Síða 1 af 1

AGP Aperture Size???

Sent: Fös 11. Mar 2005 16:45
af Pepsi
Nú eru góð ráð dýr, default er þetta 128 hjá mér í bios, á það þá ekki að vera þannig eða á ég að hækka í 256mb ? Er með X800XT

Sent: Fös 11. Mar 2005 17:05
af einarsig
heyrði að þetta ætti að vera helmingurinn af innra minninu .....

er með þetta í 256 af því það kemst ekki hærra ;)

annars held ég að það sé lítill performance munur.

Sent: Fös 11. Mar 2005 17:08
af Stutturdreki
http://www.tweak3d.net/articles/aperture-size/

Fyrsta sem kom upp á google.. útskýrir þetta ágætlega held ég.

Sent: Fös 11. Mar 2005 17:09
af Pepsi
Helmingur af innra minni? og ert með þetta í 256 af því að það kemst ekki hærra. Ertu að tala um skjákorts minni? Ég á möguleika á að setja þetta í 512 en ég er bara svo mikill hænuhaus að ég þori ekkert að vera að fikta í þessu fyrr en ég veit hvað ég er að gera

Sent: Fös 11. Mar 2005 17:11
af Yank
Mér sýnist þú misskilja hvað þetta er. Þetta er ekki hversu mikið minni kortið þitt hefur heldur hversu miklu minni þú vilt hleypa AGP kortinu í umfram minnið sem það hefur sjálft. Í þessu tilviki 256Mb. Þannig ólíklegt að þú sjáir mun á performance við það að breita í 256Mb í bios.

Held að þetta sé að mestu úrellt eftir að skjákortinn fóru að hafa nægjanlegt minni sjálf. Virðist líka fullt af misskilningi í gangi með raunverulegan tilgang AGP Aperutere Size.

Betur veit ég ekki allavega :wink: