Síða 1 af 1
Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 31. Maí 2018 11:30
af zetor
https://k100.mbl.is/frettir/2018/05/31/ ... ar_sem_er/
Jæja, mun ég geta loksins horft á íslenskar stöðvar og þætti, óháð neti og staðsetning?
Hvað segja innanbúðarmenn?
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 31. Maí 2018 12:00
af Njall_L
Virkilega spennandi ef þetta reynist rétt. Er sjálfur með ljósleiðara í gegnum GR og hef bölvað því lengi að geta ekki fengið Sjónvarp Símans. Er miklu hrifnari af viðmótinu og stöðvaúrvali þar heldur en hjá Vodafone.
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 31. Maí 2018 12:08
af Moldvarpan
Ég held ég geti fullyrt, að íslensku símafélögin eru aldrei að fara hugsa út fyrir boxið.
Þetta "úrval" rása er dapurt, ef miðað er við önnur lönd og aðrar þjónustur.
4k myndlykill símans, sem er þráðlaus, ræður bara við takmarkað magn rása.
Þetta app símans, hefur einungis "vinsælustu" rásirnar.
Ég mun glaður éta þessi orð ofaní mig, en ég hef ekki áhyggjur af því að ég þurfi þess.
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 31. Maí 2018 14:48
af jonfr1900
Þetta er reyndar fínt fyrir mig. Þar sem ég þarf þá ekki að versla við Vodafone um erlendar rásir á meðan ég verð búsettur á Íslandi næstu árin. Rúv get ég horft á í gegnum loftnet.
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 31. Maí 2018 14:54
af Hizzman
ótrúlega 'edgy'
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 31. Maí 2018 15:28
af kjartanbj
þetta opnar kannski möguleikan á að maður prófi aftur einhverntíma áskrift af sjónvarpi símanns, manni verkjar samt í rassinn hvað þetta er dýrt hjá þeim og að rukka 500kr á hvert snjalltæki sem maður tengir við er rosalegt ofan á það sem maður borgar fyrir + auglýsingar , ég gafst uppá áskrift hjá þeim þar sem það laggaði og pixelaðist á fullu hjá mér
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 31. Maí 2018 20:21
af Storm
Vildi bæta örlitlu inn í umræðuna sem starfsmaður Símans
kjartanbj skrifaði:...rukka 500kr á hvert snjalltæki...
Appið kostar 500kr fyrir 1 til 5 skráð snjalltæki við myndlykil
(Appið er frítt ef það er ekki tengt við myndlykil)
Moldvarpan skrifaði:...4k myndlykill símans, sem er þráðlaus, ræður bara við takmarkað magn rása.
Þetta app símans, hefur einungis "vinsælustu" rásirnar...
Varðandi takmarkað magn af stöðvum í Appi þá er það í vinnslu að bæta úr því (hef engar dagsetningar)
Þegar myndlyklarnir eru þráðlausir þá eru þeir að tengjast sama kerfi og appið.
Kær kveðja,
Ævar hjá Símanum
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 31. Maí 2018 21:55
af appel
kjartanbj skrifaði:..sinn hvað þetta er dýrt hjá þeim og að rukka 500kr á hvert snjalltæki sem maður tengir við er rosalegt ofan á það sem maður borgar fyrir + auglýsingar
Ef þú ert í "heimilispakkanum" þá getur þú sett upp appið á 5 tæki.
Svo núna er nýbyrjað (í dag held ég) að bjóða upp á "þættir í farsímann" að kostnaðarlausu fyrir þá sem eru aðeins með farsímaáskrift. Þetta er sama app, sjónvarp símans appið, með aðeins takmarkaðra úrvali:
https://www.siminn.is/forsida/simi/meir ... r-i-simann
(þarft ekki internet-tengingu eða myndlykil).
btw. menn voru eitthvað að tala um wi-fi tengdan myndlykil í öðrum þræði. Allir sagemcom 4k myndlyklar hjá okkur hafa boðið upp á þennan möguleika í um eitt ár núna.
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 16. Ágú 2018 10:15
af appel
Nú er byrjað að bjóða upp á þessa þjónustu:
Sjónvarp hjá Símanum - óháð neti
https://www.siminn.is/forsida/sjonvarp/ ... /ohad-neti
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 16. Ágú 2018 12:23
af Storm
Storm skrifaði:Vildi bæta örlitlu inn í umræðuna sem starfsmaður Símans
kjartanbj skrifaði:...rukka 500kr á hvert snjalltæki...
Appið kostar 500kr fyrir 1 til 5 skráð snjalltæki við myndlykil
(Appið er frítt ef það er ekki tengt við myndlykil)
Moldvarpan skrifaði:...4k myndlykill símans, sem er þráðlaus, ræður bara við takmarkað magn rása.
Þetta app símans, hefur einungis "vinsælustu" rásirnar...
Varðandi takmarkað magn af stöðvum í Appi þá er það í vinnslu að bæta úr því (hef engar dagsetningar)
Þegar myndlyklarnir eru þráðlausir þá eru þeir að tengjast sama kerfi og appið.
Kær kveðja,
Ævar hjá Símanum
Vil uppfæra þessar upplýsignar frá mér, það er núna frítt að tengja appið við myndlykilinn til að spegla áskrift.
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 16. Ágú 2018 16:14
af Vaktari
Er þetta þá bara allt þráðlaust netsambandið þar að segja?
Eða er þetta actually hægt að nota þetta við GR ll box gegnum cat5 t.d.
Re: Síminn nýr myndlykill " hugsað út fyrir boxið "
Sent: Fim 16. Ágú 2018 16:35
af appel
Vaktari skrifaði:
Er þetta þá bara allt þráðlaust netsambandið þar að segja?
Eða er þetta actually hægt að nota þetta við GR ll box gegnum cat5 t.d.
Þú þarft bara internet tengingu.