Síða 1 af 2

Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 11:52
af jonsig
Jæja, ég hef verið í þessum tölvuleikjum og eiga fancy tölvu frá fermingaaldri.. nálgast 20 ár og það hefur aldrei verið jafn leiðinlegt..

Það er ekkert að gerast í vélbúnaðinum.. nákvæmlega ekki neitt..

C&C er dautt..

Fallout serían er að verða eitthvað líkara sims heldur en classík með góðum söguþræði.

Nýjir leikir sjúga sig við kredit kortið hjá okkur, og allt snýst þetta um að gera okkur svo háða þessu að við endum á að drulla í pizza kassa.. (fyrir þá sem hafa séð south park)

Ég varð bara að skrifa þetta eftir að hafa tekið nokkura mánuða pásu við að stúdera verðin og vöruframboðið á vaktin.is og fann út að ég er "ennþá" með puttan á púlsinum í tölvumálunum því nákvæmlega ekkert hefur breyst þarna. Þá er ég ekki að skjóta á Guðjón (fyrir þá sem vilja misskilja allt)

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 11:59
af Haukursv
Ekkert að því að eiga mörg áhugamál.. Hjá mér kemur þetta og fer í bylgjum, eins og er er vélbúnaður og tölvuleikir að víkja fyrir öðrum hlutum

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 12:25
af jonsig
Eins og?

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 12:35
af Viggi
Ég er sjalfur dottinn í hjólasportið. Annars er alltaf nóg að gera hjá manni leikjalega séð með htc vive og svo er maður kominn með nintendo switch. dettur alltaf í ps4 öðru hvoru. svo allar hinar leikjatlövunar. en eitt er rétt að fyrir utan þybgstu leikina þá dugar um 6 ára tölvan mín alveg álíka vel og splunkuný tölva. Get reyndar ekki spilað 4k leiki en fuck that

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 13:01
af Haukursv
jonsig skrifaði:Eins og?
Fyrir mig er það ljósmyndun, tónlist (spila á gítar og bý til lög í FL studios) og líkamsrækt en þú ættir að vita það best hvað vekur þinn áhuga

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 15:13
af dori
Fjarstýrðir bílar eru osom.

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 15:28
af worghal
ég er svona nokkurnveginn í sama báti.
Hef alveg enþá brennandi áhuga á tölvu og tækni og leikjum, en það vantar allt social aspect í það.
Ég spila orðið alltaf bara sömu leikina með sama fólkinu (pugb, wow, diablo) og nenni ekki single player.
Og það versta við þetta allt er að vinir mínir hafa engann áhuga á neinu öðru en að hanga heim hjá sér í tölvunni, fyrir utan það að við hittumst einusinni í viku til að spila d&d.
Aftur á móti þá hef ég alveg önnur áhugamál en hef ekki efni á þeim og hef engann vin sem hefur áhuga á því sama (ég nenni ekki að gera hluti einn :klessa )

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 16:58
af DJOli
Ég er rosalega fyrir tölvur, en á sama tíma hef ég passað mig að hafa ekki áhugahringinn og þröngan. Hef líka gífurlegan áhuga á tónlist, tónlistargerð, kvikmyndum og kvikmyndagerð ásamt fleiru.

Ef þér leiðist og langar að prófa að vera pínu listrænn, þá eru ódýrustu usb hljómborðin hjá Hljóðfærahúsinu ekkert sérlega dýr.
https://www.hljodfaerahusid.is/is/vefve ... =price-asc

Svo fann ég nýjan leik um daginn sem ég er búinn að spila örlítið, en hann heitir Graveyard Keeper.
Fyrir utan hann, Counter-strike: Go.

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 21:24
af Dr3dinn
líkamsrækt og börn... þetta seinna blokka allt annað svo long term.

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 21:35
af Sallarólegur
Frisbígolf er þægilegasta og byrjendavænasta sport sem þú getur prufað...

http://www.folf.is/folfvellir-a-islandi-4/


Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 22:05
af AntiTrust
Ég er einn af þeim sem hafa alltof mörg áhugamál en á sama tíma of mikið af vinnu og skyldum til að geta stundað þau öll eins og ég vildi.

