Síða 1 af 1
Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Mið 05. Sep 2018 01:50
af g0tlife
Langaði að athuga skoðun ykkar á þessu, alltaf gaman að hugsa aðeins út fyrir kassann.
Var að lesa um mann sem benti Hitler á sínum tíma að bíða með að gera innrás í Rússland, halda áfram í staðinn að sprengja framleiðslu möguleika Breta á hernaði og þá sérstaklega flugvéla iðnaði, ekki sprengja borgirnar. Með því gætu Þjóðverjar léttilega gert innrás og sigrað breska flotann ef það væri engin mótspyrna í loftinu.
Á meðan vildi hann senda herlið niður að Miðjarðahafi og ná að loka Gíbraltasundinu. Þá gætu Þjóðverjar rólega tekið yfir allt Miðjarðahafið og haft létta inngöngu inn í Líbíu, Egyptaland og Tyrkland. Einnig vildi hann þjálfa upp herlið Ítala betur en þeir voru víst ekki sambærilegir herliði Þjóðverja. Í sameiningu gætu þeir farið í áttina að Íran og tekið part af olíulindum Rússlands undir sig.
Komnir þangað væri Indland rétt hjá og því þyrfti Bretland að ákveða sig hvort þeir ættu að fórna sér til að verja demantinn sinn eða heimalandið. En með auknu olíu og öll þau lönd, heimsálfur í kringum Miðjarðahafið undir stjórn Hitlers væri hann kominn í góða fjárhagslega stöðu og einnig búinn að koma sér vel fyrir.
Þarna ætti Bretland að hafa engar flugvélar eftir og Þjóðverjar ættu auðvelt með að gera innrás. Einnig kominn með herlið niður í Miðausturlöndin með betur bættum her Ítala væri en þá auðveldara fyrir Þjóðverja að gera innrás inn í Rússland því núna þyrftu þeir að verjast á tveimur stöðum með minni olíu.
Á þessum tímapunkti væri of erfitt fyrir Bandaríkin að gera innrás í Evrópu og myndu þeir byrja efla varnir, sjóher og flughernað og reyna ná eins miklum löndum og eyjum nálægt sér til að loka á innkomu Þjóðverja yfir hafið. Eflaust hefðu Þjóðverjar og Bandaríkjamenn náð sáttum því innrás væri of erfið fyrir báða aðla. En smá erja mundi eflaust koma upp í Brasilíu, Argentínu og Perú á milli þeirra.
Mig grunar vegna stærð landsvæðis að Þjóðverjar myndu nú leyfa einhverjum löndum að vera sjálfstæð og bakka með hernað til að tryggja að Evrópa væri ó snertanleg en hafa auga með þeim (ráða sína menn). Japanir hefðu herjað á Kína og Kóreuskagann og náð Asíu á endanum. Einnig jafnvel hjálpað með innrás inn í Rússland frá þriðja vígvelli.
Núna spyr ég ykkur, hvernig væri heimurinn í dag ef þetta hefði skeð ?
Hvernig væri Ísland núna, væri tæknin eða læknavísindi komin lengra/styttra, væri meiri/minni friður í heiminum en strangari reglur, hefði allt byrjað að sundrast þegar Hitler mundi láta af stjórn vegna elli/veikinda.
P.S.
Þetta er áhugamál hjá mér að hugsa um hvað hefði skeð ef hlutir hefðu farið öðrýsi í mannkynssögu og því eru öll skítakomment afþökkuð.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Mið 05. Sep 2018 01:58
af ZiRiuS
Vísindi væru eflaust komin lengra því tilraunir á mannfólki og fleira ósiðlegt var daglegt brauð hjá nasistunum. Einnig væri mannfólkið ekki 7.6 billjónir í dag því nasistarnir væru búnir að slátra nánast öllu sem er ekki hvítt og heilbrigt. Örugglega topnoth heimur...
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Mið 05. Sep 2018 21:27
af jonsig
Það hefði ekki dugað lengi, það væri allt logandi í skæru hernaði allstaðar.
En talandi um þetta, hvað ef stalín hefði sigrað heiminn ? Mao ? eða allir hinir fjöldamorðs kommúnistarnir ?
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Mið 05. Sep 2018 22:46
af appel
Þættirnir The Man in the High Castle ansi góð pæling um þetta "hvað ef" Þýskaland hefði unnið.
