Síða 1 af 2

Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 15:51
af appel
Mig vantar einhver ódýrari headphones í gymmið, úti að labba/kannski skokka ef maður ákveður það einhverntímann, þannig að þau mega alveg vera svona medium-end.

- bluetooth/þráðlaus
- sæmileg batteríhleðsla
- noise cancelling stór plús
- on-ear, vil ekki alltof stór og þung
- price range: 20-30 k

þarf að vera frá ELKO þar sem ég er með inneignarnótu sem ég ætla að nota upp í þetta.

Miðað við leitarniðurstöðurnar hjá elko þá eru tugir svona headphona. Maður hefur ekkert vit á þessu, hvað er málið?

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 16:24
af kiddi
Dóttirin á Beats SOLO3 Bluetooth sem tikka í nokkur box hjá þér, ekki beint noise cancelling en loka vel fyrir utanaðkomandi hljóð og bjóða uppá snúrutengingu líka þegar þess þarf. En reyndu að teygja þig í Bose QC35, það er sko fjárfesting :)

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 16:24
af MuffinMan
mæli með bose QC 35 II er að nota þau í ræktinni og í vinnuni, mjög þægileg gott sound og góð ending. Get farið í ræktina og svo í vinnuna svo þegar ég fer heim er enn nóg eftir af hleðslu

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 16:39
af mainman
Ef þig vantar þægileg heyrnartól með góðu soundi, liggja vel á eyra, eru létt, löng rafhlöðuending, áreiðanleg og góð í alla staði þá skaltu EKKI kaupa þér JBL headsettin.
Búinn að eiga tvö. Eitt sem ég verslaði mér og aðra týpu sem ég fékk síðan bætta í staðin fyrir hina þegar eitthvað hrundi í henni og það átti að vera miklu betri ger heldur en hin.
Allir á heimilinu hata að vera með þá og ég hef stundum tekið þetta ógeð með mér þegar ég er að ferðast og ég get ekki horft á eina bíómynd áður en mér líður eins og það sé verið að steikja egg á eyrunum á mér og allt í svita og vibba.
Svakalega þung, spennast of fast á eyrun, svitnar svakalega undir þessu, liggja þannig að þau eru mitt á milli að vera on ear og over ear svo það er alltaf hluti af eyrunum að klemmast og það eru allir búnir að gefast upp á að nota þetta þráðlaust út af rafhlöðuendingu plús það að oftast er hljóðið aðeins á eftir í headphones heldur en það sem maður er að horfa á.
Farðu frekar eftir því sem þessir tveir hérna fyrir ofan mig stinga upp á.
Gangi þér vel með þetta !

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 16:48
af Demon
Apple airpods eru snilld í ræktina.
Á líka Bose QC 35 og fatta ekki alveg hvernig fólk meikar að vera með svona stór headphone í ræktinni en já, misjafn smekkur og allt það :)

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 17:05
af appel
Held að þessi bose qc 35 séu of dýr og of stórt. Ég var að hugsa um eitthvað nettara.

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 17:09
af Televisionary
BeatsX eða Powerbeats. Ég næ því ekki að fólk vilji svitna í ræktinni með stór lokuð heyrnartól og nota þau svo í eitthvað annað. Þessi heyrnartól eru bæði lítil og nett. Hef notað Powerbeats til að hlaupa og hjóla með. Afar sáttur.

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 17:32
af axyne
Ég keypti mér fyrir ári síðan, með þeim ódýrstu og sem fengu sem þokkalegustu review á amazon

Langt frá því að vera eitthvað high-end sound en hafa reynst mér vel og ég get mælt með þeim.
Nota þau reyndar voða lítið fyrir tónlist, aðallega hljóðbækur.

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 17:33
af ColdIce

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 18:11
af appel
ColdIce skrifaði:https://ht.is/product/underarmor-tappar-bluetooth-3

Þessi reynast mér mjög vel.
Sorrí, búinn að gefast upp á töppum, þeir ná aldrei að tolla í eyrunum mínum.

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 20:55
af rattlehead
Var með beats heyrnatól í ræktinni lengi. Gafst upp á þeim. Voru orðin ógeðsleg að innann út af svita. Keypti mér plantronics bluetooth og get ekki verið sáttari.

https://www.amazon.com/Plantronics-Back ... th+headset

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 21:35
af reyniraron
AirPods eru snilld

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 22:09
af russi
rattlehead skrifaði:Var með beats heyrnatól í ræktinni lengi. Gafst upp á þeim. Voru orðin ógeðsleg að innann út af svita. Keypti mér plantronics bluetooth og get ekki verið sáttari.

https://www.amazon.com/Plantronics-Back ... th+headset
Tek undir þetta með BackBeat, er búin að vera með þetta í 3+ ár og hef notað þetta nánast á hverjum degi.
Tolla vel í eyra annað en önnur heyrnatól sem ég hef prófað og þægilegt að stilla þau til.
Fást í origo og einhverjum símabúðum veit ég.

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 07. Jún 2018 22:56
af appel
er þetta virkilega aðalumræðuefnið í dag? :)

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fös 08. Jún 2018 02:20
af tveirmetrar

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fös 08. Jún 2018 08:28
af C2H5OH
Ég var lengi vel að leita mér að heyratólum í ræktina, gafst alveg upp á svona venjulegum tappaheyrnatólum skil ekki hvernig nokkur maður fær það til að haldast þótt maður sitji hreifingalaus hvað þá á hlaupum. Svitnaði allt ofmikið undir svona venjulegum með púðum.
Ég keypti mér þessi, https://elko.is/jbl-contour-in-ear-heyrnartol-bt-raud og hef sjaldan verið sáttari, "tvöföld" festing á eyrun þannig að þau fara ekkert alveg sama hvað þú ert að gera, gott sound og vel hljóðeinangrandi

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fös 08. Jún 2018 09:16
af stefhauk
Mæli með Jaybird lang bestu headphone í ræktina/út að hjóla/skokka sem ég hef átt.
https://elko.is/searchresult/?q=jaybird

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fös 08. Jún 2018 09:57
af SolidFeather
Það er best að vera bara í þögninni.

