Síða 1 af 1

Dell Dimension 8400 turntölva

Sent: Þri 08. Mar 2005 22:43
af Ragnar
Já góðan dag. Ég hef verið að skoða Dell tölvur. Fjölskylda mín er með dell svona undir bókhald og svona.

En það sem ég er að spá í er þessi hérna Dell Dimension 8400.

http://extranet.ejs.is/extranet/Product ... N8400%2306

Þitt verð: 135.000 kr. (108.434 kr. án VSK)

Intel Pentium 4 3.2GHz/1MB Cache 800MHz FSB & HT
1024MB DualChannel DDR2 533MHz (2x512MB)
160GB (7200rpm) SATA Hard Drive
3.5" 1.44MB disklingadrif
16X DVD+RW with double layer write capability
Dell Gigabit Ethernet 10/100/1000
256MB PCI Express x16 (DVI/VGA/TV-out) X800 XT skjákort
SoundBlaster Audigy 2 Digital hljóðkort
8 USB 2 (tvö að framan), Serial, Parallel 2 PS/2
IEEE 1394 FireWire
Íslenskt lyklaborð & Logitech ljósamús
Microsoft Windows XP Professional
Microsoft Works 7.0
Mini Tower 42.5cm x 18.1cm x 44.7cm (h x b x d)
2ja ára ábyrgð á verkstæði EJS.

Mér þætti gaman að fá að vita ykkar álit á þessari Tölvu. Er Dell ekki frekar hljóðlátt. Svona yfir höfuð?. Ég er að leita að mér að Power og silent. Jæja ég vona að þið botnið eitthvað í þessu.

Ps. Er kannski betra að versla þetta frá Usa ?.

Kv Ragnar Jóhannesson

Öll svör þökkuð fyrifram

Sent: Þri 08. Mar 2005 22:49
af Stutturdreki
Myndi fá að hlusta :)

Átti Dimension 4100 og hún var frekar hávær diskurinn, viftan, psu.. allt saman. Hinsvegar átti ég þar á undan Dell OptiPlex .. hundrað og eitthvað.. og það heyrðist ekkert í henni, nema kannski CD drifinu.

Sent: Þri 08. Mar 2005 22:56
af vldimir
Tilbúnu Dell PC tölvurnar eru þekktar fyrir að vera hljóðlátustu tölvur sem þú finnur.

Í sambandi við að kaupa þetta frá BNA þá er það alveg eitthverjum tugþúsundum ódýrara held ég. Og það er minnir mig hægt að fá ábyrgð sem virkar hvar sem er í heiminum. Þannig held í raun að það sé mjög sniðugt að panta tölvuna að utan. Einnig eru mjög oft afsláttamiðar/coupons? í gangi á http://www.dell.com þannig ættir að geta fengið sömu tölvu / betri á mun hagstæðara verði.

Sent: Þri 08. Mar 2005 23:04
af Pandemic
Mig finnst þær ekkert vera neitt sérstaklega hljóðlátar þessar sem ég hef heyrt í.
Þær hitna alveg svakalega það er bara einn 120mm vifta í Dell demension tölvunum sem sér um allt systemið :S.

Sent: Þri 08. Mar 2005 23:22
af goldfinger
Þetta er fín græja, veit samt ekki með flutningskostanð á 1stk. pc tölvu. Myndi skoða það fyrst.....

Sent: Þri 08. Mar 2005 23:31
af Ragnar
takk fyrir svörinn. Jú það er ódýrara að fá þetta að utan t.d. Usa. Alltaf verið að auglýsa Free double memory eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsa málið.

Sent: Mið 09. Mar 2005 00:02
af gnarr
goldfinger skrifaði:Þetta er fín græja, veit samt ekki með flutningskostanð á 1stk. pc tölvu. Myndi skoða það fyrst.....
ef maður pantar gegnum shopusa, þá borgar maður bar ahlutfall af verðinu, en ekkert eftir þyngd eða ummáli.