Síða 1 af 1

Bilað micro usb tengi á símanum

Sent: Fös 02. Mar 2018 00:52
af TwiiztedAcer
Er eitthvað hægt að laga þetta sjálfur?, það er ekki lengur ábyrgð á honum :-k

Re: Bilað micro usb tengi á símanum

Sent: Fös 02. Mar 2018 01:32
af kizi86
fer nú bara algerlega eftir því hvernig síma um er að ræða...

Re: Bilað micro usb tengi á símanum

Sent: Fös 02. Mar 2018 21:21
af TwiiztedAcer
kizi86 skrifaði:fer nú bara algerlega eftir því hvernig síma um er að ræða...
Þetta er LG Spirit 4G

Re: Bilað micro usb tengi á símanum

Sent: Fös 02. Mar 2018 21:30
af Viggi
Sýnist þú verðir að taka upp viðgerðarsettið

https://m.ebay.com/itm/Micro-USB-Connec ... 1757235142

Re: Bilað micro usb tengi á símanum

Sent: Fös 02. Mar 2018 21:32
af kizi86
https://www.ebay.com/i/291813979152?chn=ps allavega er hægt að kaupa spare usb port fyrir þennan síma, spurningin er þá, er það bara portið sem er ónýtt eða er borðið steikt? og ertu góður í að lóða? eða þekkir þú einhvern sem er góður í að lóða?

ef svarið er nei við síðustu tveim spurningunum, gæti þetta kostað þig einhvern skildinginn.

Re: Bilað micro usb tengi á símanum

Sent: Lau 03. Mar 2018 11:32
af hfwf
það kostar líklega í kringum 5k með porti að lóða þetta í, allavega a Samsung síma.

Sent from my SM-G925F using Tapatalk

Re: Bilað micro usb tengi á símanum

Sent: Lau 03. Mar 2018 12:30
af axyne
Sparaði þér ómakið með að lóða nýtt USB tengi og keypti bara allt modulið
https://www.ebay.com/itm/USA-LG-Spirit- ... 1256508251

Það er getur verið vandasamt verk að lóða nýtt tengi á, sérstaklega ef flex prentið er skemmt.

Re: Bilað micro usb tengi á símanum

Sent: Lau 03. Mar 2018 17:45
af TwiiztedAcer
axyne skrifaði:Sparaði þér ómakið með að lóða nýtt USB tengi og keypti bara allt modulið
https://www.ebay.com/itm/USA-LG-Spirit- ... 1256508251

Það er getur verið vandasamt verk að lóða nýtt tengi á, sérstaklega ef flex prentið er skemmt.
Þetta væri algjör snilld en það er ekkert til af þessu fyrir LG Spirit 4G LTE h440n

Re: Bilað micro usb tengi á símanum

Sent: Sun 04. Mar 2018 13:33
af axyne
TwiiztedAcer skrifaði:
axyne skrifaði:Sparaði þér ómakið með að lóða nýtt USB tengi og keypti bara allt modulið
https://www.ebay.com/itm/USA-LG-Spirit- ... 1256508251

Það er getur verið vandasamt verk að lóða nýtt tengi á, sérstaklega ef flex prentið er skemmt.
Þetta væri algjör snilld en það er ekkert til af þessu fyrir LG Spirit 4G LTE h440n
já því miður fyrir þig, fann þetta: https://www.ebay.co.uk/itm/Placa-Base-M ... SwuLFZ2AGD

Yrðir að skipta um allt móðurborðið fyrir þessa týpu af síma,góðu fréttirnar eru þó að mér sýnist þetta vera rigid PCB svo það er auðveldara að lóða nýtt tengi miðan við flex.