Síða 1 af 1

Hugsanleg uppfærsla á skjákorti

Sent: Fös 23. Feb 2018 19:37
af B0b4F3tt
Sælir vaktarar.

Mig vantar smá ráðleggingar hjá ykkur. Ég er með tölvu sem er að verða nokkurra ára gömul og er pínulítið farin að hiksta í nýjustu leikjunum.
tölva.jpg
tölva.jpg (101.25 KiB) Skoðað 865 sinnum
Gæti ég ekki sloppið tiltölulega billega með að því að uppfæra bara skjákortið í 1070 eða 1070Ti? Það er að segja ef maður finnur svoleiðis á klakanum í dag :)

Ég er bara með 1080P skjái en það er aldrei að vita að maður uppfæri í eitthvað aðeins betra og þá er eins gott að vera með skjákort sem ræður við það. Ég er bara að keyra leikina á öðrum skjánum. Hinn hefur bara verið notaður af konunni þegar hún er að vinna einhver verkefni fyrir skólann eða vinnuna.

Kv. Elvar

Re: Hugsanleg uppfærsla á skjákorti

Sent: Lau 24. Feb 2018 13:06
af Emarki
Já 1060gtx myndi duga þér í 1080P 60hz.

1070gtx eða 1070ti ef þú ætlar að fara í 1080P 144hz eða 1440P 60hz+ upplausn.

Svo væri must að vera með góða kælingu á cpu og reyna fá meira úr honum með að overclocka. Base clockið er 3.4Ghz hann gæti passlega runnað í 4.2Ghz með góðri kælingu.

Þetta væri ideal ef þú færir í 1070 eða 1070ti til að koma í veg fyrir cpu bottleneck.

Kv. Einar