Síða 1 af 2

Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 15:08
af Nitruz
Er það rétt að Vodfone sé að fara telja allt upp og niðurhal bæði erlent og innlent?

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 15:13
af GuðjónR
Nitruz skrifaði:Er það rétt að Vodfone sé að fara telja allt upp og niðurhal bæði erlent og innlent?
Var Síminn ekki hættur við það?

Lengi lifi fákeppnin!!! :pjuke

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 15:16
af brain
Síminn er löngu hættur því.

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 15:16
af zetor
" Í Internet S er innifalin gagnamagnsnotkun upp að 100 GB á mánuði og hentar þeim sem eyða tíma á internetinu daglega. Allar internetleiðirnar okkar telja allt gagnamagn; upp- og niðurhal á bæði innlendri og erlendri umferð. Hægt er að fylgjast með notkuninni á Mínum síðum."

jeb...

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 15:17
af hagur
Ekki nema þetta séu bara nýjar leiðir í viðbót við það sem fyrir er ..... en mig grunar að þeir séu að fara í þetta dæmi já. Reyndar er ótakmarkaða leiðin hjá þeim ekki mjög dýr. Vonandi bara á þetta ekki við um fyrirtækjaleiðirnar þeirra líka.

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 15:29
af Moldvarpan
Síminn telur allt, en bjóða upp á endalaust gagnamagn líka fyrir þá sem vilja.

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 15:40
af Hizzman
ætli helmingur eða meira af heimilum sé ekki að streyma HD (einum eða fleiri rásum) stóran hluta dags? þeir eru sennilega farnir að finna vel fyrir þessu.

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 15:49
af urban
báðir aðilar bjóða uppá ótakmarkaða pakka, þannig að ég sé bara ekki hvað vandamálið er.

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 16:30
af Nitruz
urban skrifaði:báðir aðilar bjóða uppá ótakmarkaða pakka, þannig að ég sé bara ekki hvað vandamálið er.
Mynd

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 19:18
af steinarsaem
Eru fleiri lönd sem telja gagnamagn í netáskriftum sínum ?

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 19:51
af russi
steinarsaem skrifaði:Eru fleiri lönd sem telja gagnamagn í netáskriftum sínum ?

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 21:13
af Xovius
Þetta eru semsagt nýjar þjónustuleiðir þar sem allt er talið og allar nýtengingar í dag verða settar svona upp.
Þeir sem eru í eldri þjónustuleiðunum geta hinsvegar verið í þeim áfram og þar verður áfram bara erlent niðurhal talið.

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Mið 14. Feb 2018 23:13
af russi
Get ekki betur séð að það sé hægt að fá ótakmarkað hjá þeim líka.

Það sem ég rak helst augun í er þeir rukka 3190kr fyrir aðgangsgjald, sem er 2990kr hjá Gagnaveitunni, nema það hafi breyst

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Fim 15. Feb 2018 00:06
af g0tlife
Ég ákvað að prófa að hætta með ótakmarkað og horfi á Netflix HD á næstum hverjum degi eitthvað. Spila tölvuleiki online og downloada bara bluray myndum/þáttum og aldrei ef ég farið yfir.

Eitthvað svona víðáttubrjálæði í sumum með þetta tel ég (var einn af þeim)

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Fim 15. Feb 2018 00:20
af Nitruz
g0tlife skrifaði:Ég ákvað að prófa að hætta með ótakmarkað og horfi á Netflix HD á næstum hverjum degi eitthvað. Spila tölvuleiki online og downloada bara bluray myndum/þáttum og aldrei ef ég farið yfir.

Eitthvað svona víðáttubrjálæði í sumum með þetta tel ég (var einn af þeim)
Gleymir að taka fram hvað þú varst með mikið gagnamagn og hvort það hafi talið upp og niður erlent og innlent.
200 gig er fljótt að fara þegar margir leikir eru 60+ GB

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Fim 15. Feb 2018 00:31
af Hizzman
er ekki Netflix með speglun á Íslandi? og youtube? fleiri?

