Síða 1 af 1

Harði diskurinn í "coma"

Sent: Mið 16. Mar 2005 22:22
af machinehead
Okay, vandamálið er það að annar diskurinn minn hætti allt í einu að virka.
Þ.e. ég kemst ekki inn í hann alltaf þegar ég reyni það kemur
"E:\ is not accessible
The file or directory is corrupted and unreadable"

Ég get ekkert gert, hvortki Scan Disk né Defragment, ég var búinn að breyta nafninu á disknum í Geymslan, en núna er það búið að breytast í Local Disk.
Eitt að lokum, rétt áður en þetta gerðist var ég að flytja gögn af hinum disknum yfir á þennan, gæti hafa haf einhver áhrif, ég er ekki viss.
Þetta er Samsung 160GB diskur.

Veit einhver hvað er að?

EDIT: Kannski að bæta því við að file system er ekki NTFS eins og áður heldur RAW :shock:

Sent: Fim 17. Mar 2005 08:02
af gnarr
þetta kallast crash. ekki coma.

náðu þér í forrit eins og get data back for ntfs og scannaðu diskinn.

HVAÐ SEM ÞÚ GERIR! EKKI SKRIFA NEITT Á DISKINN!

ekki nýtt partition eða defragment að hvað sem er. ekki nema að þú viljir tapa gögnunum.

Sent: Fim 17. Mar 2005 09:27
af Snorrmund
"ooooh you got me in a coma.. And i don't think i wanna" :) <-Guns and roses ;)
En eins og Gnarr segjir alls ekki skrifa neitt á diskinn en þú gerir þér grein fyrir því að það eru alveg líkur á því að ef að þetta er t.d. tónlist þá "corruptist" hún... En fyrst að filesystemið er "raw" þá þarftu líklega einhver önnur forrit en getdataback for ntfs, s.s. Einhver sérhæfð fyrir RAW. Myndi halda það..
http://www.google.com/search?hl=en&q=%2 ... gle+Search

Sent: Fim 17. Mar 2005 10:21
af gnarr
raw, þýðir í rauninni "ekkert fs", eða að diskurinn sé corrupted.

ef maður er með ntfs og fær bad sector, þá breytist það í raw.

Sent: Fim 17. Mar 2005 16:51
af machinehead
Vitiði um einhver ókeypis svona scan and recovery forrit?

EDIT: Er einhver möguleiki á því að bjarga disknum frá tortímingu

Sent: Fim 17. Mar 2005 17:27
af Dagur

Sent: Fös 18. Mar 2005 12:05
af machinehead
Þetta PcInspector virkar ekki, kemur alltaf einhver error þegar hann er að scanna drifin. Vitiði um einhver freeware scan forrit, ég er búin að gúggla þessu en finn ekkert sem recoverar skjölum af skemmdum diskum.