Síða 1 af 1

Nýja google chrome

Sent: Fös 21. Sep 2018 14:01
af Dúlli
Hvernig líst mönnum á þetta ? :-k

Ég er smá að velta, finnst nýju "Taps" líta illa út.

Re: Nýja google chrome

Sent: Fös 21. Sep 2018 15:14
af Sallarólegur
Fílaþetta.

Er reyndar litaður, finnst nýja Gmail svo geggjað og þetta er í stíl.

Re: Nýja google chrome

Sent: Fös 21. Sep 2018 15:17
af Dúlli
Gmailið er mjög flott, Ertu með theme á browsernum eða ?

Finnst svo óþægilegt að lesa hvíta stafi af bláum bakgrunn

Re: Nýja google chrome

Sent: Fös 21. Sep 2018 17:53
af ZiRiuS
Er hann að taka eitthvað minna minni?

Re: Nýja google chrome

Sent: Fös 21. Sep 2018 18:13
af Hjaltiatla
Dúlli skrifaði:Hvernig líst mönnum á þetta ? :-k

Ég er smá að velta, finnst nýju "Taps" líta illa út.
Ansi líkt firefox útlitinu núna.

Re: Nýja google chrome

Sent: Fös 21. Sep 2018 18:50
af audiophile
Gamla útlitið fannst mér alveg fínt. Þetta venst örugglega.

Re: Nýja google chrome

Sent: Lau 22. Sep 2018 11:22
af GuðjónR
Ég er að fíla þetta look, annars skiptir lookið mig minnstu, aðalmálið að browserinn sé hraður og stöðugur.
Í MacOS þá finnst mér plássið sem Tab/URL/Bookmarks, tekur of mikið, það mætti minnka það. Finnst það taka 1/5 af skjánum.
Mun betra í Windows.

Re: Nýja google chrome

Sent: Lau 22. Sep 2018 16:20
af afrika
mehhh.. Ég fýla ferkantaða hluti betur en alla þessa hringi.

Re: Nýja google chrome

Sent: Mið 26. Sep 2018 22:25
af skrani
ég þoli ekki hvernig öll viðmót í tölvukerfum eru orðin mismunandi grá... ljósgrár texti í ljósgráum hnapp á ljósgráum bakgrunni.

úff og iconin... ljós grá á ljósgráum bakgrunni.

Það má vel vera að þetta sé fagurfræðilega fallegt... en praktískt er það ekki... fullkomnlega óþolandi.

Svo fer maður í chrome themes...og guess what... nú eru vinsælustu theme-in dökkgrár texti á dökkgráum takka á dökkgráum bakgrunni... OHH.

Fann loksins eitt sem ég gat notað... "Classic Blue Theme (back to 50)"

Kæru forritarar í þessum hópi, hvernig væri nú að nota eitthvað af þessum 16 milljón litum eða hvað þeir eru nú margir.