Síða 1 af 1
Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fim 10. Maí 2018 14:02
af karvel
Eftir að ég setti upp clean install á Win 10 á tölvuna hjá mér hefur það gerst að ég næ ekki sambandi við routerinn hjá mér og hraðinn hefur hrunið niður í 100 Mbps í stað 1000. Ég er búinn að endurræsa Network adapter, gagnaveituboxið og routerinn án árangurs. Ég kemst ekki inn á routerinn með 192.168.1.1 og þar virðist þurfa allt aðra tölu til að komst inn
Ég er mjög illa að mér í svona netmálum og myndi þiggja það að einhver gæti leiðbeint mér til lausnar á þessu vandamáli.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fim 10. Maí 2018 14:20
af pepsico
Getur verið fyrir mér að þú þurfir driver til að fá 1000Mbps en ég sé ekki Windows 10 driver fyrir þetta móðurborð á síðunni hjá Gigabyte. Prófaðu þennan Windows 10 driver (næstefsta downloadið) beint frá Realtek en hann á að vera fyrir þetta netkortschip sem er í móðurborðinu. Svo getur líka verið að snúran hafi bara krumpast eða eitthvað og ráði ekki við 1000Mbps lengur.
Hinar tölurnar sem þú ættir að prófa fyrir routerinn eru 192.168.1.254, 192.168.0.1, 192.168.1.1, 10.0.0.1, 10.0.1.1, 10.10.0.1, 10.10.1.1, o.s.frv. myndi hjálpa að vita framleiðandann, jafnvel módelið og einnig að gá hvort slóðin stendur ekki bara á routernum.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fim 10. Maí 2018 15:06
af vesi
opnaðu command prompt. windows takki fyrst og skrifar cmd.
í Svarta glugganum sem opnast skrifaðu ipconfig /all
þar kemur listi, Þar er Default Gateway ......... og ip-tala það er addressan á routerinn.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fim 10. Maí 2018 15:16
af karvel
"pepsico skrifaði
Getur verið fyrir mér að þú þurfir driver til að fá 1000Mbps en ég sé ekki Windows 10 driver fyrir þetta móðurborð á síðunni hjá Gigabyte. Prófaðu þennan Windows 10 driver (næstefsta downloadið) beint frá Realtek en hann á að vera fyrir þetta netkortschip sem er í móðurborðinu. Svo getur líka verið að snúran hafi bara krumpast eða eitthvað og ráði ekki við 1000Mbps lengur.
Hinar tölurnar sem þú ættir að prófa fyrir routerinn eru 192.168.1.254, 192.168.0.1, 192.168.1.1, 10.0.0.1, 10.0.1.1, 10.10.0.1, 10.10.1.1, o.s.frv. myndi hjálpa að vita framleiðandann, jafnvel módelið og einnig að gá hvort slóðin stendur ekki bara á routernum
Fatta ekki alveg
"Prófaðu þennan Windows 10 driver (næstefsta downloadið) beint frá Realtek en hann á að vera fyrir þetta netkortschip sem er í móðurborðinu" Á ég að fara á heimasíðu Realtek og finna þettan driver? Ég vona að snúran sé í lagi enda ekkert verið hróflað við henni.
Varðandi tölurnar inn á routerinn virka þær ekki og ég er einnig búinn að reyna með fartölvu án árangurs. Ég get þó séð heitið á Private networkinu mínu í taskbar á þeirri tölvu en hjá mér er það bara Network. Annars er routerinn hjá mér Linksys WRT1900AC og spurningin er bara hvort ég þurfi að setja hann upp aftur?
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fim 10. Maí 2018 16:27
af pepsico
Ég gleymdi að setja slóðina í innleggið:
http://www.realtek.com.tw/Downloads/dow ... =5&PNid=13
Ég myndi ráðleggja þér að resetta routerinn því ef 192.168.1.1 virkar ekki þá er maðkur í mysunni, hún er sú sem á að virka.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fim 10. Maí 2018 16:49
af karvel
"pepsico skrifaði;
Ég gleymdi að setja slóðina í innleggið:
http://www.realtek.com.tw/Downloads/dow ... =5&PNid=13
Ég myndi ráðleggja þér að resetta routerinn því ef 192.168.1.1 virkar ekki þá er maðkur í mysunni, hún er sú sem á að virka.
Takk fyrir pepsico, hraðinn er kominn í topp. Ég ætla síðar að resetta routerinn þar sem ég er með allt aðra tölu í Default Gateway.
vesi skrifaði;
opnaðu command prompt. windows takki fyrst og skrifar cmd.
í Svarta glugganum sem opnast skrifaðu ipconfig /all
þar kemur listi, Þar er Default Gateway ......... og ip-tala það er addressan á routerinn.
Þakka þér fyrir aðstoðina vesi.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fim 10. Maí 2018 19:09
af asgeirbjarnason
karvel skrifaði:Ég ætla síðar að resetta routerinn þar sem ég er með allt aðra tölu í Default Gateway.