Ég hef alltaf haft tölvurnar sjálfar sem áhugamál, frekar en leikjaspilun og þá sérstaklega fikt - hvort sem það var yfirklukkun eða keyra e-rskonar servera og þjónustur, og hef gaman af því að kreista eins mikið útúr vélum og ég get fyrir eins lítinn pening og ég kemst upp með. Þ.e. þótt vélbúnaðarþróun sé hægari en hún var þá hefur það engin áhrif á það hversu gaman mér finnst að fikta og ég gleymi mér auðveldlega heilu næturnar þegar ég finn e-ð nýtt til að prufa.

Þegar ég var yngri og barnlaus þá eyddi ég oft heilu dögunum í að prufa mismunandi stýrikerfi, lærði allt sem ég kann á linux í gegnum það fikt, keyrði svo t.d. á tímabili 4ja véla hyper-v cluster heima og lærði mikið á því - allt á vélbúnaði sem kostaði mig undir 100þ total. Í dag vinn ég bæði sem kerfisstjóri og kenni það sama svo ég fikta ekki eins mikið við þetta heima og ég gerði, svo ég hef haft það sem long-term hobbý síðustu ár að keyra ágætis Plex server fyrir vini og fjölskyldu og finnst gaman að halda því uppi, passa að ég sé með mainstream efni og að allt sé eins automated og það getur verið. Mér finnst líka mjög gaman að monitora hluti og finna og prufa ný tól reglulega til þess. Ekki hlutir sem taka of mikinn tíma en gefur mér e-ð til að sinna af og til yfir vikuna.

Ég hef aldrei verið hardcore PC gamer, alltaf bara í console en fundið það áhugamál líka drepast eftir því sem meira og meira af leikjum hætta að snúast um storyline og meira um multiplayer - sem ég hef 0 þolinmæði fyrir. Dóttir mín er að detta í 2ja ára og hún er t.d. nýlega farin að hafa gaman afþví að horfa á mig spila ákveðna leiki, sérstaklega retro remastered leiki eins og Abe's Odyssey, Crash Bandicoot og fleiri og alltíeinu upplifi ég mig 10 ára aftur að spila þetta á sunnudagsmorgnum með lítinn áhorfanda.

Góðar en heilalausar bækur er alltaf góð afþreying, Jack Reacher bækurnar renna t.d. ljúft niður þessar vikurnar og svo hlusta ég mikið á áhugaverð podcost þegar ég fer með hundana í göngutúra daglega og reyni þannig að slá tvær flugur í einu höggi.

Líkamsrækt í einu formi eða öðru er líka bara e-ð sem allir ættu að temja sér, og þá skiptir mest máli að finna sér e-ð sem veitir ánægju til lengri tíma litið. Ræktin, sund, fjallgöngur - allt áhugamál hjá mér sem er endalaust hægt að breyta og bæta og gefur manni markmið til að stefna á, svona fyrir utan daglega endorfín skammtinn og vonandi lengra og betra líf.

Og þegar letin kikkar inn og maður nennir ekki neinu umfram sófalegu á sunnudagskvöldi - þá er óteljandi af góðum þáttaseríum sem bíða eftir manni óséðar.

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 22:38
af Hjaltiatla
Sjálfum finnst mér gaman að detta í alls konar Self study á netinu t.d einhvern kúrs af þessari síðu.
http://www.openculture.com/freeonlinecourses

Audible hljóðbækur þegar maður tekur röltið/skokkið eru fín afþreying til að gera hreyfinguna aðeins skemmtilegri.

Er nýlega byrjaður að detta í DIY verkefni eftir að ég keypti mér íbúð og fæ alls konar hugmyndir af Reddit og Youtube.

Væri reyndar til í að læra að elda góðan mat, það er praktískt og ég þarf að finna út hvar er best að læra það.

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 22:45
af jonsig
Flott svör. En fyrir utan að leika sér með server- plex og services eru auðvitað sumir að gera kannski smá vodafone "leka",,, smá man- in the middle eða leika sér með hash fæla O:) o.s.frv en það er kannski dálítið einmannalegt hobby.

En ég sé að ég er ekki einn á báti með þessar pælingar.

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 23:19
af J1nX
https://emulationstation.org/ fáðu þér svona og þú ert góður næstu árin :D :D

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Lau 18. Ágú 2018 23:35
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:Flott svör. En fyrir utan að leika sér með server- plex og services eru auðvitað sumir að gera kannski smá vodafone "leka",,, smá man- in the middle eða leika sér með hash fæla O:) o.s.frv en það er kannski dálítið einmannalegt hobby.

