Síða 1 af 1

Gattaca að hefjast? genabreytt börn

Sent: Þri 17. Júl 2018 18:02
af appel
Nei, ég er ekki að tala um að kvikmyndin Gattaca sé að hefjast í sjónvarpi... heldur hvort raunveruleikinn sé að byrja að endurspegla vísindaskáldskapinn sem Gattaca er:

UK Ethics Council Says It’s ‘Morally Permissible’ to Create Genetically Modified Babies
https://gizmodo.com/uk-ethics-council-s ... 1827655873

Ég held að þetta sé óumflýjanleg þróun. Mun kannski byrja í þeim tilgangi að útrýma erfðasjúkdómum, þannig að kannski eftir 100 ár mun nær enginn fæðast nema búið sé að útrýma erfðasjúkdómum. Gott mál held ég. Hræðilegt að lesa sögur um stórfjölskyldu þar sem margir fá banvænan sjúkdóman og deyja ung.
En mun svo þróast þannig að fólk verður erfðabreytt þannig að það sé hávaxnara, laglegra, gáfaðra og þvíumlíkt eftir því hvað foreldrarnir vilja.

Re: Gattaca að hefjast? genabreytt börn

Sent: Þri 17. Júl 2018 18:36
af vesi
Heimildaþáttaröð á Netflix Explained https://www.imdb.com/title/tt8005374/ sem skoðar þetta aðeins, þ.e. hvað við getum í dag, hvað við gætum gert og hvað þarf til þess að geta það.
Man ekki nr. hvað þátturin er. Mæli með að kíkja á þá.

Re: Gattaca að hefjast? genabreytt börn

Sent: Þri 17. Júl 2018 22:24
af Hizzman
Mig grunar að nútíma lækningavísindi séu byrjuð hafa slæm áhrif á genamengi mannkyns.

Í dag verða nánast allir sem fæðast fullorðnir og yfirgnæfandi meirihluti þeirra eignast börn. Áður var þetta miklu minna hlutfall, aðeins þeir 'sterku' (og heppnu) komust á fullorðinsaldur og áttu afkvæmi.

Þannig að það er spurning hvort þetta getur réttlætt að vísindin lagi það sem þau eru búin að 'skemma'.

Re: Gattaca að hefjast? genabreytt börn

Sent: Mið 18. Júl 2018 00:01
af Minuz1
https://www.youtube.com/watch?v=jAhjPd4uNFY Youtube's video frá kurgesagt um þetta ef þið nennið ekki að lesa.

Re: Gattaca að hefjast? genabreytt börn

Sent: Mið 18. Júl 2018 01:59
af DJOli
Ég hugsa að þróun erfðaefna leiði til þess að óléttum konum verði boðin bólusetning sem kemur í veg fyrir, eða breytir fósturvísi til að útrýma mögulegum "ólukkugenum". T.d. þeim sem valda downs-heilkennum, strabismus (sjónskekkjum eins og exotropiu), geðklofaþróun, cerebral palsy, einhverfu, ótímabæru hárlosi, ófrjósemi (hvort sem ótímabært sé, eða meðfætt) osfv.

Kannski verða svona "bónussprautur" líka. T.d. fjarlægir möguleikann á gigt, og þvíumlíku, hægir á öldrun, dregur úr líkum á krabbameini/veitir líkamanum meiri mótstöðu gegn krabbameinsmyndun, styrkir húðina, styrkir hjartað.

Ég er bara algjörlega óhræddur við þetta, meira spenntur ef eitthvað er. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir.

Re: Gattaca að hefjast? genabreytt börn

Sent: Mið 18. Júl 2018 15:29
af Dropi
Gattaca er geggjuð mynd