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Fim 15. Feb 2018 01:30
af Skari
Er með ótakmarkað svo skiptir mig litlu máli en veit ekki alveg hvar ég stend á þessu

Bjó í Noregi í 2 ár og þar var frítt upp/niður en á móti var að það var mismunandi hraða-pakkar, var með 50mbit þar..

Finnst persónulega ekki slæmt að geta vera með 1gbit hér

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Fim 15. Feb 2018 17:04
af Dagur
Hizzman skrifaði:er ekki Netflix með speglun á Íslandi? og youtube? fleiri?

http://www.visir.is/g/2014140139904

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Lau 17. Feb 2018 00:30
af karvel
Ég er með 150 GB í Vodafone One og hef nánast aldrei klárað það gagnamagn mánaðarlega. Nú bregður svo við að ég fæ tölvupóst í dag þar sem mér er tilkynnt að búið sé að loka fyrir erlent niðurhal þar sem ég sé búinn að klára það niðurhal sem innifalið er í áskriftinni.
Mér finnst þeir fara ansi hraustlega af stað með þessa breytingu því þeir telja að ég hafi halað niður 1.121 GB undanfarna 2 daga þ.e. 15. og 16. febrúar, þ.e. rúmlega sjöföldu því gagnamagni sem áskriftin býður upp á.
Mér finnst þetta með þvílíkum ólíkindum að ég er bara í hálfgerðu sjokki. Af hverju var þá ekki skrúfað fyrir þegar hámarkinu var náð?
Er til forrit eða leiðir til að sjá hvað hefur í raun verið niðurhalað á tengingunni og þá jafnvel á hvaða tæki? :crying

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Lau 17. Feb 2018 00:36
af hagur
Þetta er bull mæling hjá þeim. Í dag (16.feb) er ég með 800GB sem er 100 sinnum meira en á venjulegum degi hingað til.

Geri ráð fyrir að þetta sé bilun í mælingu hjá þeim eða að gleymst hafi deila með 100 í birtingu á tölunum :-)

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Lau 17. Feb 2018 00:45
af Nitruz
Sama hér... 150GB 15/16 feb. Gæti passað að það sé 100x meir en það á að vera þar sem 1-5GB er venjulegur dagur í niðurhal hjá okkur.

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Lau 17. Feb 2018 00:49
af rbe
16.2.2018
2.837.940 MB
2837,94 GB
Gagnamagnsnotkun - ótakmörkuð GR

yeah !!!! ekkert notað vélina í dag ?
horft á 2 netflix þætti og annar á heimilinu hlustað á slatta af youtube ?
umferð á lan t.d í nas er minni en þetta síðustu 30 daga.
ætti annars að ná að moka 8TB á sólarhring á gig línu ef mjög góður vilji er fyrir hendi ?

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Lau 17. Feb 2018 01:14
af Xovius
Passar, bilun í mælikerfinu. Allir að fá rugl skilaboð um gagnamagnsnotkun. Tengingar fara ekki í cöppun og það verður náttúrulega ekki rukkað fyrir þetta.

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Lau 17. Feb 2018 19:43
af emmi
Smá offtopic spurning, veit einhver hér hvaða VLAND ID og 802.1p Vodafone (fyrir Ljósnet) notar? Síminn er með 4 0, sama hjá Vodafone?

Re: Er Vodafone að fara sömu leið og síminn?

Sent: Lau 17. Feb 2018 20:05
af DaRKSTaR
er með ótakmarkað og 1000mb ljós hjá vodafone. nenni ekki að vera með tengingu þar sem ég þarf að spá í hvort ég sé búinn með niðurhalið yfir mánuðinn.. streimi allan bolta af netinu, má segja að ég sé að greiða fyrir tenginguna jafn mikið og ég væri bara að borga fyrir stöð2 sport.