Síða 1 af 1
Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Sun 04. Nóv 2018 20:59
af rainag
Hæ krakkar,
Er glænýr hérna, hef samt verið að lurka við og við undanfarin 10ár eða svo.
Ég var að velta fyrir mér hvort það væri einhver von að fá aðstoð frá ykkur varðandi skjá. Ég er einn af þessum fylgist ekki alveg nógu vel með fyrr en allt er orðið úrelt og þarf að læra hlutina upp á nýtt.
Undanfarna daga er ég búinn að lesa yfir mig og er engu nær.
Fyrir um 7 mánuðum keypti ég mér nýja vél en hafði ekki efni á skjá og hef reyndar ekki enn, en ég er með 7ára gamlan BenQ 21.5" sem er orðinn þreyttur og ég held að flest ef ekki allt er skárra.
Mig langar að prófa að fara í 24" allavega og 144hz og budgetið er ca 50þús.
Þetta er það sem ég er búinn að vera að skoða:
BenQ Zowie XL2411P
http://kisildalur.is/?p=2&id=2336
Acer KG241Pbmidpx
https://www.tl.is/product/236-skjar-kg241pbmidpx-144hz
ASUS 248QE
https://www.computer.is/is/product/skja ... ekkanlegur
AOC G2590PX
https://www.att.is/product/aoc-24-5-g2590px-skjar
Ég hallast mest að BenQ og AOC, nýrri model að mér skilst.
Ef einhver getur tekið sér tíma til þess að hjálpa mér væri það vel þegið, þetta er ekkert heilagt, ef ég get farið upp eða niður um 10þús til þess að fá eitthvað jafngott eða betra er það ekkert verra.
Takk kærlega

Re: Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Sun 04. Nóv 2018 22:11
af ChopTheDoggie
Klárlega BENQ.
XL2411 var minn fyrsti 144hz skjár og ég var mjög ánægður með hann en uppfærði mig svo í Acer XB271HU.
Ég mæli með þessum XL2411P

Re: Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Sun 04. Nóv 2018 22:20
af rainag
ChopTheDoggie skrifaði:Klárlega BENQ.
XL2411 var minn fyrsti 144hz skjár og ég var mjög ánægður með hann en uppfærði mig svo í Acer XB271HU.
Ég mæli með þessum XL2411P

Ok, flott, takk fyrir, mér fannst hann einmitt svona mest aðlaðandi, þetta yrði einnig minn fyrsti 144hz.
En hvað hefur hann umfram hina sem mælir með honum? fyrir utan það að þú fýlaðir hann
Takk aftur
Re: Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Mán 05. Nóv 2018 16:20
af Halli25
rainag skrifaði:ChopTheDoggie skrifaði:Klárlega BENQ.
XL2411 var minn fyrsti 144hz skjár og ég var mjög ánægður með hann en uppfærði mig svo í Acer XB271HU.
Ég mæli með þessum XL2411P

Ok, flott, takk fyrir, mér fannst hann einmitt svona mest aðlaðandi, þetta yrði einnig minn fyrsti 144hz.
En hvað hefur hann umfram hina sem mælir með honum? fyrir utan það að þú fýlaðir hann
Takk aftur
Myndi alltaf fara og skoða skjáina í notkun fyrst áður en ég myndi ákveða mig.
BenQ XL2411P er ekki með DP sem er "nýja" skjátengið, persónulega myndi ég setja það fyrir mig.

Re: Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Mán 05. Nóv 2018 20:52
af emil40
Ég myndi taka Benq skjáinn hann er flottur.
Re: Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Mán 05. Nóv 2018 20:59
af rainag
Halli25 skrifaði:rainag skrifaði:ChopTheDoggie skrifaði:Klárlega BENQ.
XL2411 var minn fyrsti 144hz skjár og ég var mjög ánægður með hann en uppfærði mig svo í Acer XB271HU.
Ég mæli með þessum XL2411P

Ok, flott, takk fyrir, mér fannst hann einmitt svona mest aðlaðandi, þetta yrði einnig minn fyrsti 144hz.
En hvað hefur hann umfram hina sem mælir með honum? fyrir utan það að þú fýlaðir hann
Takk aftur
Myndi alltaf fara og skoða skjáina í notkun fyrst áður en ég myndi ákveða mig.
BenQ XL2411P er ekki með DP sem er "nýja" skjátengið, persónulega myndi ég setja það fyrir mig.