Ég held reyndar að Hitler eða Þýskaland hefði ekki getað haldið utan um þetta veldi sitt til lengdar. Sóvétmenn hefðu snúið sér að Þýskalandi fyrr eða síðar til að tryggja eigin öryggi, og stríð hefði brotist út milli þeirra, með mun minni skaða fyrir Sóvétmenn. Árásin á Pearl Harbor hefði líklega hvort sem er gerst, og BNA dregist inn í átökin. Og það hefði verið hægara sagt en gert að ráðast inn í Bretland, það voru ekki til nein plön um það sem hefðu gengið upp, það var mikill landher til í Bretlandi á þessum tíma og eitthvað D-Day ævintýri af hálfu Þjóðverja hefði aldrei gengið upp.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fim 06. Sep 2018 01:57
af ZiRiuS
appel skrifaði:Sóvétmenn hefðu snúið sér að Þýskalandi fyrr eða síðar til að tryggja eigin öryggi, og stríð hefði brotist út milli þeirra, með mun minni skaða fyrir Sóvétmenn.
Huh? Sovétríkin voru í Allied forces.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fim 06. Sep 2018 08:31
af svanur08
Má ekki gleyma því að Hitler og Stalin voru vinir fyrst þar til Hitler sveik hann, hefðu þeir verið allies hefðu þeir geta tekið heiminn. En svo má ekki gleyma því að bandaríkin voru komnir með nukes.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fim 06. Sep 2018 12:03
af urban
svanur08 skrifaði: En svo má ekki gleyma því að bandaríkin voru komnir með nukes.
Akkúrat þessi punktur, ég er hræddur um að það hefði verið hennt einhverjum nukes niður á þjóðverjann til að stoppa þá.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fim 06. Sep 2018 13:20
af appel
BNA voru ekki komin með kjarnorkusprengjuna fyrr en 1945, eftir að stríðið í Evrópu var búið.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fim 06. Sep 2018 15:40
af Tbot
Miðað við allt þá var stutt í að þjóðverjar væru komnir með atómsprengu og hefðu trúlega verið á undan kananum, helst að Bretar væru að tefja fyrir þeim.
Síðan voru þjóðverjar komnir miklu lengra með eldflaugatækni og þotuhreyfla en Kaninn.
Eitt aðal kapphlaup herja í lok stríðsins var að ná í þýska vísindamenn líkt og Verner von Braun.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fim 06. Sep 2018 17:35
af jonsig
Já, þeir sem væru búnir að lesa Baráttan um þungavatnið vita það.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fim 06. Sep 2018 17:43
af IL2
Þjóðverjar voru langt frá því að geta smíðað kjarnavopn.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fim 06. Sep 2018 20:57
af GuðjónR
WW2 var fyrst og fremst Evrópustríð, það hefði verið útilokað fyrir Hitler að sigra allan heiminn. Kjarnorkusprengjurnar hefðu ekki farið á Japan heldur Þýskaland ef stríði hefði dregist á langinn.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fös 07. Sep 2018 00:24
af appel
IL2 skrifaði:Þjóðverjar voru langt frá því að geta smíðað kjarnavopn.
Sammála þessu. Þeirra kjarnavopnaáætlun var ekki komin neitt áleiðis, var algjörlega á frumstigi. Menn tala um þungvatn, en það þarf miklu meira en það, og allt annað vantaði hjá þeim. Líklega hefðu þeir kannski verið komnir eitthvað áleiðis ef þeir hefðu haft 5-10 ár í viðbót. En það var sótt að þeim frá öllum áttum.
Manhattan áætlunin var 4 ár í framkvæmd, og það í Bandaríkjunum, ekki í miðju styrjaldarsvæði. Þarna voru 130 þús manns að vinna í allskonar verksmiðjum. Þetta fékk allt saman að vera í friði. Efast um að þjóðverjar hefðu fengið að hafa sitt í friði, það hefði verið bombað einsog margt annað.
Þar að auki framleiddi BNA aðeins örfáar sprengjur, 2 til að byrja með, 1 prufunar. Ég veit ekki hvað þeir náðu að framleiða margar til viðbótar fljótlega eftir það, en líklega einhverjar mánuðum seinna. Segjum sem svo að þýskaland hefði getað þetta, og náð að framleiða 1-3 sprengjur með sama átaki og BNA. Hvað hefðu þjóðverjar sprengt? London? New York? Moscow? Það hefði ekki nægt til að stöðva stríðsvélar þessara landa, þó ein borg verði verið skaða. Japanir misstu tvær borgir en voru samt ekkert endilega á því að gefast upp. Það hefði verið samstundis ráðist á allt sem tengdist kjarnorkuvopnaáætlun þjóðverja og þeir hefðu ekki náð að framleiða fleiri sprengjur.
