Síða 1 af 1
hvar er best að fara með bíl í bremsuskoðun/viðgerð?
Sent: Lau 06. Okt 2018 01:13
af rickyhien
bíllinn er Mazda 3 2014, hefur komið fyrir að bremsan fyrir aftan hægra megin var föst og skemmdi diskinn (fór síðast í N1 og diskur og klossar voru skipt, bremsudæluna sandblæst, kostaði 55þús).
Það sem er að gerast núna er að ég heyri óhljóð (bremsuhljóð) stundum þegar ég keyri hægt.
Brimborg er umboðið en ég heyrði að maður ætti ekki að fara til þeirra nema að það sé vélavandamál...er umboð oftast dýrast í svona viðgerðum?
Re: hvar er best að fara með bíl í bremsuskoðun/viðgerð?
Sent: Sun 07. Okt 2018 02:16
af littli-Jake
Komið fyrir að bremsan er föst? Þá er dælan væntanlega ónýt.
Auðvitað er umboðsaðili alltaf dýrastur en þú færð líka góð vinnubrögð þar. Til dæmis eru það ekki allir sem átta sig á því að bremsu dæla sé farin að festast og troða dótinu bara saman. Eins eru ekki allir sem spá í færslu pinnunum.
Og ég efast um að n1 hafi sandblásið dæluna. Klossahaldari er mun líklegra
Re: hvar er best að fara með bíl í bremsuskoðun/viðgerð?
Sent: Sun 07. Okt 2018 08:43
af brain
Yfirleitt þegar dælur festast er hægt að skipta umm spindil og gúmisett.
Stilling er best að mínu viti til að eiga svoleiðis kit, kostaði í mínu tilfelli um 6.000 á hjól ( Nissan)
ef þú ferð með bíllin í viðgerð hjá umboði, þá vilja þeir nota original hluti sem eru margfalt dýrari.
Hef keypt hjá svoleiðis stillingu og látið N1 setja í. Og jamm fékk líka sandblásið dæluhús !
Re: hvar er best að fara með bíl í bremsuskoðun/viðgerð?
Sent: Sun 07. Okt 2018 13:01
af littli-Jake
brain skrifaði:Yfirleitt þegar dælur festast er hægt að skipta umm spindil og gúmisett.
Stilling er best að mínu viti til að eiga svoleiðis kit, kostaði í mínu tilfelli um 6.000 á hjól ( Nissan)
ef þú ferð með bíllin í viðgerð hjá umboði, þá vilja þeir nota original hluti sem eru margfalt dýrari.
Hef keypt hjá svoleiðis stillingu og látið N1 setja í. Og jamm fékk líka sandblásið dæluhús !
Þegar handbremsan er hluti af aftur dælunni er orðið bölvað vesen að taka þetta upp. Þá getur hreinlega borgað sig að fá nýja dælu.
Ég get svosem ekki talað fyrir önnur umboð en þar sem ég hef verið en þegar bílar eru orðnir það gamlir að bremsu dælur eru farnar að gefa sig er mest notað af aftermarket hlutum í þá. Það er allavega lang oftast í boði.
Re: hvar er best að fara með bíl í bremsuskoðun/viðgerð?
Sent: Sun 07. Okt 2018 13:06
af Sallarólegur
Smur54 Bæjarhrauni