Síða 1 af 1
Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 07:47
af hilmart
Skoðaði verðin á örgvjörvum rétt fyrir helgi og þar var lægsta verð Intel i7 8700K í cirka 43K og núna er lægsta verðið í 52K.
Hvað gerðist?
Nýjasti web archive sem ég gat fundið, 29 ágúst
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 07:51
af brain
US $ komin í 110 kr
Gengið er á flökti
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 08:53
af GuðjónR
brain skrifaði:US $ komin í 110 kr
Gengið er á flökti
Gengið 30.08.2018
106,89
Gengi 17.09.2018
109,62
2.6% hækkun á þessu tímabili.
Intel i5 8600K 28.900 kr.
Intel i5 8600K 39.900 kr.
33% hækkun.
Intel i7 8700 35.900 kr.
Intel i7 8700 49.900 kr.
39% hækkun
Intel Pentium G5500 7.900 kr.
Intel Pentium G5500 12.900 kr.
63% hækkun
Það hlýtur eitthvað annað að skýra þessa miklu hækkun en gengið.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 09:07
af Halli25
Búið að vera skortur á Intel Örgjörvum í nokkrar vikur.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 09:07
af hagur
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 09:17
af Dr3dinn
Heyrði afsakanir með skort á örgjörvum frá nokkrum tölvubúðum hérlendis.....
....en ég panta fyrir servera í miklu magni fyrir fyrirtækjamarkaðinn hérlendis og þar er engin skortur á örgjörvum en minnið hefur verið að hækka vegna skorts í heiminum nú síðast í ágúst.
Ný lína að koma "mögulega" út í lok okt m.a. 9700K sem er áætlað verð 400-500EUR.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 09:21
af GuðjónR
Ætli þessi stóru framleiðendur séu farnir að leika sér að því að búa til "skort" og hækka þannig verð?
Fyrst kom skortur á vinnsluminni, í ágúst 2016 kostaði 2x16GB af ddr4 fartölvuminni 119 dollar á bhphoto en kostar rúma 300 dollara núna, svo kom gríðarleg hækkun á skjákortum eins og allir vita, aftur var "skorti" m.a. vegna bitcoin mining kennt um og núna er allt í einu skortur á örgjörvum með tilheyrandi hækkunum?
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 10:17
af emmi
Tók eftir þessu með harðadiska líka um daginn hjá Tölvutek, 2-3þ kr hækkun.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 12:32
af audiophile
Ég sem var að spá í að fara loksins að skella í uppfærslu
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 12:47
af DJOli
Ekki panikka, en næsta hrun gæti verið að byrja.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 13:44
af JoiMar
Væri mögulegt að fá graf með verðþróun?
Þeas, ef módelið nafnið sjálf væri "veljanlegt" og þá kæmi graf með smá sögu.
Fylgja AMD örgjörvarnir ekki í þessari hækkun? Finnst þeir voðalega svipaðir og þeir voru fyrir einhverjum dögum.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 14:03
af GuðjónR
AMD hefur hækkað aðeins, en meira í takt við gengissig krónunnar.
Veit ekki alveg á hvaða vegferð Intel er, með þessar hækkanir.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 14:16
af Moldvarpan
Tollarnir hjá Trump byrjaðir að hafa áhrif?
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 14:26
af GuðjónR
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 14:33
af gtice
Verðþróunin sést ágætlega hér.
Þessi verð endurspegla væntanlega ekki heildsöluverð birgja hér heima sem kaupa inn á vonandi lægri verðum og með hagstæðari flutning.
https://pcpartpicker.com/product/sxDzK8 ... y_days=180
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Þri 18. Sep 2018 15:56
af GuðjónR
Ef AMD nær sér ekki á strik núna þá gerist það aldrei, fyrst öryggisgallarnir í byrjun árs og svo þessar miklu hækkanir...
