Síða 1 af 1

Allveg fáranleg hljóð

Sent: Mán 14. Mar 2005 21:24
af hahallur
Ég hef verið að spá í hvaða þessi skrýttnu helvítis suð hljóð eru að koma og fann út að það er úr hártölurunum mínum við tölvuna.

Það virðist vera að þegar ég td scrolla, held músinni niðri eða droppa niður glugga heyrist svona, R2D2 hljóð og öll mismunandi.

Ekkert sterkt bara veikt óþolandi hljóð, og þó ég stilli á mute heyrast þau sammt.

Svo er þetta líka svona þegar ég er í leikjum, td þegar ég er að hlaupa með sniper heyrist "siiiiiiiii" og þegar ég zoom-a inn kemur strax "suuuu" :dead

Ég er búin að pæla í allskonar hlutum sem gætu valdið þessu en finn ekkert.

Einhver sem hefur lennt í þessu.

BTW þá er ég með Audigy 2 ZS Platinum Pro.

Sent: Mán 14. Mar 2005 21:37
af CraZy
hehe þetta er einsog "blúbb" hljóðið mitt kemur í tíma og ótíma held að það se einhver spyware bara

Sent: Mán 14. Mar 2005 21:41
af hahallur
Þetta kemur alltaf eftir svona 5min en tölvan er splúnku ný :?

Sent: Mán 14. Mar 2005 22:17
af Snorrmund
CraZy skrifaði:hehe þetta er einsog "blúbb" hljóðið mitt kemur æi tíma og ótíma held að það se einhver spyware bara
Einhver með útskýringu?? þetta gerist stundum í fjölskyldutölvunni hérna..

Sent: Þri 15. Mar 2005 00:03
af gnarr
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=5134
nei, það er ekkert bilað hjá þér. málið er það að vegna þess að þú ert með innbygt hljóðkort á móðurborðinu, þá vantar alla þétta og allt sem sér um að hljóðkortið fá fasalaust rafmagn. þetta þýðir að í hvert skipti sem að einher hlutur í tölvunni þinni notar rafmagn, það breytist fasatíðnin á rafmagninu sem hljóðkortið fær, og það endar með því að það koma truflanir í hljóðið.

Þetta er hlutur sem ég spáði mikið í fyrir rúmum 2 árum, þegar ég keypti mér tölvu síðast. ég leitaði heillengi að góðu móðurborði sem að var með góða og stóra þétta fyrir pci raufarnar og með góðu rafmagnskerfi overall. ég endaði á að taka Abit BD7 borð, vegna þess að það var eina móðurborðið á íslenska markaðnum þá sem að var með 4fasa rafmagni. svo var það einmit líka með mjög góða þétta fyrir pci slotin. svo fékk ég mér líka mjög gott powersupply, en það hjálpar líka mikið til. léleg powersupply eru ekki með góðum spólum og þéttum, svo að það kemur oftast "lélegt" rafmagn úr þeim.

vegna þess að ég spáði í þetta, þá er ég að ná allt að 95db snr, með sama og engu thdc.
Þetta er nokkurnveginn það sama og er að hjá ykkur. rafmagns leiðindi.

Sent: Þri 15. Mar 2005 08:51
af hahallur
Ég er með dýrt hljóðkort :?

Sent: Þri 15. Mar 2005 09:43
af gnarr
ertu með gott psu? hvernig eru þéttarnir í kringum PCI ?

Sent: Þri 15. Mar 2005 13:24
af hahallur
ég er mep silenX 520w og Asus A8V Deluxe, hefði haldið að þéttarnir væru góðir á því, en hvernig veit ég hvernig þétta ég er með, hef ekki hugmynd :?

Sent: Þri 15. Mar 2005 14:33
af zaiLex
Þetta er líka svona í lappanum mínum, ógeðslega pirrandi :x. Heyri þetta reyndar bara þegar ég er að nota heyrnatól.

Sent: Þri 15. Mar 2005 15:15
af nomaad
Jebb, ég heyri allskonar fönkí hljóð í lappanum mínum þegar ég er að transferra á netkortinu, þegar skjárinn er að gera eitthvað mikið og svona.

