Síða 1 af 1

Taka Snus með sér til útlanda ?

Sent: Fim 16. Ágú 2018 01:56
af Cozmic
Er gert vesen úr því , t.d ef ég ætla taka með mér 3 general dollur með mér út ( bara með handfarangur ).

Re: Taka Snus með sér til útlanda ?

Sent: Fim 16. Ágú 2018 08:50
af Squinchy
Mjög miklar líkur á því að maðurinn á skannanum muni opna handfarangurinn þinn og hirða þennan hlut sem á ekki að vera á landinu, ef þú setur þetta hinsvegar í tösku sem fer í frakt ertu nokkuð öruggur að þetta komist með þér

Re: Taka Snus með sér til útlanda ?

Sent: Fim 16. Ágú 2018 09:45
af Moldvarpan
Settu dollu í sitthvorn vasan, og vertu viss um að taka alla málm hluti af þér, þegar þú ferð í gegnum öryggishliðið.
Þá er ekkert þukklað á þér.

Í versta falli er þetta tekið af þér.

Re: Taka Snus með sér til útlanda ?

Sent: Fim 16. Ágú 2018 11:00
af Sallarólegur
Hef aldrei heyrt að það sé vesen, ætti ekki að vera neitt mál.

Ég er heldur ekki einu sinni svo viss um að það sé ólöglegt að vera með snus eða útlenskt neftóbak á sér, það er hugsanlega hægt að gera það upptækt en það er bara ólöglegt að selja það.