Síða 1 af 1

Eitthvað vit í Intel i7 7820X sem uppfærslu ?

Sent: Mið 19. Sep 2018 22:23
af Hnykill
Er með i5 7600K yfirklukkaðan í 5 Ghz eins og er en held hann geti farið að verða flöskuháls þegar ég fæ RTX 2080 Ti kortið í hendurnar. svo mig langar að fara uppfæra í eitthvað öflugra, svo mér datt í hug i7 7820X ásamt 280mm AIO kælingu https://tolvutaekni.is/collections/kael ... kvakaeling

Spila mest bara tölvuleiki, er ekkert í neinni myndvinnslu eða streaming en er i7 7820X ekki svona ágætis allrahanda örgjörvi ? ..gott uppá mikið multitask og svona. future proof og svona því leikir eru farnir að nýta fleiri kjarna betur.

Eða ætti maður kannski bara að fá sér 7700K of yfirklukka hann í 5 Ghz og láta það duga ?

Annars er ég að spá í þessu..

i7 7820X (yfirklukka auðvitað)
32GB DDR4 3600 Mhz Quad Channel
2TB SSD m.2
Nvidia RTX 2080 TI 11GB

Er þetta ekki ágætis future proof uppfærsla ?

Re: Eitthvað vit í Intel i7 7820X sem uppfærslu ?

Sent: Fim 20. Sep 2018 16:45
af Halli25
7820X er socket 2066 svo þú þarft nýtt móðurborð fyrir hann svo 7700K er málið fyrir þig.
Nema þú viljir uppfæra móðurborðið ;)

Re: Eitthvað vit í Intel i7 7820X sem uppfærslu ?

Sent: Fim 20. Sep 2018 18:04
af Hnykill
Halli25 skrifaði:7820X er socket 2066 svo þú þarft nýtt móðurborð fyrir hann svo 7700K er málið fyrir þig.
Nema þú viljir uppfæra móðurborðið ;)
Já ég vissi af því. held ég skelli mér á það bara :)