Síða 1 af 1
Gigaset A415 - virkja númerabirtingu
Sent: Fös 27. Apr 2018 09:07
af zetor
Var að kaupa fyrir ömmu nýjan heimasíma Gigaset A415 og er að reyna að virkja númerabirtingu þannig að maður sér hver hringir. Samkvæmt leiðbeiningum á hún að vera virkjuð frá upphafi í símanum. Ég hef haft samband við Símann og þeir segja að allt sé virkjað þeim megin. Þessi sími er á símalínu og ekk í gegnum router.
Hvað gæti verið að í þessu?
Re: Gigaset A415 - virkja númerabirtingu
Sent: Fös 27. Apr 2018 09:18
af pepsico
Er þetta ekki bara eins og vanalega að þú stillir sjálfur inn nöfnin sem eiga að birtast við viðkomandi númer?
Re: Gigaset A415 - virkja númerabirtingu
Sent: Fös 27. Apr 2018 10:42
af zetor
pepsico skrifaði:Er þetta ekki bara eins og vanalega að þú stillir sjálfur inn nöfnin sem eiga að birtast við viðkomandi númer?
Hef einmitt prufað þetta, virkar ekki heldur.
Re: Gigaset A415 - virkja númerabirtingu
Sent: Fös 27. Apr 2018 10:58
af frr
Líkurnar á því að þeir hjá símanum eru að bulla eða eitthvað að í búnaði hjá þeim, eru yfirgnæfandi.
En það er líka hægt að prófa annan síma, eða þennan á annari línu.
https://community.bt.com/t5/Landline/Ca ... -p/1251915