Síða 1 af 1
Hvort Bose eða Sony heyrnartól
Sent: Mið 04. Apr 2018 14:34
af Fautinn
Sælir hvort er betra Sony 1000mx 2 eða Bose 35ll fyrir ræktina og a ferðalögum
Re: Hvort Bose eða Sony heyrnartól
Sent: Mið 04. Apr 2018 14:40
af Kreg
Ég er með 35 II og ég elska þau. Nota þau aðallega í vinnunni en þau eru frábær líka í flugvélum t.d.
Þar sem þau eru lokuð myndi ekki fara með þau í ræktina.. nema kannski ef þú svitnar mjög lítið.
Re: Hvort Bose eða Sony heyrnartól
Sent: Mið 04. Apr 2018 14:45
af Haukursv
Bæði frábær, Sony með örlítið þéttara hljóði en ég valdi Bose vegna þæginda. Ef þú ert með stóran haus er líklegt að þér finnist einnig Bose vera þæginlegri. Er samt líka sammála Kreg, ég myndi aldrei nota þessi heyrnatól í ræktina því þau eru stór og lokuð, en ég sé samt marga með svoleiðis svo það er klárlega hægt.
Re: Hvort Bose eða Sony heyrnartól
Sent: Mið 04. Apr 2018 15:04
af worghal
eftir að hafa prufað bæði, þá finnst mér bose þægilegri til lengdar, virka ekki eins þung og þrýsta ekki eins mikið á eyrun sjálf innan í.
mér finnst líka ekki það mikill munur á hljóðinu til að fórna þægindunum.
Bose all the way
Re: Hvort Bose eða Sony heyrnartól
Sent: Mið 04. Apr 2018 15:07
af wicket
Bæði geggjuð, bæði frábær.
Mátaðu þau, þau sem þér finnast þægilegri eru rétti kosturinn. Ekkert rangt val á milli þessara tveggja.
Re: Hvort Bose eða Sony heyrnartól
Sent: Mið 04. Apr 2018 15:21
af Sallarólegur
Hef ekki prufað Sony, en Bose eru frábær og virðast vera betur smíðuð.
https://www.google.is/search?q=sony+mdr ... s&tbm=isch
Re: Hvort Bose eða Sony heyrnartól
Sent: Mið 04. Apr 2018 15:29
af Gunnar
Nota sony mdr1000x i ræktinni og það er allgjör snilld. Hef lika farið með þau i flug og það var líka þægilegt.
Á svo reyndar bose qc25 sem ég á eftir að prufa á ferðalagi. keypti þau aðalega utaf uflymike aukabúnaði fyrir þau.
Re: Hvort Bose eða Sony heyrnartól
Sent: Mið 04. Apr 2018 15:31
af Televisionary
Bose fyrir allan peninginn, ég var með eldra módel frá Sony það fór nákvæmlega svona. Um leið og ábyrðin var búin. Þau voru alltaf geymd í tösku. Seldi gömlu Bose heyrnartólin mín frá 2007 og þau eru enn í notkun síðast þegar ég vissi.
Re: Hvort Bose eða Sony heyrnartól
Sent: Mið 04. Apr 2018 15:35
af GullMoli
Mæli með Bose tólunum. Getur notað appið til ð minnka sound cancelling ef þú notar þau utandyra (kemur í veg fyrir vindhljóðið).
Hef einu sinni farið með mín í ræktina, geri það ekki aftur. Ef þér er sama þó þú svitnir í þín þá skiptir það kannski ekki öllu.
Re: Hvort Bose eða Sony heyrnartól
Sent: Mið 04. Apr 2018 16:10
af Fautinn
takk ég hallast að Bose miðað við það sem komið hefur fram.