En ég sé að ég er ekki einn á báti með þessar pælingar.
Ekkert endilega einmannalegt , itpro.tv er með CEH v9 námskeið með practice labs (ef þú kaupir premium áskrift).
Vona bara að þú klæðist hvíta hattinum ef þú ferð að fikta :)

Betra að vita hvaða veikleikar eru úti þegar það eru komnar síður eins og https://www.shodan.io/ sem gera nánast hvaða "script kiddie" að hakkara.

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Sun 19. Ágú 2018 07:17
af Moldvarpan
Ég hef persónulega mjög gaman að stangveiði.
Fer alltaf árlega í lax og sjóbirtingsferðir, og svo þess á milli með veiðikortið í vötnin.

Vissulega er gaman að berjast við og landa stórum fisk, en þetta snýst aðallega um útiveru. Njóta náttúrunnar í góðra vina hópi.
Mér finnst fátt toppa það.

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Sun 19. Ágú 2018 11:14
af ColdIce
Ég keypti mér kajak og mótorhjól sem ég er að setja saman frá grunni. Bæði eitthvað sem ég hef aldrei gert áður en hitti í mark hjá mér.

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Sun 19. Ágú 2018 11:57
af 2ndSky
Mér finnst mjög skemmtilegt í keilu til dæmis.
Og svo hef ég mjög gaman af því að gera við og taka í sundur gömul raftæki og þrífa þau.
hef einnig verið að kaupa á Aliexpress allskonar dót til að lóða saman:

https://www.aliexpress.com/item/1-5V-DI ... autifyAB=0

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Sun 19. Ágú 2018 12:02
af g0tlife
Ég tek hundinn minn og labba fjörur, finnum oftast eitthvað og vera frá öllum í nokkra tíma er frábært !

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Sun 19. Ágú 2018 16:28
af netkaffi
g0tlife skrifaði:finnum oftast eitthvað
Eins og hvað? :)

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Sun 19. Ágú 2018 21:53
af peturthorra
Skrif AntiTrust hér að ofan ættu að vera í Biblíunni. Mikið hafði ég gaman af því að lesa það comment.
En ég er sjálfur mikill tölvunörd og var mikið í því að setja saman tölvur, fikta í innvolsi fartölva og ýmislegt annað í þeim dúr. Er mun minna í því í dag en áður. Í dag er ég Sonos fíkill og fyrir þá sem eru í þeim pakka vita að DTS er ekki stutt. Svo ég eyði tímunum saman að converta þáttum og myndum með DTS yfir í Dolby.
Svo listinn hjá mér fyrir utan að tölvunördast er:
Ræktin - PS4 (Single player) - Enski boltinn - Youtube (Unbox Therapy, MKBHD, UrAvgConsumer, Dave Lee, Linus Tech Tips, Austin Evans ) - Þátta/bíómyndagláp - Heyrnatólafíkn

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Sun 19. Ágú 2018 22:41
af elias14
Hljómtœkja grœjur vœri áhugavert efni

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 10:00
af Jón Ragnar
Fjallahjólreiðar er málið. Sjúklega skemmtilegt :)

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 10:32
af Mossi__
Sportklifur. Læra á hljóðfæri og semja. Mála/teikna. Hjólreiðar. Ljósmyndun. Borðspil. Gæludýr. Rækta [löglegar] plöntur. Hlaup. Póker. Tréútskurður. Jaðartæki (fjórhjól, mótorhjól, snjósleðar). Lesa bækur, veiða (fisk og/eða skot).

Nóg að gera. Bara finna eitthvað sem maður hefur gaman af og finna hóp sem stundar það. Læra líka að hafa gaman af því að vera lélegur í einhverju.

Re: Finna sér annað áhugamál annað en PC tölvur ?

Sent: Mán 20. Ágú 2018 21:23
af Hnykill
ég hangi mikið í tölvunni á veturna.. ekki mikið að gera þegar veðrið er vont og svona. en svo er það motocross/enduro ferðir á sumrin til að hressa sig við. verst að þetta eru ein dýrustu áhugamál sem þú getur fundið. veturinn er bara langur og leiðinlegur á Íslandi og tölvan á oft vel við þá. en ég fer á hjólið þegar veður leyfir.. spila smá golf á sumrin líka. málið er bara að þegar allt snjóar inni þá spilar maður aðeins í tölvunni. skiljanlega.