Síða 1 af 1

Gildir til...?

Sent: Mið 09. Maí 2018 21:05
af appel
Ég er með gjafakort og það segir "gildir til 2018" ... ég er að velta fyrir mér hvort það sé enn í gildi eða ekki. Hvað haldiði?

Re: Gildir til...?

Sent: Mið 09. Maí 2018 21:10
af beggi90
Myndi halda að það væri útrunnið.

Minn skilningur:
Gildir til 2018 -> 1 jan 2018
Gildir út 2018 -> 31 des 2018

Er ekki annars best að hringja bara í fyritækið og athuga?

Re: Gildir til...?

Sent: Mið 09. Maí 2018 21:15
af pepsico
Held það sé klárlega greinarmunur á "gildir til" og "gildir til og með". Þetta er hins vegar nógu oft notað vitlaust til að það sé kannski hægt að "plata" starfsmann/fyrirtæki í að fá að nota þetta.

Re: Gildir til...?

Sent: Mið 09. Maí 2018 21:18
af appel
Einmitt það sem ég var að hugsa. Kannski einfaldasta að hringja og spyrja :D

Re: Gildir til...?

Sent: Mið 09. Maí 2018 21:32
af Glazier
Hvenær er þetta gjafabréf gefið út?
Margar verslanir þekkja ekki reglurnar í kringum inneignarnótur og gjafabréf nógu vel og stimpla oft á þau mun styttri "gildistíma" en lög segja til um.

Skv. neytendastofi ætti það að gilda í 4 ár en þó má hafa gildistímann styttri sé það tekið fram...
https://www.ns.is/is/content/reglur-um- ... -gjafabref

Re: Gildir til...?

Sent: Mið 09. Maí 2018 21:37
af appel
Glazier skrifaði:Hvenær er þetta gjafabréf gefið út?
Margar verslanir þekkja ekki reglurnar í kringum inneignarnótur og gjafabréf nógu vel og stimpla oft á þau mun styttri "gildistíma" en lög segja til um.
Fékk það jólin 2016. Þetta er veitingastaður, vil ekki alveg gefa allt upp. En miðað við "gildir til 2018" þá gilti það aðeins í 12 mánuði, sem maður veit ekki hvort sé eðlilegt, aðeins 1 ár, maður hefði haldið að 2 ár væri eðlilegra.

Re: Gildir til...?

Sent: Mið 09. Maí 2018 21:57
af worghal
gjafabréf = peningur sem rennur út. :fly

Re: Gildir til...?

Sent: Mið 09. Maí 2018 22:29
af pepsico
Þetta hér að ofan er einhver mistúlkun á því sem stendur á slóðinni. Þar stendur: "Þar sem verklagsreglurnar eru ekki bindandi geta seljendur sem ekki fylgja þeim ákveðið sjálfir gildistíma á gjafabréf eða inneignarnótur og algengur gildistími er eitt ár."

Re: Gildir til...?

Sent: Fim 10. Maí 2018 07:54
af Sallarólegur
Það er auðvitað alveg fáránlegt að gjafabréf renni út. Það er búið að greiða fyrir vörur, en engin vara hefur verið afhent. Þá eru þetta í raun bara frjáls framlög til fyrirtækja, eins og að þau séu einhvert hjálparstarf.

Ættir ekki að pæla í þessari dagsetningu, mæta bara og borga svo með gjafabréfinu.

Held að langflest fyrirtæki sjái sóma sinn í að framlengja svona dagsetningar.

Furðulegt að það sé ekki búið að setja einhverjar EES reglur um svona vitleysu.

Re: Gildir til...?

Sent: Fim 10. Maí 2018 08:22
af Skaz
Glazier skrifaði:Hvenær er þetta gjafabréf gefið út?
Margar verslanir þekkja ekki reglurnar í kringum inneignarnótur og gjafabréf nógu vel og stimpla oft á þau mun styttri "gildistíma" en lög segja til um.

Skv. neytendastofi ætti það að gilda í 4 ár en þó má hafa gildistímann styttri sé það tekið fram...
https://www.ns.is/is/content/reglur-um- ... -gjafabref
Það eru engin lög til um þetta, stendur í greininni sem að þú vísar í og líka þetta:
Þessar reglur eru leiðbeinandi og er verslunum því ekki skylt að fara eftir þeim.
Sem að er einmitt vandamálið, vegna þess að það eru engin lög eða reglugerð sem að segir fyrirtækjum nákvæmlega hvernig skal haga þessu þá er Ísland frumskógur þegar kemur að skilarétti, inneignarnótum og gjafabréfum.

Re: Gildir til...?

Sent: Fim 10. Maí 2018 09:33
af Squinchy
Hafðu samband við þá, ef þeir vilja ekki taka því gildu þá skaltu hafa samband við neytendastofu og þeir vinna einhverja millileið fyrir báða aðila.

Því eins og neytendastofa hefur verið að minna á regglulega að gjafabréf eru ekki tímabundinn viðskipta samningur, skipt hefur verið á pening fyrir vöru/þjónustu og hana skal afhenda nema það sé virkilega góð ástæða til að það sé ekki hægt og þá skal seljandi endurgreiða það sem hann getur ekki veitt