Síða 1 af 1

Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Mán 05. Nóv 2018 22:38
af appel


Vitiði hverjir taka þannig verk að sér, að pússa upp gegnheilt parket, og svo lakka einnig?

Það væri gaman að komast að því hvað svona kostar, c.a. 80-90 fm.

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Mán 05. Nóv 2018 22:46
af hagur
appel skrifaði:

Vitiði hverjir taka þannig verk að sér, að pússa upp gegnheilt parket, og svo lakka einnig?

Það væri gaman að komast að því hvað svona kostar, c.a. 80-90 fm.
Foreldrar mínir létu gera þetta fyrir c.a 2 árum. Man ekki hvaða aðilar það voru, en þau voru mjög ánægð með útkomuna. Get spurt þau hverjir græjuðu. En þetta er rándýrt. Ekki mikið ódýrara en að skipta um parket (fer auðvitað eftir því hverskonar parket yrði sett í staðinn samt).

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Þri 06. Nóv 2018 00:15
af Klemmi
Lét gera þetta á ca. 65fm fyrir 3 árum síðan. Var gert í skiptivinnu við eiganda fyrirtækisins, en áætlað var að þetta hefði annars kostað um 300þús.

Geri ráð fyrir að þetta hafi bara hækkað síðan þá. Það var svakalegur munur, parketið bara eins og nýtt, en eftir að hafa kynnst almennilegu plastparketi og áhyggjuleysinu sem því fylgir, þá dettur mér ekki í hug að gera þetta aftur.

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Þri 06. Nóv 2018 06:24
af brain
Systir mín ékk tilboð í svona fyrir um 1 mánuði á 75 fm

8000 kr pr fm. SVART ! reif allt af og setti harðparket í staðinn sem kostaði rúmlega 2000 kall fermetri ! ( Húsasmiðjan 8mm AC 5 parket)

Sér ekki eftir því.

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Þri 06. Nóv 2018 08:09
af blitz
Ef þú ert þokkalega handlaginn er minna mál en þú heldur að gera þetta sjálfur. Ég leigði græjur í Húsasmiðjunni (litla og stóra vél), verslaði sandpappír þar og svo lakk í Agli Árnasyni.

Gerði c.a. 130fm flöt á þremur dögum og heildarverðið var í kringum 130.000 með öllu.

Horfði á nokkur myndbönd á YouTube og skellti mér í þetta. Mjög ánægður með útkomuna þótt fagmaður hefði eflaust náð þessu betur.

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Þri 06. Nóv 2018 10:52
af CendenZ
ég reif allt af, tók uþb 5 min herbergið. Keypti allra dýrasta korkparket frá ÞÞ og það er smelluparket, skorið og sagað. Leiðbeiningar á youtube.

Það er eins og ganga á skýi þetta vinyl-kork gólfefni, kostar jafn mikið og vinnan per fermeter eða ca 7 þús kr. Ekkert viðhald.
Aldrei pússa, aldrei lakka, bara moppa með rakri moppu. Easy peasy.

ef þú þekkir smið getur hann aðstoðað þig við skurð, en þú dritar þessu niður á meðan börnin sofa

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Þri 06. Nóv 2018 12:27
af lukkuláki

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Þri 06. Nóv 2018 13:11
af Njall_L
Ég lét gera þetta í íbúð sem ég keypti á síðasta ári. Það eru um 40 fermetrar parketlagðir og besta boðið var frá Parketslípun Íslands upp á 150.000kr með vsk (http://parketslipunislands.is).
Hann fékk íbúðina afhenda tóma og tók sér þrjá daga í verkið, slípun og þrjár umferðir af möttu lakki.

Er mjög sáttur með útkomuna og samskiptinn við verktakann voru til fyrirmyndar, mæli með að heyra honum.

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Þri 06. Nóv 2018 13:40
af appel
Takk strákar, núna hef ég betri hugmynd um hvað þetta kostar.

Er að skoða íbúð sem er með þannig gólfi, þannig að maður vill vita hvað hlutirnir kosta.

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Lau 24. Nóv 2018 14:50
af akarnid
Ég segi eins og Cendenz, skoðaðu vinylparket. Vorum að setja svoleiðis hjá okkur á um 90 fm, virkar bara eins og setja venjulegt harðparket eða plastparket, sagar þetta bara til. Það er algert æði að labba á þessu, rispast illa og létt að prófa. Plús að þetta lúkkar alveg eins og the real thing.

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Lau 24. Nóv 2018 16:56
af depill
akarnid skrifaði:Ég segi eins og Cendenz, skoðaðu vinylparket. Vorum að setja svoleiðis hjá okkur á um 90 fm, virkar bara eins og setja venjulegt harðparket eða plastparket, sagar þetta bara til. Það er algert æði að labba á þessu, rispast illa og létt að prófa. Plús að þetta lúkkar alveg eins og the real thing.
Rispast illa :D það hljómar ekki vel :P

Re: Pússa upp gegnheilt parket?

Sent: Lau 24. Nóv 2018 22:57
af akarnid
You know what I mean ;)