Síða 1 af 1

IPS vs VA vs TN fyrir hraða leiki

Sent: Fös 19. Okt 2018 21:43
af Gemini
Ætlaði að forvitnast hvort einhverjir vaktarar hefðu reynslu af þeim skjágerðum sem eru í boði í dag í hröðum leikjum eins og t.d. FPS leikjum?
Til að skjáir séu samanburðarhæfir yrðu sömu tíðnir(hz) að vera til staðar. Ekki að marka að bera saman 144hz TN panel á móti 60hz IPS t.d.

Er svona helsta að forvitnast um t.d. myndgæði í leikjunum, upplifun á response time, veikleika einstakra skjátegunda og þar fram eftir götunum.
Var t.d. einhver sem keypti IPS skjá fyrir leikjaspilun og tók eftir einhverju sem var ekki að hrjá hann á TN panel.

Re: IPS vs VA vs TN fyrir hraða leiki

Sent: Fös 19. Okt 2018 23:30
af tonycool9
Ég var vel lengi með Benq 2720. 144HZ TN panell og 1ms í response aðallega fyrir CSGO. Fannst aðrir leikir sem þóttu virkilega flottir til dæmis Witcher 3 alltaf voðalega meh í þessum skjá,þrátt fyrir að vera með allt í ultra þá fannst mér vanta bara eitthvað uppá.

Seldi hann og fékk mér Acer Predator XB271HU og það er bara allt annað. Dýrari skjár en ég fæ IPS panel,miklu fallegri og dýpri liti,1440P upplausn og 144hz. reyndar er svartíminn 4ms (sem er held ég það minnsta sem þú finnur á IPS panel) á móti þessari 1ms en ég finn ekkert fyrir því.

Finnst ég fá miklu meira útúr flottum AAA titlum uppá myndgæði að gera

Re: IPS vs VA vs TN fyrir hraða leiki

Sent: Fös 19. Okt 2018 23:38
af DJOli
IPS alla leið.

Re: IPS vs VA vs TN fyrir hraða leiki

Sent: Fös 19. Okt 2018 23:59
af Sallarólegur
TN til þess að fá “forskot” í competetive leikjum og ódýran skjá.
IPS ef þú átt nóg af pening, fyrir myndgæði og “upplifun” ;)

Re: IPS vs VA vs TN fyrir hraða leiki

Sent: Lau 20. Okt 2018 00:26
af Gemini
Þakka góð svör. Spurning að maður fari að gefa IPS séns fyrst það er komið 144hz+ á það í dag. Verst að krónan er að hrynja og allt að hækka :(

Re: IPS vs VA vs TN fyrir hraða leiki

Sent: Lau 20. Okt 2018 00:43
af tonycool9
Gemini skrifaði:Þakka góð svör. Spurning að maður fari að gefa IPS séns fyrst það er komið 144hz+ á það í dag. Verst að krónan er að hrynja og allt að hækka :(
Ef veskið leyfir,ekki spurning. Þú munt aldrei geta farið aftur í TN...nema þú stefnir á pro gaming career :D

Re: IPS vs VA vs TN fyrir hraða leiki

Sent: Lau 20. Okt 2018 02:11
af Squinchy
IPS allan daginn

Re: IPS vs VA vs TN fyrir hraða leiki

Sent: Lau 20. Okt 2018 05:05
af ChopTheDoggie
IPS.
Ég er sjálfur með XB271HU, mæli hrikalega mikið með þann skjá ;)

Re: IPS vs VA vs TN fyrir hraða leiki

Sent: Lau 20. Okt 2018 17:22
af svanur08
VA er aðalega í TVs, IPS hefur birtu og viewing angle, TN response time.