Síða 1 af 1

Atlants Olía

Sent: Fim 11. Okt 2018 11:07
af Tonikallinn
Er með svona AO lykil, og hef tekið eftir að þegar ég tek bensín með honum, taka þeir meira en ég borgaði fyrir, leggja það aftur inn, og taka svo réttu upphæðina. Einhver sem veit afh þetta gerist?

Dæmi
Tek bensin fyrir 2502kr
Kemur fyrsta færslan fyrir 7759kr
Þeir skila 7759kr
Og Kemur svo önnur færsla fyrir 2502kr

Re: Atlants Olía

Sent: Fim 11. Okt 2018 11:20
af worghal
er þetta ekki bara eins system og flestir?
hjá costco er rukkað 15þ sama hversu mikið bensín þú tókst og svo er endurgreitt mismuninn.
hef ekki lagt í að taka bensín hjá costco útaf þessu því fólk hefur lennt í því að þetta sé ekki endurgreitt fyrr en einhverjum dögum seinna og manni munar alveg um það.

Re: Atlants Olía

Sent: Fim 11. Okt 2018 11:27
af Tonikallinn
worghal skrifaði:er þetta ekki bara eins system og flestir?
hjá costco er rukkað 15þ sama hversu mikið bensín þú tókst og svo er endurgreitt mismuninn.
hef ekki lagt í að taka bensín hjá costco útaf þessu því fólk hefur lennt í því að þetta sé ekki endurgreitt fyrr en einhverjum dögum seinna og manni munar alveg um það.
Ég er nefnilega vanur að taka bara bensin í Olís. Það er alltaf bara upphæðinn sem þú tekur
Takk takk

Re: Atlants Olía

Sent: Fim 11. Okt 2018 12:07
af Sallarólegur
Þetta er víst mismunandi eftir bönkum hvernig þetta birtist fyrir viðskiptavininum.

Þessi færsla er bara til þess að athuga hvað þú átt mikið á kortinu svo þú getir ekki dælt fyrir meira en þú átt.

Þeir vita ekki hvort þú hættir að dæla eftir 500 kr. eða 5000 kr. svo þetta er svo þú borgir bara fyrir það sem er dælt.

Ef þú velur 15.000kr. og fyllir bílinn fyrir 8000 borgarðu bara 8000 kr.

Re: Atlants Olía

Sent: Fim 11. Okt 2018 12:51
af GuðjónR
worghal skrifaði:er þetta ekki bara eins system og flestir?
hjá costco er rukkað 15þ sama hversu mikið bensín þú tókst og svo er endurgreitt mismuninn.
hef ekki lagt í að taka bensín hjá costco útaf þessu því fólk hefur lennt í því að þetta sé ekki endurgreitt fyrr en einhverjum dögum seinna og manni munar alveg um það.
Ekki hjá mér, þeir taka alltaf nákvæmlega þá upphæð sem ég kaupi fyrir.

Re: Atlants Olía

Sent: Fim 11. Okt 2018 13:36
af zedro
Fór til AO í sept, notaði debetkort, valdi 10.000kr
AO dregur 10.000kr af korti
AO leggur 10.000kr inná kortið aftur
AO dregur upphæðina sem ég dældi af kortinu.

Costco draga bara þá upphæð sem ég dæli fyrir.

Re: Atlants Olía

Sent: Fim 11. Okt 2018 14:50
af Tbot
Held að þetta sé bara hjá debitkortunum, aldrei neitt svona á kreditkortinu.