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fim 14. Jún 2018 20:20
af appel
C2H5OH skrifaði:Ég var lengi vel að leita mér að heyratólum í ræktina, gafst alveg upp á svona venjulegum tappaheyrnatólum skil ekki hvernig nokkur maður fær það til að haldast þótt maður sitji hreifingalaus hvað þá á hlaupum. Svitnaði allt ofmikið undir svona venjulegum með púðum.
Ég keypti mér þessi, https://elko.is/jbl-contour-in-ear-heyrnartol-bt-raud og hef sjaldan verið sáttari, "tvöföld" festing á eyrun þannig að þau fara ekkert alveg sama hvað þú ert að gera, gott sound og vel hljóðeinangrandi
Flott, ég keypti þessi og er búinn að fara einu sinni í ræktina með þau.

Virka flott, liggja vel í eyra, ekkert vesen, og maður getur speedropað með þau án þess að headphonin fleygjast af. :happy fínt verð líka.

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Fös 15. Jún 2018 13:13
af dabbihall
in-ear hef ég verið að nota sennheiser mementum free og er mjög ánægður með þau. var líka með jaybird x2 og var nokkuð sáttur, nema héldust aðeins verr í eyrunum minum, en það er líklega bara notenda galli.

on-ear hef ég verið að nota qc35, en gallinn þar er ef ég er aðeins of aktívur verð ég svoldið blautur á eyrunum.

bottom line: mæli með sennheiser momentum free.

https://elko.is/sennheiser-momentum-free-heyrnartol

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Mið 05. Sep 2018 16:56
af kusi
Eftir að hafa lesið einhverjar umsagnir á netinu ætlaði ég að reyna að panta mér þessi, sem eiga að vera ódýr og góð fyrir peninginn:
https://www.amazon.co.uk/Anker-SoundBud ... 0721MP41Q/
en svo er ekki hægt að fá þau send til Íslands...

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Mið 05. Sep 2018 17:41
af appel
kusi skrifaði:Eftir að hafa lesið einhverjar umsagnir á netinu ætlaði ég að reyna að panta mér þessi, sem eiga að vera ódýr og góð fyrir peninginn:
https://www.amazon.co.uk/Anker-SoundBud ... 0721MP41Q/
en svo er ekki hægt að fá þau send til Íslands...
Mæli með tvöfaldri læsingu.

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Mið 05. Sep 2018 19:10
af Viggi
Ef þú ert að pæla í over ear headphonum þá eru þessi helvíti góð. Nota þau í vinnunni og drægnin er mjög góð og flott sound. Svo skemmir noise canceling ekki fyrir.

Bluedio T5 Active Noise Cancelling Wireless Bluetooth Headphones Portable Headset with microphone for phones and music
http://s.aliexpress.com/n26nemai?fromSns=Copy to Clipboard

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Lau 21. Ágú 2021 10:59
af netkaffi
Power­beats3 Wireless kostuðu 22.900 kr í Nova, svo er Beats Powerbeats Pro á 39.000 í Elko. PowerBeats3 er einmitt með svona over-ear festingu sem ég vil, en PowerBeats3 fást hvergi heima núorðið, og Pro eru dýrari og ekki með sömu festingu. :thumbsd

C2H5OH skrifaði:Ég var lengi vel að leita mér að heyratólum í ræktina, gafst alveg upp á svona venjulegum tappaheyrnatólum skil ekki hvernig nokkur maður fær það til að haldast þótt maður sitji hreifingalaus hvað þá á hlaupum. Svitnaði allt ofmikið undir svona venjulegum með púðum.
Ég keypti mér þessi, https://elko.is/jbl-contour-in-ear-heyrnartol-bt-raud og hef sjaldan verið sáttari, "tvöföld" festing á eyrun þannig að þau fara ekkert alveg sama hvað þú ert að gera, gott sound og vel hljóðeinangrandi
AirPods einmitt runnu alltaf ur eyranu. Einhver verst fitting heyrnatól sem ég hef prófað. Svo komst ég að seinna að hægt er að fá svona t.d., til að festa á þau ("vesen" að taka þetta af samt til að hlaða):
Mynd
AirPods eru svo slippery að PC Mag gerði sérstaka grein um leiðir til að festa þau. https://www.pcmag.com/how-to/keep-your- ... -your-ears
Sumir nota límband.


Var að kaupa mér þessi í gær: https://www.tunglskin.is/product/qcy-t6.htm. "hluti af Xiaomi Eco línunni."
Góð fyrir utan lélegan bassa í sumum lögum og óþægilegt hljóð ef maður hækkar næstum í botn (AirPods eru skárri að því leyti). Langar þá strax í betri, en vil helst hafa svona over-ear festingu. Þess vegna er ég að spá í Beats verðinu uppi.

Bosereyndar lofa að sín haldist kyrr þó þau séu ekki með over-ear festingu.
Mynd

Re: Gym headphones ráðlegging?

Sent: Lau 21. Ágú 2021 14:05
af mjolkurdreytill
=D>