Síða 1 af 1
Iphone 7 Plus skjár, einhver lausn?
Sent: Fim 21. Jún 2018 21:22
af Alfa
Stelpan sem þarf endilega að eiga leiðinlegustu og dýrustu síma að gera við, er með vandamál sem lýsir sér ágætlega í myndinni. Spurningin er skjárinn er ekki brotinn og síminn er í ábyrgð, er þetta ábyrgðarmál ?
Það sem er svo skrítið er að vandmálið byrjaði vinstra megin á skánum en færði sig til hægri?
Re: Iphone 7 Plus skjár, einhver lausn?
Sent: Fim 21. Jún 2018 23:44
af Nitruz
Það er einns og skjárinn hafi kramist/marist. Einhver sest ofan á hann?
Re: Iphone 7 Plus skjár, einhver lausn?
Sent: Fös 22. Jún 2018 08:42
af Njall_L
Ef síminn er ekki brotinn eða tjónaður að öðru leyti þá hlítur þetta að falla undir ábyrgðarmál. Myndi bara heyra í seljanda símans.
Re: Iphone 7 Plus skjár, einhver lausn?
Sent: Fös 22. Jún 2018 11:58
af Sallarólegur
Kraminn sími er ekki í ábyrgð því miður
Sakar samt ekki að reyna.
Re: Iphone 7 Plus skjár, einhver lausn?
Sent: Fös 22. Jún 2018 14:24
af Alfa
Sallarólegur skrifaði:Kraminn sími er ekki í ábyrgð því miður
Ég hef nú skipt um skjái í auðveldari símum en hef ekki séð skjá fara svona áður, þá sérstaklega að svarti flekkurinn var vinstra megin fyrst (í minna mæli og færist svo yfir til hægri) er það málið sennilega hafi hann kramist, það var nú aðarlega ástæðan fyrir því að ég spurði af því ég skil ekki hvernig þetta gerist.?