Síða 1 af 1

Loftnet fyrir Tivoli Audio PAL útvarp

Sent: Þri 01. Maí 2018 22:30
af KermitTheFrog
Daginn, ég er með gamalt Tivoli Audio PAL útvarp sem er með löskuðu loftneti. Ekki lumar einhver á svoleiðis eða biluðu útvarpi sem mætti nota í parta.

Þetta er svona útvarp:
Mynd

Ég fann þetta loftnet á síðunni þeirra, en get ekki fundið út hvernig ég get keypt það. Ég er búinn að senda á þá línu og spyrja hvort ég geti keypt þetta hjá þeim og er að bíða eftir svari. ekki keypt

Edit: Ástæðan fyrir því að ég get ekki keypt í gegnum síðuna þeirra er sú að ég er ekki í USA. Ef ég loada síðunni með VPN þá býðst mér að kaupa þetta. En þeir virðast bara senda innan USA.

Re: Loftnet fyrir Tivoli Audio PAL útvarp

Sent: Mið 02. Maí 2018 00:06
af DJOli
Búinn að prófa eitthvað eins og http://www.shopusa.com/shopusa/iceland/

Re: Loftnet fyrir Tivoli Audio PAL útvarp

Sent: Mið 02. Maí 2018 00:55
af jonfr1900
Þú getur keypt svona loftnet í miðbæjarradió. http://mbr.is/loftnet/10932-telescope-a ... results=55

Re: Loftnet fyrir Tivoli Audio PAL útvarp

Sent: Mið 02. Maí 2018 03:38
af KermitTheFrog
DJOli skrifaði:Búinn að prófa eitthvað eins og http://www.shopusa.com/shopusa/iceland/
Já ég myndi prófa þetta ef í harðbakkann slær.
jonfr1900 skrifaði:Þú getur keypt svona loftnet í miðbæjarradió. http://mbr.is/loftnet/10932-telescope-a ... results=55
Já sniðugt! Sýnist þetta loftnet samt vera aðeins of stórt m.v. þetta sem ég er með. En ég prófa kannski að renna við hjá þeim og athuga hvernig úrvalið er.

Re: Loftnet fyrir Tivoli Audio PAL útvarp

Sent: Mið 02. Maí 2018 09:24
af DJOli
Hvað með íhluti?
http://www.ihlutir.is/

Re: Loftnet fyrir Tivoli Audio PAL útvarp

Sent: Þri 08. Maí 2018 10:16
af KermitTheFrog
Fékk sambærilegt í Miðbæjarradíó. Takk fyrir hjálpina :)