Síða 1 af 1

RTX 2080&2080Ti Benchmarksperra þráðurinn

Sent: Mið 22. Ágú 2018 23:02
af HalistaX
Sælir,

Veit ekki hvort sé kominn svona þráður en ég er amk það spenntur að mig langar að henda í einn slíkann.

Hér megiði eeendilega vippa inn Benchmarks fyrir nýju 2080 línuna frá Nvidia!

Allskonar Benchmarks, tölvuleikja, mining, all that hot shit we've been craving, if you catch my drift! :snobbylaugh

PC Gamer talar hér um 50% afl aukningu, en það eru tölur beint frá Nvidia....

http://www.pcgamer.com/amp/nvidias-benc ... -gtx-1080/

Spennandi verður að sjá hvort þessar tölur haldist og þar að auki verður spennandi að sjá hvað mismunandi framleiðendur gera með klukkanir og kælingar.

Kælir MSI betur en Windforce? Skellið því í þráðinn!

Mig langar að uppfæra mitt bara svona uppa sportið, en ætli ég þyrfti ekki að skera af mér hendina og finna fyrir hana kaupanda sem langar í illa klipptar neglur og Rick and Morty tattú ásamt feiiiitu Carpal Tunnel....

En já, dælið inn upplýsingum! Ef einhverskonar vélbúnaðarpervert ég státa mig á að vera, þá eru Benchmark og FPS tölur mitt helsta blæti!

Re: RTX 2080&2080Ti Benchmarksperra þráðurinn

Sent: Fim 23. Ágú 2018 09:29
af Dropi
Ég bíð spenntur að sjá benchmark mun á milli 1080Ti og 2070, slær $499 kort gamla kónginum ref fyrir rass í performance per dollar? Mér er sama um high end, ég er algjör value perri :D

Re: RTX 2080&2080Ti Benchmarksperra þráðurinn

Sent: Mið 19. Sep 2018 17:04
af gnarr
Það er kominn slatti af benchmörkum núna og RTX2080 virðist vera nánast nákvæmlega jafn hratt og GTX1080Ti í flestum leikjum...

Svo að nýja $699 kortið (RTX2080) verður jafn hratt og gamla $699 kortið (GTX1080Ti).