Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Sun 11. Mar 2018 15:19
af Hjaltiatla
Hæhæ
Var að pæla hvort það myndi redda málunum að skipta um stærri þétti í Dewalt hleðslutæki ef maður verslar sér Dewalt hleðsluborvél sem er hugsuð fyrir 120 V AC~ (USA) og battery í vélina væri 12 Volt líkt og nokkrir Youtube-arar hafa verið að gera ef maður vill nota hleðslutæki t.d á Íslandi.
T.d í þessu video skipti aðilinn um þétti og setti 10uF 450V þétti í staðinn fyrir þéttinn sem var fyrir og gat notað hleðslutæki á spennunni í Ástralíu (240 volt).
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Sun 11. Mar 2018 17:31
af arons4
Ef þetta er eins hleðslutæki þá myndi það duga. Stundum er varistor til að verja rásina gegn spennuflökti og þá er hægt að skipta um hann eða lóða í burtu. Ef þetta er tæki með línulegum spennugjafa þá þarf stundum að skipta um spennir en þess þarf yfirleitt ekki á switch mode(flest er switch mode í dag).
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Sun 11. Mar 2018 17:45
af Hjaltiatla
arons4 skrifaði:Ef þetta er eins hleðslutæki þá myndi það duga. Stundum er varistor til að verja rásina gegn spennuflökti og þá er hægt að skipta um hann eða lóða í burtu. Ef þetta er tæki með línulegum spennugjafa þá þarf stundum að skipta um spennir en þess þarf yfirleitt ekki á switch mode(flest er switch mode í dag).
Snilld.
Ég læt vaða og prófa þetta. Takk fyrir svarið
Annars er þetta vélin sem ég ætla að kaupa í Lowe´s á 99 $
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Sun 11. Mar 2018 22:37
af joker
Keypti einmitt svona vél í fyrra í USA á sama verði en fékk mér hleðslutæki á Ali Express á $28
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Sun 11. Mar 2018 22:45
af kubbur
gerði þetta við 1 tæki í fyrra, reyndi það svo við annað og mistókst, þau eru ekki öll eins að innan
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Mán 12. Mar 2018 08:23
af Cascade
Þekki menn sem kaupa þetta í tuga tali frá USA og einmitt skipta um þéttinn
Svínvirkar
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Mán 12. Mar 2018 22:40
af jonsig
Ef ég fæ teikningu þá skal ég segja þér nákvæmlega hverju þarf að breyta svo þú sprengir þig ekki í tvennt.
Annars eru svona gæjar stór hættulegir. Enginn rökstuðningur fyrir neinu. Það sem heldur fésinu á honum í heilu lagi eru öryggistaðlar á hönnuninni. Það eru skynjararásir tengdar við veituna og spennir sem er hannaður fyrir helmingi lægri spennu, varistorar ,spennufellur ofl fyrir 120V.
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Mán 12. Mar 2018 23:48
af arons4
jonsig skrifaði:Ef ég fæ teikningu þá skal ég segja þér nákvæmlega hverju þarf að breyta svo þú sprengir þig ekki í tvennt.
Annars eru svona gæjar stór hættulegir. Enginn rökstuðningur fyrir neinu. Það sem heldur fésinu á honum í heilu lagi eru öryggistaðlar á hönnuninni. Það eru skynjararásir tengdar við veituna og spennir sem er hannaður fyrir helmingi lægri spennu, varistorar ,spennufellur ofl fyrir 120V.
Þessi hleðslutæki í dag eru lítið meira en einfaldir DC spennugjafar af ódýrustu gerð og öll spennujöfnun inná sellurnar fer oft fram í batterýinu sjálfu. Hef borið saman Milwaukee hleðuslutæki annarsvegar frá US og hinsvegar keypt hér á landi og bókstaflega eini munurinn var snúran, varistorinn og þéttirinn fyrir aftan afriðlinn.
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Fös 16. Mar 2018 17:59
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:Ef ég fæ teikningu þá skal ég segja þér nákvæmlega hverju þarf að breyta svo þú sprengir þig ekki í tvennt.
Annars eru svona gæjar stór hættulegir. Enginn rökstuðningur fyrir neinu. Það sem heldur fésinu á honum í heilu lagi eru öryggistaðlar á hönnuninni. Það eru skynjararásir tengdar við veituna og spennir sem er hannaður fyrir helmingi lægri spennu, varistorar ,spennufellur ofl fyrir 120V.
Er reyndar ekki með teikningu í höndunum en svona lítur borðið út.
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Ekkert óvitlaust samt að fletta upp díóðunum i afriðunninni, bláu varistor fakas líka. Ég hef líka áhyggjur af biaseringunni á choppernum.
Haha Yup, maður reynir að frankenstein-a þetta tæki sem maður fékk með vélinni og í versta falli kaupir maður annað hleðslutæki sem hentar hérlendis.
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Fim 29. Mar 2018 21:33
af Hjaltiatla
Jæja nýji þéttirinn er kominn til landsins (5 stk keypt af Aliexpress).
Kemst síðan í lóðbolta niðrí vinnu eftir páska til að festa nýja þéttinn og losa gamla þéttinn
Smá pæling, hvaða límkítti er í lagi að nota líkt og er notað til að festa gamla þéttinn á myndinni.
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Fim 29. Mar 2018 21:36
af arons4
Getur alveg sleppt því bara.
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Fim 29. Mar 2018 21:37
af Hjaltiatla
arons4 skrifaði:Getur alveg sleppt því bara.
True, bara pæling.
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Fös 30. Mar 2018 01:24
af jonsig
Hot glue gun virkar fínt. 2. Ekki kaupa þétta frá no-name brand til að tengja við 230v..... þeir eru ekki það dýrir hérna heima. Sérstaklega miðað við catastrofuna sem getur fylgt þessum kínversku. 3. Ekki setja 10uf í stað 68uf.
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Fös 30. Mar 2018 10:14
af Sallarólegur
jonsig skrifaði:Ekki kaupa þétta frá no-name brand til að tengja við 230v.....
2180068449 ÞÉTTIR 68uF 450 Volt PINUP 68UF450V RADIAL 167-25-26 968,00 kr.
Það er yfirleitt góð ástæða fyrir því að kínverskir rafmagnsíhlutir eru 10% af japanska verðinu.
Snilld, tékka á þessu.
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Fös 30. Mar 2018 16:55
af jonsig
Þú færð mikið ódýrari og minni ef hann er 400v sem er fínasta mál. Og hafðu stærri þéttir en minni, þar sem þú ert að fara úr 60Hz niður í 50Hz mains
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Mið 04. Apr 2018 13:50
af Hjaltiatla
FYI: er búinn að setja nýjan þétti í móðurborðið og hleðslutækið virkar
Takk fyrir aðstoðina
Re: Rafmagnsnördar - Skipta um þétti á Dewalt hleðslutæki
Sent: Mið 04. Apr 2018 22:56
af jonsig
Væri ekkert stupid að fara með hitamyndavélina á þetta. Einhverjir partar gætu verið á limminu,,, eða óeðlilega heitir. Eins og sensor ic´ið gæti verið að éta of mikinn straum en verið lifandi.... í bili.