Síða 1 af 1
Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 00:01
af olihar
Hvernig er hraðinn á ljósleiðaranum hjá ykkur núna um helgina?
Er hjá Hringdu og það virðist vera fast í 25Mbps bæði upp og niður MAX, er núna t.d. 11.9 niður og 17.8 upp.
Er með 1000/1000 ljósleiðara ótakmarkað.
Búinn að endurræsa allt, er með allt tengt í snúru og þetta er svona á öllum tölvum.
Apple TV er að detta í lowest res á videóum, YouTube bufferar og svo prufaði ég að stökkva í PUBG og var með rubber band dauðans.
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 00:37
af rapport
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 00:40
af olihar
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 00:43
af olihar
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 01:00
af andrith
ég er að lenda í því sama, mældi um daginn og þá var það allt annað. Er líka hjá hringdu
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 01:10
af olihar
andrith skrifaði:ég er að lenda í því sama, mældi um daginn og þá var það allt annað. Er líka hjá hringdu
Spurning hvort þetta hafi eitthvað með staðsettningu að gera, ertu nokkuð í Kópavogi.
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 07:49
af littli-Jake
Ég er í 110 og er að yfirleitt að fá 350+
Fékk samt nokkrum sinnum 0
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 10:38
af olihar
Eitthvað skánaði þetta núna, væntanlega einhver mættur í vinnu sem sá eitthvað að... En þetta er svo sem ekkert Gigabit...
https://www.hinet.hi.is/meter/results.p ... recorded=1
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 11:04
af olihar
Ég hringdi í Hringdu og fekk bara svör að það gæti aldrei neitt bilað hjá þeim og þetta væri pottþétt minn búnaður sem væri bilaður. (Þar sem þeir hefðu bara fengið fáar kvartanir en ekki margar)
Fannst það rosa fyndið support. En þetta virðist vera komið nokkuð nærri því í lag núna allavegana.
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 12:38
af braudrist
Er eitthvað að marka þetta HÍ test? Stundum fæ ég 0 Kb/s og stundum fæ ég 550 Mb/s
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 13:30
af kornelius
Hvaða hraða fáið þið á
http://www.speedtest.net/ ?
Þar er hægt að velja Hringdu sem server
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 14:17
af GunniH
Hæ,
Bendi á það sem stendur hér:
https://www.hinet.hi.is/meter/meter.html
Þetta er því ekki nákvæm mæling á hráum afköstum HInet tengingar, heldur afköstum ákveðinnar vélar og ákveðins vafra við að flytja umferð með samskiptaaðferðinni HTTP yfir TCP yfir IP.
Svo veit ég ekki hvernig tenging er á bakvið þann server og hver afkastageta hans er. Hér áður fyrr tíðkaðist t.d. að fólk notaði
https://speglar.simnet.is/ og margfaldaði peak hraða með 8 til þess að sjá c.a. hraðann sinn en ég veit að sú vél er einungis á gíg tengingu en ekki 10 gíg og á gömlu hardware'i þannig sú mæling er ekki lengur accurate. Í dag gætirðu þó prófað að nota:
http://speedtest.siminn.is/static/ og sótt stóran fæl en ég veit að sú vél er solid.
Gætirðu tjekkað hvað þú færð mikinn hraða á speedtest.net? Flestir þjónustuaðilar eru þar með dedicated vél á 10 gíg sambandi sem ætti að skila nákvæmari mælingu - get lofað því að við hjá Hringdu erum ekki að eiga neitt við traffík sem fer þangað til að líta betur út eins og hefur stundum verið í almennri umræðu um speedtest. Það eru einnig fleiri þættir sem spila inn í eins og CPU, en ég næ t.d. ekki fullu gígi í download á minni borðtölvu (enda þokkalega gömul vél með i5 2500k) nema ég loki öllu öðru á vélinni og noti Edge - sem virðist nota minna CPU power en Chrome í testinu.
olihar skrifaði:Ég hringdi í Hringdu og fekk bara svör að það gæti aldrei neitt bilað hjá þeim og þetta væri pottþétt minn búnaður sem væri bilaður. (Þar sem þeir hefðu bara fengið fáar kvartanir en ekki margar)
Fannst það rosa fyndið support. En þetta virðist vera komið nokkuð nærri því í lag núna allavegana.
Þetta eru ekki skemmtileg svör og biðst ég afsökunar á því - þú mátt endilega senda mér einkaskilaboð með númerinu sem þú hringdir úr svo við getum farið yfir símtalið. Það getur allt bilað hjá okkur eins og hjá öllum öðrum, en við reynum að sjálfsögðu að hafa hlutina eins redundant og hægt er. Án þess að tala fyrir hönd þjónustufulltrúans þá er sá/sú líklegast að benda á að yfirgnæfandi meirihluti vandamála tengjast endabúnaði notandans frekar en miðlægum búnaði hjá ISPa.
Er varðar helgina þá var engin miðlæg bilun, læt hér fylgja með myndir af gröfum yfir síðustu 7 daga á tveimur tengingum okkar við Farice, tveimur GR aðalsamböndum og tveimur RIX tengingum sem dæmi. Bara svo það sé skýrt þá er engin tenging nálægt því að maxa þótt að gröfin geti litið svoleiðis út heldur hefur grafið einfaldlega ekki hækkað Y ásinn.
Farice 1:
Farice 2:
GR 1:
GR 2:
RIX 1:
RIX 2:
Það getur vel komið til greina að það hafi verið svæðisbundin bilun hjá okkar þjónustuaðilum á nógu takmörkuðu svæði til þess að það hafi ekki áhrif á gröfin sem slík en það væru þá mjög fáir aðilar og hef ég ekki heyrt af neinu svoleiðis. Ef að vandamálið heldur áfram - bæði hjá þér olihar sem og öðrum notendum hér þá megiði endilega senda mér (gunnar@) eða Agli (egill@) tölvupóst eða einkaskilaboð og við tökum málið áfram.
Kveðja,
Gunnar
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 18:09
af andrith
olihar skrifaði:andrith skrifaði:ég er að lenda í því sama, mældi um daginn og þá var það allt annað. Er líka hjá hringdu
Spurning hvort þetta hafi eitthvað með staðsettningu að gera, ertu nokkuð í Kópavogi.
Nei er ekki í Kópavogi
Mér sýnist þetta hafa verið rugl í mér... held ég hafi verið VPN tengdur þegar ég var að mæla í gær. Þetta er amk í góðu lagi núna
Re: Hraði á ljósleiðara hjá Hringdu um helgina
Sent: Mán 11. Jún 2018 21:07
af olihar
andrith skrifaði:olihar skrifaði:andrith skrifaði:ég er að lenda í því sama, mældi um daginn og þá var það allt annað. Er líka hjá hringdu
Spurning hvort þetta hafi eitthvað með staðsettningu að gera, ertu nokkuð í Kópavogi.
Nei er ekki í Kópavogi
Mér sýnist þetta hafa verið rugl í mér... held ég hafi verið VPN tengdur þegar ég var að mæla í gær. Þetta er amk í góðu lagi núna
Já þetta er komið í lag núna hjá mér líka.