem koma utan EU.
Reyndar þá er VSK innifalinn, við rukkum þetta í dag líka en okkar gjald er 595 isk.
The value of the consignment is less than SEK 1,600, the fee is SEK 75. If the value is SEK 1,600 or more, the fee is SEK 125 and also includes the customs declaration that has to be made. All administrative fees include VAT.
Þetta er VSK ofan á þjónustuna (VAT declaration fee / Administrative fee), ekki af sendingunni sjálfri. Þ.e. þjónustan að rukka VSK-inn er VSK skyld.
Ofan á þetta legst svo VSK af vörunni sjálfri (sem ber í Svíþjóð 25% VSK).
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 07. Apr 2019 10:08
af GuðjónR
Revenant skrifaði:GuðjónR skrifaði:Revenant skrifaði:Til samanburðar þá rukkar
PostNord (sænski pósturinn) 75 SEK (~1000 ISK) + VSK frá fyrstu (sænsku) krónu fyrir pakka sem koma utan EU.
Reyndar þá er VSK innifalinn, við rukkum þetta í dag líka en okkar gjald er 595 isk.
The value of the consignment is less than SEK 1,600, the fee is SEK 75. If the value is SEK 1,600 or more, the fee is SEK 125 and also includes the customs declaration that has to be made. All administrative fees include VAT.
Þetta er VSK ofan á þjónustuna (VAT declaration fee / Administrative fee), ekki af sendingunni sjálfri. Þ.e. þjónustan að rukka VSK-inn er VSK skyld.
Ofan á þetta legst svo VSK af vörunni sjálfri (sem ber í Svíþjóð 25% VSK).
Já, en þessi 75 sek - 125 sek eru "með vsk"...
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 07. Apr 2019 10:40
af rapport
Er þetta bara til Íslandspósts eða til allra sem flytja póst til landsins?
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 07. Apr 2019 11:34
af GuðjónR
rapport skrifaði:Er þetta bara til Íslandspósts eða til allra sem flytja póst til landsins?
Íslandspóstur,
og aðrir þeir sem kunna að sinna alþjónustu á pósti, fá heimild til að innheimta burðargjöld af viðtakendum sendinga frá útlöndum, samkvæmt frumvarpi sem er í meðförum þingsins.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 07. Apr 2019 11:52
af urban
rapport skrifaði:Er þetta bara til Íslandspósts eða til allra sem flytja póst til landsins?
Allir aðrir hafa heimild til þess að rukka nákvæmlega það sem að þeir vilja.
Íslandspóstur hafði þann möguleika ekki.
Re: Ætlar ríkið að leggja gjöld á póstsendingar frá Kína?
Sent: Sun 07. Apr 2019 12:15
af Kristján Gerhard
Þessi umræða minnti mig á þetta vídeó:
https://www.youtube.com/watch?v=dHhkNwE7pr8
Snýr ekki beint að kína umræðunni en athyglisvert innlegg í hvernig póstburðargjöld eru reiknuð engu að síður.