Sæll vertu,
Já ég er sammála um að sjá skjáina í notkun.
Mér skilst að "P-ið" fyrir aftan vísi til DP, 2411 og 2411z voru ekki með DP en skv. BenQ síðunni er 2411P með það.
Takk fyrir hjálpina.
kv. Raggi
Re: Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Mán 05. Nóv 2018 22:21
af ChopTheDoggie
rainag skrifaði:Halli25 skrifaði:rainag skrifaði:ChopTheDoggie skrifaði:Klárlega BENQ.
XL2411 var minn fyrsti 144hz skjár og ég var mjög ánægður með hann en uppfærði mig svo í Acer XB271HU.
Ég mæli með þessum XL2411P

Ok, flott, takk fyrir, mér fannst hann einmitt svona mest aðlaðandi, þetta yrði einnig minn fyrsti 144hz.
En hvað hefur hann umfram hina sem mælir með honum? fyrir utan það að þú fýlaðir hann
Takk aftur
Myndi alltaf fara og skoða skjáina í notkun fyrst áður en ég myndi ákveða mig.
BenQ XL2411P er ekki með DP sem er "nýja" skjátengið, persónulega myndi ég setja það fyrir mig.

Sæll vertu,
Já ég er sammála um að sjá skjáina í notkun.
Mér skilst að "P-ið" fyrir aftan vísi til DP, 2411 og 2411z voru ekki með DP en skv. BenQ síðunni er 2411P með það.
Takk fyrir hjálpina.
kv. Raggi
Rétt, ég notaði DVI fyrir 144hz með mínum XL2411.
Það er eins gott að Tölvutek eru búnir að fá display port útgáfuna ef þér langar virkilega í að nota DP

Re: Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Mán 05. Nóv 2018 22:25
af ChopTheDoggie
rainag skrifaði:ChopTheDoggie skrifaði:Klárlega BENQ.
XL2411 var minn fyrsti 144hz skjár og ég var mjög ánægður með hann en uppfærði mig svo í Acer XB271HU.
Ég mæli með þessum XL2411P

Ok, flott, takk fyrir, mér fannst hann einmitt svona mest aðlaðandi, þetta yrði einnig minn fyrsti 144hz.
En hvað hefur hann umfram hina sem mælir með honum? fyrir utan það að þú fýlaðir hann
Takk aftur
Ég var sjálfur að pæla að fá AOC en þessi rauður rammi var einmitt ástæðan að ég tók hann ekki og tók BenQ í staðinn það er eiginlega eina ástæðan sem ég hef

Re: Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Mán 05. Nóv 2018 22:44
af IM2PRO4YOU
Halli25 skrifaði:rainag skrifaði:ChopTheDoggie skrifaði:Klárlega BENQ.
XL2411 var minn fyrsti 144hz skjár og ég var mjög ánægður með hann en uppfærði mig svo í Acer XB271HU.
Ég mæli með þessum XL2411P

Ok, flott, takk fyrir, mér fannst hann einmitt svona mest aðlaðandi, þetta yrði einnig minn fyrsti 144hz.
En hvað hefur hann umfram hina sem mælir með honum? fyrir utan það að þú fýlaðir hann
Takk aftur
Myndi alltaf fara og skoða skjáina í notkun fyrst áður en ég myndi ákveða mig.
BenQ XL2411P er ekki með DP sem er "nýja" skjátengið, persónulega myndi ég setja það fyrir mig.

Það er reyndar ekki rétt hjá þér, BenQ XL2411P er nýja týpan af XL2411Z og kemur akkúrat með Displayport

Re: Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Mán 05. Nóv 2018 23:09
af Sultukrukka
Sá að þeir eru með 27" Asus 144hz skjá á 50k, reyndar þarf maður þá að versla við tölvulistann en virðist vera ágætis díll
https://www.tl.is/product/27-vg278q-tn- ... hz-esports
Re: Hjálp við val á tölvuskjá
Sent: Þri 06. Nóv 2018 23:23
af rainag
Takk allir fyrir hjálpina og innleggin.
Ég skellti mér á BenQ´inn og er búinn að taka aðeins í PUBG og fleira og ég er þrususáttur.
Eftir smá fiff þá looka litirnir alveg þokkalega og mér finnst hann mjög smooth.
Takk aftur fyrir hjálpina!