Þetta kostaði morðfé á þessum tíma, Manhattan, að hafa 130 þús manns í vinnu og byggja margar stórar verksmiðjur og orkuverk og rannsóknarstofur.
Þetta hefði þýskaland ekki getað gert á svona skömmum tíma, þeir áttu ekki peninga til þess, allt þeirra samfélag og hagkerfi var undir í öðru. Á lokametrunum náðu þeir að framleiða örfáa skriðdreka, framleiðsluhagkerfi þeirra var alveg komið að endamörkum á meðan það bandaríska var á blússandi uppleið og svoleiðis dældi út flugvélum, skipum, skriðdrekum, o.s.frv.
Við lok WW2 var Bandaríska hagkerfið gríðarlega stór hluti af heimshagkerfinu, bandaríska hagkerfið var umtalsvert stærra en breska+þýska+ítalska+japanska+sóvéska+franska til saman. Og er það enn þá daginn í dag! Þið getið ímyndað ykkur hversu lítið þýska hagkerfið var orðið á þessum tíma, og þá getið þið dregið þá ályktun að geta þýskalands að standa í sambærilegu Manhattan verkefni var nákvæmlega brota-brot af getu bandaríkjanna á þessum tíma.
Mér finnst þessi tafla áhugaverð:
https://en.wikipedia.org/wiki/Military_ ... War_II#GDP
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fös 07. Sep 2018 04:03
af asgeirbjarnason
Virkilega vel skrifað svar, appel, sem undirstrikar hvað maður þyrfti að gefa Axis ríkjunum fáránlega mikla forgjöf til að stríðið hefði getað endað þeim í hag. Logistics, mannfjöldi og hagkerfisstærð skipta miklu máli í stríðum og það væri erfitt að búa til aðstæður þar sem Kína, Indland, Bandaríkin og Rússland hefðu ekki á endanum endað gegn Axis ríkjunum.
- Kína var búið að vera í stríði við Japan frá 1937, tveimur árum áður en seinni heimstyrjöldin er talin formlega byrja.
- Rússland hefði getað haldist utan stríðsins í einhvern tíma í viðbót en Þýskaland var það aggresíft til austurs að það var ekki stabílt. Þýskaland hefði vissulega grætt mjög mikið á því að vera ekki með tvær víglínur í gangi samtímis en hvor víglínan á eftir annarri hefði örugglega líka verið þeim ofviða.
- Bandaríkin voru miklu hliðhollari Allied blokkinni. Þeir voru að fjármagna Breta og beita Japani og Þjóðverja viðskiptaþvingunum vel fyrir formlega inngöngu sína í stríðið.
- Indland var nýlenda Englands og var þeim hliðholt í stríðinu. Þeir hefðu kannski undir einhverjum kringumstæðum verið hlutlausir í stríðinu en þeir hefðu seint verið Axis megin, vegna menningartengsla sinna við England.
Svo jafnvel undir kringumstæðum þar sem evrópsku Allied ríkin tapa algerlega þá væru ennþá risastórar hindranir milli Axis ríkjana og einhvers sem væri hægt að kalla sigur á heimstyrjöldinni.
Það væri hægt að ímynda sér að Þýskaland og Japan hefðu getað unnið minni útgáfur af landvinningastríðum ef ríki utan sjálfra landvinningasvæðana hefðu ekki sogast inn í átökin, en þá erum við að tala um allt annað stríð en heimstyrjöldina. Ítalía var hinsvegar örugglega fucked frá byrjun.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fös 07. Sep 2018 08:38
af machinehead
ZiRiuS skrifaði:appel skrifaði:Sóvétmenn hefðu snúið sér að Þýskalandi fyrr eða síðar til að tryggja eigin öryggi, og stríð hefði brotist út milli þeirra, með mun minni skaða fyrir Sóvétmenn.
Huh? Sovétríkin voru í Allied forces.
Það var ekki fyrr en eftir innrás Þjóðverja.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fös 07. Sep 2018 08:51
af Tbot
appel skrifaði:IL2 skrifaði:Þjóðverjar voru langt frá því að geta smíðað kjarnavopn.
