Eftir að hafa haft að hafa prófað ansi mikið af tækjum/hugbúnaði í gegnum tíðina þá ákvað ég að fara í eins umhverfi í öll rými með sjónvarpi hjá mér í húsinu. Setti upp 4 stykki í húsinu hjá mér. Roku var ekki að gera neitt fyrir mig.
Ástæða þess að Xbox var tekið er sú að ég er með fullt hús af börnum sem vilja spila tölvuleiki og með Xbox Game Pass og Electronics Arts Access Club þá fæ ég leiki í áskrift og losna þá við þetta kvabb að fara í búðir og kaupa leiki allir leikir downloadaðir. Með réttri uppsetningu er hægt að nota leikina á öllum vélum þó ekki öllum í einu. Profile uppsetningar hjá MS þarf aðeins að laga þegar kemur að stærri heimilum.
Þú hefur stuðning við Plex, Amazon Primevideo, Hulu, Microsoft Leiguna, Netflix, VLC, Kodi. Einnig Blu Ray Afspilun. Það heyrist lítið í þeim.
En ég er ekki að sjá neitt svona smart þegar kemur að leikjum. Bind þó töluverðar vonir við Shadow leikjaþjónustuna sem lætur þig hafa Windows tölvu með 12 GB ram og því sem á að samsvara 1080 skjákorti og þú streymir leikjunum þínum yfir netið.
Ég greiddi 157-220 EUR fyrir One S vélarnar og eitthvað meira fyrir One X vélina.
Ef ég hefði ekki farið í það að setja upp leikjatölvur í öll rými hefði ég sjálfsagt skoðað Nvidia Shield eða möguleika 4K Apple TV.
Þegar ég ferðast þá tek ég með mér Fire TV Stick (eina græjan sem styður auðkenningu á vefsíðum á hótelum) eða Chromecast. Er á ferðalagi núna og það er merkilega gott að notast við Chromecast í svo gott sem netlausu svæði út í sveit.
- Videocaster fyrir Chrome er alveg frábært.
- Að casta tölvuleikjum af símum hefur verið ágætis skemmtun hérna fyrir ungviðið.
- Hef notað þetta fyrir hljóðið hérna hjá mér í túrnum þetta "castar" öllu hljóði úr Windows yfir á Chromecast:
https://github.com/acidhax/chromecast-audio-stream
Hef verið með:
- Xbox (Fyrsta útgáfa) með XBMC
- MythTV
- Popcorn
- Mac Mini
- PC vélar af ýmsum gerðum
- Chromecast
- Fire TV Stick
- Fire TV 2K og 4K útgáfur
- Sky Now (Roku box í dulbúning)
- Nokia Symbian (Sími með Valmyndakerfi og HDMI útgangi)
- Amino A110/A130/A140/A120
- Xbox 360
- PS3
- PS Vita TV
- Raspberry Pi með OpenELEC
Ég er sjálfsagt að gleyma að setja eitthvað á listann.