Síða 1 af 1
Netgear Nighthawk R7000
Sent: Fim 08. Nóv 2018 20:33
af tomas52
Sælir vaktarar
ég er í smá basli ég var semsagt að kaupa mér þennan router Netgear Nighthawk ac1900 (R7000)
Og ég er búin að tengja hann og fá net inn nema að WiFi er fáránlega hægt ég er kannski að ná 5-600 MB hraða snúrutengdur en er bara að ná 0.08 í download og 7.75 í upload á WiFi
Ég er búinn að hringja í Nova og þeir segja að ljósleiðaraboxið sé í toppstandi með 1 gb hraða og ég er búinn að restarta routernum og reset hann og ég er ekki alveg að skilja hvað er í gangi
Þeir sem eiga svona router hafiði verið að lenda í þessu ?
Eitthver góð ráð?
Re: Netgear Nighthawk R7000
Sent: Fös 09. Nóv 2018 14:54
af Dr3dinn
Ertu með kveikt á einhverjum auka þjónustum eða fídusum?
Re: Netgear Nighthawk R7000
Sent: Fös 09. Nóv 2018 15:58
af tomas52
Nei ekkert svoleiðis
Re: Netgear Nighthawk R7000
Sent: Þri 13. Nóv 2018 21:24
af Dropi
Minn virkar flott, aldrei vesen. Er alveg sama hvaða tæki þú notar og hversu nálægt routernum þú ert? Eru báðar tíðnir virkar?
Það er einfalt mál að uppfæra firmware, en ef hann lagast ekki við það og loftnetin eru öll skrúfuð vel á þá hlýtur þetta að vera ábyrgðarmál.
Re: Netgear Nighthawk R7000
Sent: Þri 13. Nóv 2018 22:20
af tomas52
Dropi skrifaði:Minn virkar flott, aldrei vesen. Er alveg sama hvaða tæki þú notar og hversu nálægt routernum þú ert? Eru báðar tíðnir virkar?
Það er einfalt mál að uppfæra firmware, en ef hann lagast ekki við það og loftnetin eru öll skrúfuð vel á þá hlýtur þetta að vera ábyrgðarmál.
Já fann eitthverja umræðu um að þetta væri firmware vandamál og ég er kominn núna í 50 MB á WiFi og 670 MB beintengdur
Hvaða firmware ert þú að nota og hvaða hraða nærðu? Með speedtest
Re: Netgear Nighthawk R7000
Sent: Fim 15. Nóv 2018 16:02
af Dropi
tomas52 skrifaði:Dropi skrifaði:Minn virkar flott, aldrei vesen. Er alveg sama hvaða tæki þú notar og hversu nálægt routernum þú ert? Eru báðar tíðnir virkar?
Það er einfalt mál að uppfæra firmware, en ef hann lagast ekki við það og loftnetin eru öll skrúfuð vel á þá hlýtur þetta að vera ábyrgðarmál.
Já fann eitthverja umræðu um að þetta væri firmware vandamál og ég er kominn núna í 50 MB á WiFi og 670 MB beintengdur
Hvaða firmware ert þú að nota og hvaða hraða nærðu? Með speedtest
Eflaust fengi ég fínasta hraða ef ég væri ekki fluttur til Englands í 18Mb/s ADSL úr fína 1Gb fibernum sem ég naut í Reykjavík. En hraðinn á milli véla yfir wifi er þrusu sterkur, þó er ég ekki alveg í stuði til að mæla hann núna. Ég er á firmware frá því í sumar, man ekki alveg hvaða version.
Á Íslandi var ég wired, en núna er með tveggja loftneta asus pcie wifi kort, í gegnum 3 veggi og hraðinn er eins góður og hann gerist yfir wifi að mínu viti.