Síða 1 af 1
Googla trackar GPS þótt þú slekkur á location
Sent: Þri 14. Ágú 2018 22:44
af appel
Þetta er eitthvað sem ég hef grunað lengi, ekki hægt að treysta þessum aðilum, en Google hefur trackað staðsetningu þína þótt þú ert með slökkt á location í símanum þínum.
https://www.bbc.com/news/technology-45183041
Frekar pirrandi að vita af þessu, og maður fær smá hroll. Hvað annað eru þeir að safna um mig og þig?
Re: Googla trackar GPS þótt þú slekkur á location
Sent: Þri 14. Ágú 2018 23:49
af einarhr
Öllu sem þú setur á internetið giska ég á, internetið er bara eins og gamli sveitasíminn, allir voru að hlusta.
Re: Googla trackar GPS þótt þú slekkur á location
Sent: Mið 15. Ágú 2018 09:57
af Hjaltiatla
Myndi telja mjög miklu , eru aflaust með góðan Algorithma til að greina þínar neysluvenjur.
Það eru t.d komnar lausnir eins og frá fyrirtækinu Darktrace sem geta greint ansi mikið af upplýsingum á network layerinu (ef þeir fá að setja lausnina sína upp á því leveli) sem loggar ansi hressandi upplýsingar og nota gervigreind til að greina hegðun notanda (útfrá metadata upplýsingum) og þess háttar t.d ef notendur eru byrjaðir að downloada óeðlilega miklum upplýsingum af sameignardrifi og kerfi getur sent þér notification etc...
Smá demo:
https://youtu.be/nc32nUDyxaI?t=277
Re: Googla trackar GPS þótt þú slekkur á location
Sent: Mið 15. Ágú 2018 12:38
af urban
Mér finnst alltaf jafn furðulegt þegar að fólk er hissa á því að ókeypis þjónustan sem að þeir nota mikið dags daglega, sé að njósna um þá.
Ég geri bara ráð fyrir því.
Aftur á móti geri ég líka ráð fyrir því að þetta sé nær eingöngu til auglýsingasölu, sem að er eitthvað sem að henntar mér.
Ef að ég hef áhuga á stangveiði og ferðalögum, þá hennta auglýsingar frá Wow air og veiðihorninu mikið meira en námskeið um pottagerð í afghanistan eða prjónanámskeið í úkraínu.
Ef að ég hefði áhyggjur af þessu, þá myndi ég alls ekki nota fríþjónustur, það er alveg á hreinu.
En ég líka veit að því að síminn minn er að njósna um mig, ég hef það alveg í hyggju, skil hann eftir ef að ég hef stóráhyggjur af því.
Re: Googla trackar GPS þótt þú slekkur á location
Sent: Mið 15. Ágú 2018 13:56
af worghal
það kemur mér ekkert á óvart að það sé trackað þetta.
sé þetta til dæmis taka location á hvar þú ert mikið og gefur þér svo auglýsingar fyrir hluti sem eru þar nálægt.
en mesti asnaskapurinn á þessu er að ef þú slekkur á gps, þá geturu ekki fundið símann þinn ef hann er tíndur, en google getur það en sýna þér hann samt ekki.
Re: Googla trackar GPS þótt þú slekkur á location
Sent: Mið 15. Ágú 2018 15:11
af Vaski
Það er ekkert talað um að google sé að notast við gpsið í símanum (fyrir utan þegar það er kveikt á kortinu), heldur bara nokkurveginn staðsetningu, eða er ég að misskilja eitthvað í þessu?
Re: Googla trackar GPS þótt þú slekkur á location
Sent: Mán 20. Ágú 2018 19:28
af GuðjónR
Þessu tengt, fór áðan á Strandgötu 75 í Hafnarfirði en þar er Föndurlist til húsa, en í sama húsi er líka pizzastaðurinn Pizzan, ég spáði ekkert í það fyrr en ég kom heim og kíkti á visir.is og sá þá kostaða auglýsingu frá pizzastaðnum.
Tilviljun?
Re: Googla trackar GPS þótt þú slekkur á location
Sent: Mán 20. Ágú 2018 22:49
af urban
GuðjónR skrifaði:Þessu tengt, fór áðan á Strandgötu 75 í Hafnarfirði en þar er Föndurlist til húsa, en í sama húsi er líka pizzastaðurinn Pizzan, ég spáði ekkert í það fyrr en ég kom heim og kíkti á visir.is og sá þá kostaða auglýsingu frá pizzastaðnum.
Tilviljun?
Það sem að mér finnst merkilegt í þessu er það að þú sjáir auglýsingar á vísi

Alveg ekki hægt að skoða þessa síðu án þess að hafa adblock á.