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Mið 19. Sep 2018 13:57
af jonsig
Hvítflibbarnir farnir að sakna ökklabandanna.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Mið 19. Sep 2018 16:15
af rapport
Það er alltaf verið að tala um hagsveiflur eins og að þær séu hjartsláttur í hagkerfinu, að það sem fari upp hljóti að koma niður aftur o.þ.h.
Hvernig er þá hægt að útskýra nokkuð stöðugan hagvöxt í Póllandi í tæp 30 ár, smá minni vöxtur yfir kreppuárin 2007-2008 en annars nokkuð stöðugur.
Þetta eru ódýrar afsakanir, þetta er hægt ef efnahagsmálum er stýrt af þekkingu og áræðni en ekki pólitískum bittlingum og frændhygli.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Mið 19. Sep 2018 21:31
af gtice
Hagvöxtur í kringum okkur er mun minni en hjá okkur, þróunarríkin mörg eru hinsvegar með tveggja stafa tölur sjáanleg. Það eru eðlilegar skýringar á því. Pólland er klárlega að færast nær löndunum í vestur Evrópu, Ísland tók líklega stærri stökk um miðja síðustu öld eftir WWII.
Ég veit ekki hvaðan þetta graf er, en það er ekki að segja alla söguna, þar eru sveiflur eins og annarsstaðar - etv búið að setja upp rúllandi meðaltal.
Varðandi verðlagningu á örgjörvum erum við hinsvegar komin nokkuð út fyrir efnið enda lítil pólitík eða hagstjórn sem hefur þar áhrif.
Fyrir áhugasama má finna ýmislegt talnaefni hér t.d.:
https://tradingeconomics.com
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Fim 20. Sep 2018 09:03
af Halli25
Dr3dinn skrifaði:Heyrði afsakanir með skort á örgjörvum frá nokkrum tölvubúðum hérlendis.....
....en ég panta fyrir servera í miklu magni fyrir fyrirtækjamarkaðinn hérlendis og þar er engin skortur á örgjörvum en minnið hefur verið að hækka vegna skorts í heiminum nú síðast í ágúst.
Ný lína að koma "mögulega" út í lok okt m.a. 9700K sem er áætlað verð 400-500EUR.
haha meira bullið í þér, það er einmitt þveröfugt, minnið að lækka og örgjörvar í skorti.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Fim 20. Sep 2018 12:27
af halldorjonz
Pæling, þegar skjákortin hækkuðu mikið í verði vegna skorts útaf mining þá hélt fólk samt áfram að kaupa það, og mögulega hafa menn séð leik þar á borði að búa viljandi skort á örgjörvum, minnum og þessu drasli til að hafa ástæðu til að hækka verðin og ef fólk heldur áfram að kaupa þá mun þetta bara vera basic verð,,, tilraunastarfsemi í gangi, megið ekki gleyma þessi fyrirtæki , amd,intel,nvidia etc. eru öllu skráð á wall street þar sem eitt gildir.. PROFIT! og alltaf meira.
Re: Hví hækkaði verðið á örgjörvum um helgina?
Sent: Fim 20. Sep 2018 13:18
af Halli25
halldorjonz skrifaði:Pæling, þegar skjákortin hækkuðu mikið í verði vegna skorts útaf mining þá hélt fólk samt áfram að kaupa það, og mögulega hafa menn séð leik þar á borði að búa viljandi skort á örgjörvum, minnum og þessu drasli til að hafa ástæðu til að hækka verðin og ef fólk heldur áfram að kaupa þá mun þetta bara vera basic verð,,, tilraunastarfsemi í gangi, megið ekki gleyma þessi fyrirtæki , amd,intel,nvidia etc. eru öllu skráð á wall street þar sem eitt gildir.. PROFIT! og alltaf meira.
Sýnist það séu milliliðirnir sem eru að taka mismuninn á markaðnum en ekki Intel... Intel tapar frekar á skortinum.