Hvaða IP tala var sem default gateway?
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fim 10. Maí 2018 23:03
af karvel
asgeirbjarnason skrifaði;
Hvaða IP tala var sem default gateway?
10.247.79.86
Annars er þessi hraði óskiljanlegur hjá mér, stundum er ég í 1000 Mbps en svo næst þegar ég tékka er ég dottinn niður í 100 Mbps
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fös 11. Maí 2018 00:56
af asgeirbjarnason
Huh? Það er vissulega furðuleg IP tala sem default gateway. Spurning hvort þú sért tengdur framhjá routernum og beint í ljósleiðaraboxið? 10.x.x.x IP tölurnar eru private IP tölur, eins og 192.168.x.x, nema það er oftast notað af miklu stærri fyrirtækjum. Mig minnir að maður fái 10.x.x.x IP tölu þegar maður er búinn að auðkenna sig við Gagnaveitu netið.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fös 11. Maí 2018 21:20
af karvel
Jæja, þá er ég búinn að setja routerinn upp að nýju en það eina sem hefur áunnist með því er að ég get nú farið inn í stillingar þ.e. að loggað mig inn á 192.168.1.1 þar sem það er orðinn aftur "Default Gateway". Að öðru leiti virðist allt annað óbreytt þ.e. ég tengist sem "Ethernet Private Network" en fæ ekki upp heiti tengingarinnar og hraðinn er sem áður í 100Mbps. Það sem ruglar þetta enn frekar er að stundum hefur hraðinn rokið upp í Gíg.
Ég er búinn að hafa samband við þjónustuaðilann og hann fullyrðir að allt sé í lagi frá hans hálfu og ég sé með 1000Mbps tengingu í Gagnaveituboxið.
Þetta er farið að taka allt of langan tíma að leysa og mér finnst óþolandi ef að ég þarf að taka á leigu Router frá þjónustuaðilanum til þess eins koma þessu í gagnið. Í það minnsta geta þeir þá ekki fyrrt sig ábyrgð með því að segja að þeir komist ekki inn á Routerinn hjá mér til að laga stillingar.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fös 11. Maí 2018 21:56
af pepsico
Hraðatölurnar sem þú ert að tala um, 100Mbps og 1000Mbps, tengjast ekkert hraðanum sem þú færð út á internetið hjá netfyrirtækinu, eða einu sinni yfir í ljósleiðaraboxið, heldur er tala valin af tækjunum tveimur sem tengd eru saman í samræmi við staðal (IEEE 802). Það er margt sem getur látið tækin ákveða að tengingin eða aðstæðurnar séu nógu góðar til að réttlæta 1000Mbps, og er sú allra algengasta sú að snúran sé ekki nógu góð. Ég mun aldrei hætta að ráðleggja fólki að prófa aðra snúru sem þekkt er að sé góð því snúran er oft vandamálið.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fös 11. Maí 2018 22:20
af Sallarólegur
Þú gleymir að segja hvar þú ert að mæla hraðann. Afhverju segirðu að hann sé 100Mb?
Ertu að mæla á
http://www.speedtest.net/ ?
Sýndu niðurstöðurnar, ekki segja bara "hraðinn er 100Mbps". Screenshot eða e-ð. Pics or it didn't happen.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fös 11. Maí 2018 22:25
af pepsico
Hann er sem sagt að tala um hraðann sem tækin auto-negotiatea í samræmi við staðalinn. Þ.e. talan sem þú lest þegar þú ferð í Properties á tengingunni þinni í reitnum 'Speed'. Þar eru tækin í rauninni að láta þig vita að eitthvað sé að ef það stendur eitthvað minna en 1.0 Gbps eða 1000 Mbps, t.d. 100 Mbps, þegar þú ættir annars kost á því að vera með 1000 Mbps.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fös 11. Maí 2018 22:28
af Sallarólegur
Bíddu nú við. Hvernig getur það verið þjónustuaðila internetsins að kenna að þú sért í vandræðum með netið þitt eftir að ÞÚ setur upp Windows 10?
En um að gera að prufa þá nýja snúru og öll portin á routernum.
Re: Hraða og tengingarvandamál.
Sent: Fös 11. Maí 2018 22:42
af loner
Sæktu " Diagnostic Program for Vista/Win7/Win8/Win10 "
á sömu slóð og þú sóttir driverinn hjá Realtek.
Prófaðu öll test, líka lan testið.
Það sem held að gæti verið að sé kapallinn bilaður, eða innbyggða netkortið að gefa sig.
Þú gætir prufað að taka út Green Ethernet, við það ætti tölvan að hætta setja netkortið í orkusparnað.
Ps. er þú settir upp nýja driverinn, gerðir þú " Remove " áður, ef ekki gætir þú prufað það og sett driverinn upp aftur.