Síða 1 af 1

Bestu síma og net fyrirtækin?

Sent: Sun 03. Jún 2018 15:27
af sgretar
Daginn,

Ég er að fara að flytja til íslands eftir meira en 10 ár erlendis.

Hvert er best að fara í síma og net áskriftir (ekki ljósleiðari)?

Re: Bestu síma og net fyrirtækin?

Sent: Sun 03. Jún 2018 15:32
af Viggi
Hringdu. Ótakmarkað net og 100 gig gsm á 11.000

Re: Bestu síma og net fyrirtækin?

Sent: Sun 03. Jún 2018 16:50
af ZiRiuS
Viggi skrifaði:Hringdu. Ótakmarkað net og 100 gig gsm á 11.000
Er ljósleiðaragjaldið inní þessu hjá þeim?

Re: Bestu síma og net fyrirtækin?

Sent: Sun 03. Jún 2018 16:58
af depill
ZiRiuS skrifaði:
Viggi skrifaði:Hringdu. Ótakmarkað net og 100 gig gsm á 11.000
Er ljósleiðaragjaldið inní þessu hjá þeim?
Allt innifalið fyrir utan router. ( Router 990 kr ). 9000 kr fyrir Gigabit ljósleiðara + 1990 fyrir GSM með 100 GB gagnamagni per mánuði.

Re: Bestu síma og net fyrirtækin?

Sent: Sun 03. Jún 2018 19:25
af ZiRiuS
Það er ágætur díll

Re: Bestu síma og net fyrirtækin?

Sent: Mán 04. Jún 2018 00:36
af HringduEgill
Viggi skrifaði:Hringdu. Ótakmarkað net og 100 gig gsm á 11.000
Svo færðu tengimánuð + aukafrímánuð af farsímanum fyrir 14. jún! :)

Re: Bestu síma og net fyrirtækin?

Sent: Mán 04. Jún 2018 00:53
af ZiRiuS
HringduEgill skrifaði:
Viggi skrifaði:Hringdu. Ótakmarkað net og 100 gig gsm á 11.000
Svo færðu tengimánuð + aukafrímánuð af farsímanum fyrir 14. jún! :)
Hvað þýðir það, ef ég má aðeins hijacka þessum þræði :D
Náðu þið eitthvað að breyta routing eftir að ég sendi þér þessar upplýsingar um daginn? Er að spá í að kíkja til ykkar aftur. Freystandi að spara með net+farsíma.

Re: Bestu síma og net fyrirtækin?

Sent: Mán 04. Jún 2018 10:26
af HringduEgill
ZiRiuS skrifaði:
HringduEgill skrifaði:
Viggi skrifaði:Hringdu. Ótakmarkað net og 100 gig gsm á 11.000
Svo færðu tengimánuð + aukafrímánuð af farsímanum fyrir 14. jún! :)
Hvað þýðir það, ef ég má aðeins hijacka þessum þræði :D
Náðu þið eitthvað að breyta routing eftir að ég sendi þér þessar upplýsingar um daginn? Er að spá í að kíkja til ykkar aftur. Freystandi að spara með net+farsíma.
Ef þú færir þig til okkar með farsímann í júní sleppirðu við að greiða fyrir júní + júlí. Höfum ekki breytt neinu enn sem komið er varðandi routing.

Re: Bestu síma og net fyrirtækin?

Sent: Mán 04. Jún 2018 12:56
af Dr3dinn
Var hjá Símafélaginu og var mjög ánægður, sem er nú því miður komið inn í Nova, sem er með lélegar áskriftir vægast sagt.

Fór yfir í hringdu, fann engan mun á gæðum og það var ódýrara.

Re: Bestu síma og net fyrirtækin?

Sent: Mán 04. Jún 2018 13:56
af linenoise
Get mælt með Hringdu allan daginn. Verð, gæði og þjónusta. Það er samt ekki víst að þeir séu með besta pingið á kvöldin. Veit ekki hver stendur sig best þar.