Síða 1 af 1

WPA3 wifi öryggisstaðalinn er kominn út

Sent: Mið 27. Jún 2018 01:27
af asgeirbjarnason
WPA3 staðalinn kom út í dag. https://www.wi-fi.org/news-events/newsr ... 3-security

Veit frekar lítið um sjálfan staðalinn nema hann virðist bjóða upp á forward secrecy í fyrsta skipti (það er, ef einhverjum tekst að cracka lykilorðið getur sá aðili ekki notað lykilorðið til að decrypta eldri captured nettraffík). Annað sem ég tók eftir við lestur fréttatilkynningana í kringum þetta er að það eru loksins að koma aðferðir til að encrypta ólykilorðavalin wifi net, sem er alveg frábært fyrir svona hotspot net. Er víst ekki partur af sjálfum WPA3 staðlinum heldur partur af RFC sem var birtur nýlega, RFC8110 - Opportunistic Wireless Encryption. https://tools.ietf.org/html/rfc8110

Hefur einhver hérna verið að fylgjast betur með WPA3? Hvort það sé eitthvað annað áhugavert við staðalinn?

Re: WPA3 wifi öryggisstaðalinn er kominn út

Sent: Mið 27. Jún 2018 14:34
af Hjaltiatla
Var að lesa og fannst nýji Easy connect staðallinn fyrir IoT tæki áhugaverður.Reikna með að í öllum IoT ævintýrunum í framtíðinni að stór hluti DDOS árása og þess háttar komi frá þannig búnaði.

Re: WPA3 wifi öryggisstaðalinn er kominn út

Sent: Mið 27. Jún 2018 15:25
af wicket
Easy Connect er samt optional fídus, þannig að maður þarf að trúa og treysta á router framleiðendur að setja hann með, sem er ákveðinn bömmer.