Sammála þessu. Þeirra kjarnavopnaáætlun var ekki komin neitt áleiðis, var algjörlega á frumstigi. Menn tala um þungvatn, en það þarf miklu meira en það, og allt annað vantaði hjá þeim. Líklega hefðu þeir kannski verið komnir eitthvað áleiðis ef þeir hefðu haft 5-10 ár í viðbót. En það var sótt að þeim frá öllum áttum.
Manhattan áætlunin var 4 ár í framkvæmd, og það í Bandaríkjunum, ekki í miðju styrjaldarsvæði. Þarna voru 130 þús manns að vinna í allskonar verksmiðjum. Þetta fékk allt saman að vera í friði. Efast um að þjóðverjar hefðu fengið að hafa sitt í friði, það hefði verið bombað einsog margt annað.
Þar að auki framleiddi BNA aðeins örfáar sprengjur, 2 til að byrja með, 1 prufunar. Ég veit ekki hvað þeir náðu að framleiða margar til viðbótar fljótlega eftir það, en líklega einhverjar mánuðum seinna. Segjum sem svo að þýskaland hefði getað þetta, og náð að framleiða 1-3 sprengjur með sama átaki og BNA. Hvað hefðu þjóðverjar sprengt? London? New York? Moscow? Það hefði ekki nægt til að stöðva stríðsvélar þessara landa, þó ein borg verði verið skaða. Japanir misstu tvær borgir en voru samt ekkert endilega á því að gefast upp. Það hefði verið samstundis ráðist á allt sem tengdist kjarnorkuvopnaáætlun þjóðverja og þeir hefðu ekki náð að framleiða fleiri sprengjur.
Þetta kostaði morðfé á þessum tíma, Manhattan, að hafa 130 þús manns í vinnu og byggja margar stórar verksmiðjur og orkuverk og rannsóknarstofur.
Þetta hefði þýskaland ekki getað gert á svona skömmum tíma, þeir áttu ekki peninga til þess, allt þeirra samfélag og hagkerfi var undir í öðru. Á lokametrunum náðu þeir að framleiða örfáa skriðdreka, framleiðsluhagkerfi þeirra var alveg komið að endamörkum á meðan það bandaríska var á blússandi uppleið og svoleiðis dældi út flugvélum, skipum, skriðdrekum, o.s.frv.
Við lok WW2 var Bandaríska hagkerfið gríðarlega stór hluti af heimshagkerfinu, bandaríska hagkerfið var umtalsvert stærra en breska+þýska+ítalska+japanska+sóvéska+franska til saman. Og er það enn þá daginn í dag! Þið getið ímyndað ykkur hversu lítið þýska hagkerfið var orðið á þessum tíma, og þá getið þið dregið þá ályktun að geta þýskalands að standa í sambærilegu Manhattan verkefni var nákvæmlega brota-brot af getu bandaríkjanna á þessum tíma.
Mér finnst þessi tafla áhugaverð:
https://en.wikipedia.org/wiki/Military_ ... War_II#GDP
Það er ein grundvallar villa í þessu hjá þér.
Við það að Þjóðverjar hefðu klárað Bretland strax 1940 þá væri stökkpallur Bandaríkjanna horfinn inn í Evrópu og verið vatn á millu einangrunarsinna í USA, þó FDR hefði leynt og ljóst unnið í að koma USA inn í stríðið.
Þetta verður líka til þessa að Þjóðverjar eru ekki í stríði á mörgum vígstöðvum.
Einnig hefði þetta líka haft áhrif kyrrahafsmegin, því staða Indlands hefði breyst og ekki víst að árásin á Pearl Harbour hefði orðið.
Re: Ef Hitler hefði unnið WW2
Sent: Fös 07. Sep 2018 12:02
af appel
Tbot skrifaði:appel skrifaði:IL2 skrifaði:Þjóðverjar voru langt frá því að geta smíðað kjarnavopn.
Sammála þessu. Þeirra kjarnavopnaáætlun var ekki komin neitt áleiðis, var algjörlega á frumstigi. Menn tala um þungvatn, en það þarf miklu meira en það, og allt annað vantaði hjá þeim. Líklega hefðu þeir kannski verið komnir eitthvað áleiðis ef þeir hefðu haft 5-10 ár í viðbót. En það var sótt að þeim frá öllum áttum.
Manhattan áætlunin var 4 ár í framkvæmd, og það í Bandaríkjunum, ekki í miðju styrjaldarsvæði. Þarna voru 130 þús manns að vinna í allskonar verksmiðjum. Þetta fékk allt saman að vera í friði. Efast um að þjóðverjar hefðu fengið að hafa sitt í friði, það hefði verið bombað einsog margt annað.
Þar að auki framleiddi BNA aðeins örfáar sprengjur, 2 til að byrja með, 1 prufunar. Ég veit ekki hvað þeir náðu að framleiða margar til viðbótar fljótlega eftir það, en líklega einhverjar mánuðum seinna. Segjum sem svo að þýskaland hefði getað þetta, og náð að framleiða 1-3 sprengjur með sama átaki og BNA. Hvað hefðu þjóðverjar sprengt? London? New York? Moscow? Það hefði ekki nægt til að stöðva stríðsvélar þessara landa, þó ein borg verði verið skaða. Japanir misstu tvær borgir en voru samt ekkert endilega á því að gefast upp. Það hefði verið samstundis ráðist á allt sem tengdist kjarnorkuvopnaáætlun þjóðverja og þeir hefðu ekki náð að framleiða fleiri sprengjur.
Þetta kostaði morðfé á þessum tíma, Manhattan, að hafa 130 þús manns í vinnu og byggja margar stórar verksmiðjur og orkuverk og rannsóknarstofur.
Þetta hefði þýskaland ekki getað gert á svona skömmum tíma, þeir áttu ekki peninga til þess, allt þeirra samfélag og hagkerfi var undir í öðru. Á lokametrunum náðu þeir að framleiða örfáa skriðdreka, framleiðsluhagkerfi þeirra var alveg komið að endamörkum á meðan það bandaríska var á blússandi uppleið og svoleiðis dældi út flugvélum, skipum, skriðdrekum, o.s.frv.
Við lok WW2 var Bandaríska hagkerfið gríðarlega stór hluti af heimshagkerfinu, bandaríska hagkerfið var umtalsvert stærra en breska+þýska+ítalska+japanska+sóvéska+franska til saman. Og er það enn þá daginn í dag! Þið getið ímyndað ykkur hversu lítið þýska hagkerfið var orðið á þessum tíma, og þá getið þið dregið þá ályktun að geta þýskalands að standa í sambærilegu Manhattan verkefni var nákvæmlega brota-brot af getu bandaríkjanna á þessum tíma.
Mér finnst þessi tafla áhugaverð:
https://en.wikipedia.org/wiki/Military_ ... War_II#GDP
Það er ein grundvallar villa í þessu hjá þér.
Við það að Þjóðverjar hefðu klárað Bretland strax 1940 þá væri stökkpallur Bandaríkjanna horfinn inn í Evrópu og verið vatn á millu einangrunarsinna í USA, þó FDR hefði leynt og ljóst unnið í að koma USA inn í stríðið.
Þetta verður líka til þessa að Þjóðverjar eru ekki í stríði á mörgum vígstöðvum.
Einnig hefði þetta líka haft áhrif kyrrahafsmegin, því staða Indlands hefði breyst og ekki víst að árásin á Pearl Harbour hefði orðið.
En þeir náðu aldrei að klára Bretland strax árið 1940, né síðar.
https://en.wikipedia.org/wiki/Operation_Sea_Lion
Þeir reyndu það, voru með plön, en höfðu ekki getuna til þess. Og afskipti BNA eða Sóvét skiptu engu máli enda voru þau ekki komin í stríðið á þessum tíma. Þýskaland náði ekki einu sinni að sigra RAF, og Luftwaffe nær kláraði sig á því að reyna sigra þá í loftinu. Breski flotinn var mjög öflugur á þessum tíma, mun öflugri en sá þýski, og það hefði verið ólíklegt að þjóðverjar hefðu einhverntímann náð að koma hermönnum og hergögnum yfir. Sbr. D-Day þegar herafli fór frá Bretlandi til Normandí, þá var ekki til neinn þýskur floti til að verjast, og mjög lítið að þýskum hermönnum til að verjast. En það hefðu verið milljónir breskra hermenna sem hefðu tekið á móti þjóðverjum hefðum þeir reynt að ráðast inn í Bretland.
Þannig að heppnuð innrás inn í Bretland og hertaka er og var fjarstæð, það voru mjög litlar líkur á að slíkt myndi heppnast.