Mitac != build quality :/

Sent: Fim 31. Mar 2005 20:38
af zaiLex
Það er hljóð tengi ofan á kassanum mínum sem maður tengir í pinna á móðurborðinu, þegar ég nota það tengi þá koma umtöluð hljóð en ekki þegar ég nota venjulega tengið aftan. Er þetta eðlilegt eða er þetta móðurborð bara illa byggt?

Sent: Fim 31. Mar 2005 23:46
af Snorrmund
nomaad skrifaði:Jebb, ég heyri allskonar fönkí hljóð í lappanum mínum þegar ég er að transferra á netkortinu, þegar skjárinn er að gera eitthvað mikið og svona.

Mitac != build quality :/
Verð að vera á móti þér að mörgu leyti.. systir mín á mitac tölvu sem er búið að nota MJÖG mikið bæði í leiki og í nám.. Hún keypti hana um jól 2002 og þegar að vinir mínir fermdust april 2003 þá keyptu þér sér dell.. Þeirra tölvur eru mikið minna notaðar og hljóðkortið virkar í hvorugri eins og það á að gera(brestir) hátalarnir farnir og engir stafir á lyklaborðinu og það þarf að herða skjáfestingarnar á tveggja vikna fresti..(annars dinglar skjárinn).. Á tölvunni hjá systur minni eru w a s d takkarnir svoldið tregir(Hmmmm wonder why??) annað ekki.. W a s d takkarnir hættu að vera jafn tregir eftir að ég keypti mér mína eigin tölvu reyndar.. Þannig að ég get ekki supportað að mitac séu lélegar tölvur.. Og þess má geta að dellararnir kostuðu 220þúsund(2.53 ghz p4) og mitac 140þúsund(1.9 p4.) annars það sama..

Sent: Fim 12. Maí 2005 13:17
af Rednex
Þeir sem eru í vandamálum með hljóð úr hátölurunum ættu að gá að því hvort hljóð snúran sé nokkuð nálægt öðrum snúrum eins og t.d. rafmagnssnúrunni (power snúran).

Þegar að ég fór á tölvuviðgerðarnám haustið 2002 sagði kennarinn okkur litla sögu. Hann hafði ráðlagt vinafólki sínu að kaupa ákveðna hátalara vegna góðra gæða vs. peninga. Þegar fólkið var búið að setja upp dæmið voru gæðin allt annað en góð... það heyrðist fullt af suði og öðru óæskilegu. Kom þá umræddur kennari og skoðaði uppsetninguna í smá stund. Hann rakti allar snúru flækjur , lét ekkert liggja saman og þá kom þetta brilliant hljóð úr hátölurunum :o

Sent: Sun 15. Maí 2005 01:31
af MezzUp
Rednex skrifaði:Þegar að ég fór á tölvuviðgerðarnám haustið 2002 sagði kennarinn okkur litla sögu.
Mætti ég spyrja, bara uppá forvitnina, hvar þú hafir farið í þetta nám?

Sent: Sun 15. Maí 2005 01:57
af Pandemic
Myndi telja að þetta væri óreglulegt rafmagn eða þéttar tengjast rafmagninu á pci raufunum. segulsvið af öðrum snúrum er mjög ólíkleg ástæða þar sem það fer mjög lítill straumur í gegnum flestar snúrur sem eru aftan á tölvunni fyrir utan power snúruna.

Sent: Sun 15. Maí 2005 02:13
af hallihg
Ég kannast við svona weirdo suð þegar ég er með headfónin, en samt var ég ekkert með mic eða neitt tengdan. Þá prufaði ég að láta Line In í Volume Control á mute og þá fór það.

Sent: Sun 15. Maí 2005 02:59
af MezzUp
Jamm, ég mute'a alltaf öllum óþarfa sem skapar suð: báðum geisladrifunum, mic, line in...

Sent: Mið 25. Maí 2005 06:01
af zaiLex
Að mute'a eitthvað í volume control á ekki eftir að stoppa þetta hljóð, það er alveg á hreinu.

Sent: Mið 25. Maí 2005 10:41
af Pandemic
zaiLex skrifaði:Að mute'a eitthvað í volume control á ekki eftir að stoppa þetta hljóð, það er alveg á hreinu.
Nei reyndar er þetta alveg satt að það getur hjálpað það kemur suð t.d ef ég með kveikt á line in og það suð virðist koma eftir álaginu á tölvunni.