[Nútímatækni] Mid/High-end Skólatölvan 2018
Sent: Mán 06. Ágú 2018 23:55
Var að klára myndband þar sem ég fór yfir bestu skólatölvurnar fyrir haustið!
Tölvutækni er með gjafaleikinn í dag svo ég mæli auðvita með að allir taki þátt!
Þetta var klárlega erfiðasta myndbandið sem ég hef gert og var ég um viku að bæði lesa um tölvurnar sem eru til á landinu, í heildina fóru yfir 20 tölvur á listann og fóru þær út þegar ég gat staðfest sum af þeim gagnrýnum sem þær fengu. Það er mjög algengt að ódýrar tölvur hitni mikið v. nýjustu kynslóðar frá Intel. Það fór svo önnur vika í það að vinna úr 5 klukkustundum af efni og að edit-a. Ég var ekki fullkomlega sáttur með útkomuna, en gat bókstaflega beðið lengur með að gefa það út þar sem skólarnir eru bókstaflega að byrja í næstu viku hjá mörgum.
Auka punktar fyrir nörda:
- Microsoft með Surface línunni og HP með Spectre eiga klárlega heima á listnum, en það var aðeins ein Surface tölva sem ég fann á markaðinum með nýjustu kynslóð af vélbúnaði, og hún kostaði tæpar 700.000 kr. Ég fann aðeins 2 verslanir með Spectre, ein verslunin átti hana aðeins til með 7. kynslóð af Intel og hin verslunin átt aðeins 1 eintak eftir og gat ekki staðfest það að fá sömu týpu aftur.
- Meiri hlutinn af vélunum kosta yfir 200.000 kr sem er kannski ekki beint það sem námsmenn eru að leitast eftir, en ég held að við séum flest allir sammála því að dýr vél getur verið góð fjárfesting.
- Þetta er ekki heilagur listi, hann er eingöngu til að gefa þeim sem vita ekkert um tölvur, smá hugmynd um hvað séu líklegast góð kaup.
- Ég veit að litirnir eru mjög skrítnir í myndbandinu, ég hef ekki hugmynd um hvað ég gerði vitlaust því render-inn lúkkaði vel.
Tölvutækni er með gjafaleikinn í dag svo ég mæli auðvita með að allir taki þátt!
Þetta var klárlega erfiðasta myndbandið sem ég hef gert og var ég um viku að bæði lesa um tölvurnar sem eru til á landinu, í heildina fóru yfir 20 tölvur á listann og fóru þær út þegar ég gat staðfest sum af þeim gagnrýnum sem þær fengu. Það er mjög algengt að ódýrar tölvur hitni mikið v. nýjustu kynslóðar frá Intel. Það fór svo önnur vika í það að vinna úr 5 klukkustundum af efni og að edit-a. Ég var ekki fullkomlega sáttur með útkomuna, en gat bókstaflega beðið lengur með að gefa það út þar sem skólarnir eru bókstaflega að byrja í næstu viku hjá mörgum.
Auka punktar fyrir nörda:
- Microsoft með Surface línunni og HP með Spectre eiga klárlega heima á listnum, en það var aðeins ein Surface tölva sem ég fann á markaðinum með nýjustu kynslóð af vélbúnaði, og hún kostaði tæpar 700.000 kr. Ég fann aðeins 2 verslanir með Spectre, ein verslunin átti hana aðeins til með 7. kynslóð af Intel og hin verslunin átt aðeins 1 eintak eftir og gat ekki staðfest það að fá sömu týpu aftur.
- Meiri hlutinn af vélunum kosta yfir 200.000 kr sem er kannski ekki beint það sem námsmenn eru að leitast eftir, en ég held að við séum flest allir sammála því að dýr vél getur verið góð fjárfesting.
- Þetta er ekki heilagur listi, hann er eingöngu til að gefa þeim sem vita ekkert um tölvur, smá hugmynd um hvað séu líklegast góð kaup.
- Ég veit að litirnir eru mjög skrítnir í myndbandinu, ég hef ekki hugmynd um hvað ég gerði vitlaust því render-inn lúkkaði vel.