Síða 1 af 1

Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 08:46
af Sallarólegur
Er með Steelseries Apex M500 með Cherry MX Blue sem ég er frekar sáttur með en ég væri til í aðeins léttari takka og minna clicky borð.

Var að spá í að henda mér í Cherry MX Brown borð til að prufa. Mér finnst flest þessi borð fáránlega dýr sem eru á 20-30K en kannski er það bara þannig. Ég væri til í að borga svona mikið ef ég fæ til dæmis góðan volume pot með eins og Das Keyboard býður upp á.

Mér finnst Ducky One fáránlega dýrt fyrir lyklaborð með engum volume pot.

Einhverjar hugmyndir?
Mynd

Mynd

Mynd

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 09:22
af worghal
ef þú kemst í eintak, þá mæli ég með Logitech G710+

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 09:38
af Haukursv
Já ég átti G710+ og var fáránlega sáttur. Kannski ekki mest sexy borðið útlitslega séð en rosalega solid í alla staði. Hef ekki prófað önnur svo veit ekki mikið um úrvalið þessa dagana.

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 09:58
af Zorglub
Hafa menn einhverja reynslu af Sharkoon úr Kýsildalnum?
http://kisildalur.is/?p=2&id=3751

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 10:06
af Sallarólegur
Zorglub skrifaði:Hafa menn einhverja reynslu af Sharkoon úr Kýsildalnum?
http://kisildalur.is/?p=2&id=3751
Góð ábending, góð verð þarna. En það stendur hvergi hvaða switchar eru í þessu.

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 10:11
af Njall_L
Sallarólegur skrifaði:
Zorglub skrifaði:Hafa menn einhverja reynslu af Sharkoon úr Kýsildalnum?
http://kisildalur.is/?p=2&id=3751
Góð ábending, góð verð þarna. En það stendur hvergi hvaða switchar eru í þessu.
Sharkoon nota Kaihl switcha. Kísildalur talar um að þetta séu "brown" switchar og því líklegast Kailh Brown

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 10:14
af Sallarólegur
Elko eru með þetta HyperX á 15K

https://elko.is/hypxalloybrwn-hyperx-al ... ordj-brunt

Mynd

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 10:26
af Njall_L
Sallarólegur skrifaði:Elko eru með þetta HyperX á 15K
https://elko.is/hypxalloybrwn-hyperx-al ... ordj-brunt
Eftir að hafa átt og notað bæði þetta borð og Ducky One þá myndi ég persónulega bæta við auka 5k og fá mér Ducky. Að mínu mati er það mun stöðugra og gerðarlegra, er líka með ábrenndum íslenskum stöfum. Svo ef þú leggur upp með að vilja fá Volume stillingar á lyklaborðinu sjálfu þá eru Ducky með þannig. Fjórir takkar fyrir ofan Numpad sem stýra Vol upp, niður og mute. Svo er einn takki sem opnar calculator beint.

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 10:38
af Fridrikn
https://www.aliexpress.com/item/Ajazz-A ... autifyAB=0


cherry clone swissar, orugglega i kringum 6,500kr til landsins.

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 10:42
af Sallarólegur
Njall_L skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Elko eru með þetta HyperX á 15K
https://elko.is/hypxalloybrwn-hyperx-al ... ordj-brunt
Eftir að hafa átt og notað bæði þetta borð og Ducky One þá myndi ég persónulega bæta við auka 5k og fá mér Ducky. Að mínu mati er það mun stöðugra og gerðarlegra, er líka með ábrenndum íslenskum stöfum. Svo ef þú leggur upp með að vilja fá Volume stillingar á lyklaborðinu sjálfu þá eru Ducky með þannig. Fjórir takkar fyrir ofan Numpad sem stýra Vol upp, niður og mute. Svo er einn takki sem opnar calculator beint.
Góður punktur.

Er farinn að skoða meira og langar eiginlega í meira compact lyklaborð með engu numpad, svo að músin sé hægra megin við lyklaborðið. Rosalega er lítið úrval á þessu skeri.

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 10:51
af upg8
Mæli með Glorious Modular Mechanical Keyboard eða öðu lyklaborði sem er hægt að skipta um rofa í, þá þarftu ekki alltaf að vera að kaupa nýtt lyklaborð ef þig langar að prófa nýja rofa.
https://www.pcgamingrace.com/products/g ... own-switch

Cherry Clone rofar eru ekkert endilega lélegir; einkaleyfið er útrunnið og aðrir framleiðendur eru smám saman að komast upp á lagið með þetta. fáðu bara sample kit af rofum til að prófa sjálfur

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 11:18
af Sallarólegur
Jæja ég kíkti bara á Ali frænda og pantaði þetta. Vonum að það berist fyrir áramót. Ég ætla bara að fara í Íhluti og smíða mér alvöru analog volume pott í staðinn.

Rainbow white
Kailh mx Brown
Tenkeyless
kr. 9.320 kr. + 2.254 kr. VSK = 11.574 kr.

https://www.aliexpress.com/item/-/32874 ... 3c002c0Am1

Mynd

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 12:26
af upg8
Mundu svo að fá þér O-rings ef þú vilt hafa það hljóðlátara :)

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 15:17
af Haukursv
Sallarólegur skrifaði:Jæja ég kíkti bara á Ali frænda og pantaði þetta. Vonum að það berist fyrir áramót. Ég ætla bara að fara í Íhluti og smíða mér alvöru analog volume pott í staðinn.
Töff borð ! Geturðu sagt mér meira frá þessum analog volume pott eða bent mér á einhver resources ? Er algjör nýliði í svona fræðum en þetta hljómar áhugavert

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fös 20. Júl 2018 16:29
af Sallarólegur
Haukursv skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Jæja ég kíkti bara á Ali frænda og pantaði þetta. Vonum að það berist fyrir áramót. Ég ætla bara að fara í Íhluti og smíða mér alvöru analog volume pott í staðinn.
Töff borð ! Geturðu sagt mér meira frá þessum analog volume pott eða bent mér á einhver resources ? Er algjör nýliði í svona fræðum en þetta hljómar áhugavert
Já mjög spennandi borð.

Þá kaupirðu stilliviðnám t.d. í Íhlutum. Bara eins og er á gamaldags hljómgræjum og gítörum og þess háttar.
Það eru þrír vírar í venjulegri jack hljóðsnúru, ein fyrir hægri, ein fyrir vinstri og ein fyrir jörð.

Svo tengirðu bara hægri og vinstri vírana í sitthvort typpið á stilliviðnáminu og voila, þú getur lækkað hljóðið með því að snúa.

Bara passa að kaupa "volume potentiometer" því desibel(hljóðstyrkur) virkar þannig á því rófi, eða á log skala. Helst einnig sem er með "off" switch þegar hann er alveg skrúfaður niður.

Skemmtilegra að gera þetta sjálfur en að kaupa þetta tilbúið. Þetta kostar samt alveg helling. Vönduð viðnám geta kostað kannski 3-10 þúsund. Kaupir svo einhvern stóran og flottan takka til að smella ofan á og setur sand í plastbox og skrúfar þetta í til að þetta sé þungt og flott :D

https://www.google.com/search?q=potenti ... s&tbm=isch

Mynd

Mynd

Re: Hvaða Cherry MX Brown borð ætti ég að prufa?

Sent: Fim 02. Ágú 2018 12:06
af Halli25
Hefurðu ekkert spá í corsair lyklaborðunum?